Entries by mosfellingur

Uppbygging í Mosfellsbæ

Það fer ekki fram hjá neinum sem leið á um Helgafellshverfi þessar vikurnar að þar er mikið um að vera. Helgafellshverfið er núna stærsti vinnustaðurinn í Mosfellsbæ, þar vinna smiðir, múrarar og fleiri iðnaðarmenn að því að reisa í kringum 400 íbúðir. Uppbyggingin í Leirvogstungu er einnig mikil en þar eru um þessar mundir um […]

Möguleikar á byggingu gagnavers

Síminn hf. hefur óskað eftir því að skipulögð verði lóð fyrir gagnaver í landi Sólheima við Hólmsheiði. Óskað er eftir 5.000 fm lóð til uppbyggingar í fyrsta áfanga með möguleika á stækkun. Fjallað hefur verið um málið í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar og í kjölfarið hefur bæjarráð falið bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu. Staðsetningin […]

Færðu hælisleitendum reiðhjól

Rauði krossinn í Mosfellsbæ hefur fært hælisleitendum í Arnarholti á Kjalarnesi fimm reiðhjól ásamt hjálmum og lásum. Deildin stóð fyrir hjólasöfnun og færir fólki bestu þakkir fyrir hjálpina og sérstaklega Barnaheillum sem útveguðu nokkur hjól. Byko gaf svo myndarlegan afslátt á hjálmum og fylgihlutum. „Það er okkar von að með komu hjólanna verði auðveldara fyrir […]

Rokkum á ósamstæðum sokkum

Sigrún Guðlaugardóttir er vel kunnug fjölbreytileikanum. Hún er hvatamanneskjan að viðburðinum Rokkum á sokkum sem fer fram föstudaginn 10. júní nk. Þann dag hvetur hún alla til að ganga í ósamstæðum sokkum til að vekja athygli á fjölbreytileikanum í hvaða formi sem hann er. Allir geta tekið þátt á þeim forsendum sem standa þeim næst […]

Kristófer Fannar gengur til liðs við Aftureldingu

Markvörðurinn öflugi, Kristófer Fannar Guðmundsson, hefur gengið til liðs við Aftureldingu. Kristófer Fannar er 25 ára Mosfellingur, uppalinn í Aftureldingu. Síðustu fjögur tímabil hefur hann leikið með ÍR og Fram. Kristófer er einn allra besti markvörður á Íslandi í dag og er kominn með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hann á því eftir að […]

Sefur þú nóg?

Svefn er öllum manneskjum mikilvægur enda ein af grunnþörfum mannsins. Hann veitir hvíld, endurnærir líkamann og endurnýjar orkuna sem gefur okkur kraft til að takast á við dagsins gleði og amstur og er því nauðsynlegur þáttur heilbrigðra lífshátta. Hann styrkir jafnframt ónæmiskerfið og gerir okkur betur í stakk búin til að mæta alls kyns umgangspestum […]

Fyrsta líkamsrækt barnsins

Í Mosfellsbæ er boðið uppá ungbarnasund á tveimur stöðum, hjá Snorra Magnússyni á Skáltúni og hjá Ólafi Ágústi Gíslasyni á Reykjalundi. Þeir Snorri og Óli eru báðir menntaðir íþróttakennarar, Snorri sem er frumkvöðull á þessu sviði hefur verið með ungbarnasund frá árinu 1990 og Óli frá árinu 2001 „Það er talið að ungbarnasund hafi byrjað […]

Ekki öll kurl komin til grafar

Eins og kunnugt er tók Umhverfisstofnun sýni af gervigrasvöllum á höfuðborgarsvæðinu í vor og sendi utan til rannsóknar. Niðurstöður sýna ekki með óyggjandi hætti að gúmmíkurlið sé skaðlegt heilsu fólks og ekki er líklegt að leiðbeininga sé að vænta frá stofnuninni. Umhverfisstofnun hefur horft til annarra umhverfisstofnana á Norðurlöndunum varðandi skaðsemi gúmmíkurls á sparkvöllum, en […]

Sir David

David Attenborough varð níræður í síðasta mánuði. Ég er næstum helmingi yngri en hann. Það er frábær tilhugsun að vita til þess að maður eigi möguleika á því að vera ferskur sem fiðla, flakkandi um allan heim, skapandi eitthvað nýtt, fræðandi og hvetjandi og njótandi lífsins í tugi ára til viðbóta við þau sem þegar […]

Kvennahlaupið í Mosó á laugardaginn

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í Mosfellsbæ laugardaginn 4. júní. Hlaupið hefst kl. 11 á frjáls­íþróttavellinum að Varmá og hefst skráning kl. 10. Nú verður boðið upp á nýja vegalengd, 900 m, sem hlaupin eða gengin er í kringum íþróttavöllinn. Hinar vegalengdirnar sem í boði eru, eru 3, 5 og 7 km. Mikil þátttaka hefur […]

Stuðla að hreyfingu eldri borgara

Íþróttafræðingarnir Gerður Jónsdóttir og Anna Björg Björnsdóttir hafa hannað einföld æfingaspjöld fyrir eldri borgara sem auka styrk, þol, liðleika og jafnvægi. Æfingarnar eru framkvæmdar með eigin líkamsþyngd og án útbúnaðar. Þær standa nú fyrir söfnun á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund „Við vorum saman í námi í Háskólanum í Reykjavík. Einn áfanginn í Mastersnáminu snéri að hreyfingu […]

Lesblindan hefur oft hjálpað mér

Það er ekki hægt að segja annað en að Albert Sigurður Rútsson sé litríkur einstaklingur enda hefur hann víða komið við á sinni lífsleið. Hann er mikið snyrtimenni, ávallt smekklega klæddur og gengur stundum um með hatt á höfði. Hann var áberandi í íslensku skemmtanalífi á sjöunda áratugnum en síðar einna þekktastur fyrir bílasölur, fornbíla […]

Styrkir til ungmenna

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum styrki til efnilegra ungmenna á aldrinum 14-20 ára. Markmiðið er að gefa einstaklingum sömu tækifæri og jafnöldrum þeirra til að njóta launa á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann. Styrkurinn er fólginn í launum frá vinnuskóla Mosfellsbæjar og er einstaklingum þannig gefið […]

Vér göngum svo léttir í lundu…

…því lífsgleðin blasir oss við, kvað Freysteinn Gunnarsson um árið og ef maður leggur textann út frá hreyfingu og vellíðan má segja að þarna hafi hann einmitt hitt naglann á höfuðið. Ganga og önnur hreyfing léttir nefnilega lundina og framkallar jákvæðari sýn á lífið eins og niðurstöður rannsókna bera með sér. Nú á vordögum og […]

Arndís sett í embætti

Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn var sett í embætti í Mosfellsprestakalli sunnudaginn 1. maí. Þórhildur Ólafs, prófastur Kjalarnessprófastsdæmis, setti Arndísi í embættið í sérstakri innsetningarmessu. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur þjónaði fyrir altari og Arndís Linn predikaði. Rut G. Magnúsdóttir djákni sóknarinnar las bænir og Helga Kristín Magnúsdóttir og Karl Loftsson lásu ritningarlestra. Kirkjukór Lágafellssóknar og […]