Blómsveigur lagður að minnisvarða um Ólafíu Jóhannsdóttur

Sunnudaginn 22. október var haldin guðsþjónusta í Lágafellskirkju í tilefni af því að 160 ár eru frá því að Ólafía Jóhannsdóttir fæddist að Mosfelli.
Hún beitti sér fyrir stofnun Hins íslenska kvenfélags 1894 og Hvítabandsins 1895. Hvatti til stofnunar Háskóla Íslands og helgaði líf sitt líknarmálum.
Eftir guðsþjónustuna var haldið að Mosfelli og lagður blómsveigur að minnsvarða Ólafíu. Það voru Félagsráðgjafafélag Íslands, Hvítabandið og Kvenréttindafélag Íslands sem stóðu fyrir því að heiðra minningu þessarar merkiskonu og frumkvöðuls á þessum tímamótum.
Í guðsþjónustunni talaði Dr. Sigrún Júlíusdóttir um Ólafíu og það sem einkenndi mannúðarstörf hennar. Sr. Henning Emil Magnússon þjónaði. Kór Lágafellssóknar söng undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista. Oddný Sigrún Magnúsdóttir var fulltrúi Lágafellssóknar þegar kom að því að leggja blómsveiginn að minnismerki Ólafíu.