Hreppaskjöldurinn í Miðdal

Ólöf Ósk og Hafþór í Miðdal ásamt börnunum Agnesi Heiðu og Guðmundi Ara og hrútnum Ægi.

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós fór fram 12. október í aftakaveðri. Þrátt fyrir það var metmæting en sýningin fór fram á Kiðafelli og voru þar veitt verðlaun fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt.
Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ og kepptu þeir sín á milli um hver ætti besta hrútinn. Þá fengu bændur stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.
Sauðfjárdómarar frá RML sáu um mælingar og dóma á gimbrum og hrútum.
Sigursælir voru hrútarnir frá Miðdal og var það hrúturinn Ægir sem tryggði hreppaskjöldinn eftirsótta.

Hyrndir lambhrútar: 1. sæti Miðdalur, 2. sæti Kiðafell og 3. sæti Kiðafell.
Kollóttir lambhrútar: 1. sæti Miðdalur, 2. sæti Kiðafell og 3. sæti Miðdalur.
Veturgamlir hrútar: 1. sæti Ægir frá Miðdal, 2. sæti Hrútur frá Stíflisdal og 3. sæti Hrútur frá Flekkudal.