Entries by mosfellingur

Varmá til framtíðar

Í síðasta tölublaði Mosfellings voru kynntar fyrir bæjarbúum fyrirætlanir um byggingu þjónustuhúss við íþróttahúsið að Varmá. Þetta er löngu tímabær uppbygging sem við í Viðreisn vorum með á stefnuskrá okkar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. En því miður þá lítur allt út fyrir að þessi bygging verði enn einn búturinn í bútasaumsteppið Varmá.Með byggingu þessa húss er […]

Mosó – bær íþrótta, menningar og lista

Það er gott að vera Mosfellingur. Bærinn vex og dafnar og það er ánægjulegt að fylgjast með fleira og fleira fólki setjast hér að og gera Mosfellsbæ að sínum heimabæ. Fjölbreytt menningarlíf, öflugt íþrótta- og tómstundastarf og tækifæri til fjölbreyttrar útivistar í náttúrunni allt um kring eru meðal margra góðra þátta sem við Mosfellingar erum […]

Sameinumst um heilsueflandi samfélag

Nú styttist heldur betur í sveitarstjórnarkosningar og áherslur og stefnuskrár framboða í bænum hafa litið dagsins ljós. Það er virkilega ánægjulegt að sjá að flestir flokkar, ef ekki allir, leggja áherslu á lýðheilsumál og áframhaldandi uppbyggingu Heilsueflandi samfélags hér í Mosfellsbæ með einum eða öðrum hætti. Í því samhengi er vert að rifja upp að […]

Vond vinnubrögð

Við Mosfellingar urðum vitni að óvönduðum og vondum vinnubrögðum á síðasta fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 4. maí.Þar var til umfjöllunar og afgreiðslu leynisamningur við Arion banka um uppbyggingu á Blikastaðalandinu, samningur sem ekki mátti sýna eða ræða úti í samfélaginu fram að setningu fundarins.Við hjá Vinum Mosfellsbæjar, þar með talinn bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar, erum ekki […]

Be Happy opnar í Kjarna

Á dögunum opnaði í Kjarnanum fyrirtækið Be happy Iceland. Eigandanum Söndru Ragnarsson er margt til lista lagt en hún meðal annars hannar, saumar og málar. Sandra er frá Litháen en hefur búið á Íslandi í 23 ár. „Fyrirtækið var stofnað fyrir 13 árum, fyrst í Hafnarfirðinum en ég er sjálf nýflutt í Mosó og er […]

Skipulag fyrir fólk

Mosfellsbær er, í stóra samhenginu, tiltölulega nýorðinn bær. Fyrir ekki svo löngu vorum við ennþá Mosfellssveit og ímynd bæjarins er enn þann dag í dag einhvers konar sveit í borg. Fullkomið jafnvægi þess að búa nálægt öllu sem borg hefur upp á að bjóða en á sama tíma anda djúpt að sér í grænu umhverfi. […]

Allir þurfa einhvern tilgang í lífið

Þríþraut er íþrótt sem reynir sérstaklega mikið á þol keppenda en keppt er í sundi, hjólreiðum og kapphlaupi. Þekktasta langþríþrautarkeppnin er Járnkarlinn sem hófst á Hawaii árið 1977.Einar Sigurjónsson sjúkraþjálfari hefur tekið þátt í fimm járnkörlum víða um heim og er hvergi hættur. Hann segir að hver keppni gefi sér góðar minningar og hann vonast […]

Ný þjónustubygging rís við íþróttamiðstöðina að Varmá

Á grunni þarfagreiningar er búið að hanna nýja þjónustubyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá og er áætlað að stærð byggingarinnar verði um 1.177 m2.Miðað er við að framkvæmdir geti hafist í sumar. Á fyrstu hæð verður ný afgreiðsla og góð aðstaða fyrir gesti hússins. Í kjallaranum verða fjórir nýir búningsklefar sem mæta þeim kröfum sem gerðar […]

Mikilvægi leiðtoga

Ég hef verið stuðningsmaður Nottingham Forest síðan ég man eftir mér. Það er búið að vera sérstaklega áhugavert að fylgjast með liðinu á núverandi tímabili en liðið spilar í næstefstu deild á Englandi. Eftir fyrstu 7 umferðirnar var liðið með 1 stig í neðsta sæti. Þáverandi knattspyrnustjóri var varfærinn og varnarsinnaður og liðið lagði mesta […]

Strætóleiðir og almenningssamgöngur

Það er ljóst að Borgarlínan komi ekki upp í Mosfellsbæ fyrr en um eða upp úr árinu 2030. Eigum við að bíða eftir umbótum á almenningssamgöngum eða eigum við gera eitthvað strax? Við hjá Vinum Mosfellsbæjar viljum kasta fram þeirri hugmynd hvort ekki væri hagkvæmara að stóru dísel strætisvagnarnir sem nú ganga á milli Reykjavíkur […]

Eflum skólaþjónustuna í Mosfellsbæ

Hvernig er Mosfellsbær að standa sig á landsvísu við að veita nemendum, foreldrum og skólum þann stuðning sem þarf svo að almenn vellíðan og námsframvinda sé í hávegum höfð? Þann 28. maí 2019 tók gildi ný reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 444/2019. Þar er kveðið á að […]

Heilsubaðstaður og heilsueflandi samfélag

Sundlaugarnar í Mosfellsbæ eru mikið notaðar og þekkt að gestir komi frá Reykjavík til þess að fara í Lágafellslaug þar sem laugin hentar notendum með ólíkar þarfir og þykir barnvæn. Hún er hins vegar líka þekkt fyrir vel heppnuð ilmsaunukvöld, þar sem færri komast að en vilja. Margt hefur verið vel gert en lengi má […]

Ég vil eldast í Mosfellsbæ

Flest viljum við lifa lengi en enginn vill verða gamall. Hvert aldursskeið hefur sinn sjarma og maður þarf stöðugt að minna sig á að njóta þess hlutverks sem maður hefur á hverjum tíma. Það er jafnframt mikilvægt á öllum þessum aldurskeiðum að við finnum að við höfum tilgang, finnum að það sé hlustað á okkur, […]

Af hverju skiptir skipulagið máli?

Hefur þú skoðanir á því hvernig umhverfið í kringum þig og fjölskylduna þína er í bænum? Vissir þú að nú stendur yfir vinna við endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar, þar sem verið er að ákveða skipulag bæjarins, þar með talið hvernig umhverfi þitt, verður? Er það ekki nokkuð eðlileg krafa í nútímasamfélagi að íbúar geti komið að […]

Fab Lab smiðja, skapandi vettvangur nýsköpunar fyrir skólasamfélagið

Í heimi þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða er mikilvægt að stuðla að tækniþróun skólanna og undirbúa nemendur fyrir framtíðina með því að gera starfsumhverfi skólanna enn betra. Einn þáttur í því er að halda áfram að stuðla að snjöllum skólum og skapa vettvang til nýsköpunar. Skólasamfélagið kallar eftir nýjum leiðum í kennslu þar […]