Entries by mosfellingur

Þorrablót Aftureldingar fer fram 23. janúar

Undirbúningur árlegs þorrablóts Aftureldingar stendur nú sem hæst, en það fer fram í íþróttahúsinu að Varmá laugardaginn 23. janúar. Miðasala er þegar hafin á Hvíta Riddaranum, en borðapantanir fara fram fimmtudaginn 14. janúar kl. 19:30 – 20:30, einnig á Hvíta Riddaranum. „Undanfarin tvö ár hefur verið uppselt hjá okkur og í ár ætlum við að […]

Sigrún valin Mosfellingur ársins

Sigrún Þ. Geirsdótti hefur verið valin Mosfellingur ársins 2015. Bæjarblaðið Mosfellingur stendur fyrir valinu en Sigrún er sú ellefta til að hljóta titilinn. Sigrún vann það þrekvirki á árinu 2015 að synda fyrst íslenskra kvenna yfir Ermarsundið. Sigrún sem hefur stundað sjósund undanfarin ár og hafði áður synt boðsund í tvígang yfir Ermarsundið sem varð […]

Farið fram á prestskosningu

Sr. Skírnir Garðarsson hefur látið af störfum í Lágafellssókn en hann hefur starfað við hlið Ragnheiðar Jónsdóttur sóknarprests síðastliðin tæp sjö ár. Staða prests í Mosfellsprestakalli er því laus til umsóknar og ljóst þykir að brauðið verði eftirsóknarvert. Talsvert hefur verið fjallað um málefni sóknarinnar á síðustu vikum en bæði Skírnir og Ragnheiður hafa verið […]

Mosfellingar velji sér prest

Nú í byrjun árs liggur fyrir að auglýst verði staða prests við Mosfellsprestakall. Samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta velur valnefnd prest nema óskað sé eftir almennri kosningu í prestakallinu. Það vill brenna við að þeir umsækjendur sem lengst hafa þjónað sem prestar fái auglýstar stöður, burt séð frá því hversu vel þeir þekkja […]

Um áramót

Kæru Mosfellingar! Um áramót er venja að líta yfir farinn veg, rifja upp og meta hvernig liðið ár hefur gengið og ekki síður velta fyrir sér hvað bíður okkar á nýju ári. Í heildina litið má segja að árið 2015 hafi verið gott ár. Hagsæld hefur aukist, kjör batnað og uppgangur er í þjóðfélaginu um […]

Borða, sofa, æfa

Grunnurinn er mikilvægastur. Í öllu sem við gerum. Ef grunnurinn er ekki sterkur, getur það sem á honum er byggt aldrei verið sterkt. Hús er skýrt dæmi. Heilsa er nákvæmlega eins. Þú þarft að byggja sterkan heilsugrunn til að vera fullkomlega heilsuhraust/ur. Heilsugrunnurinn byggir á þremur meginstólpum: næringu, svefni og hreyfingu. Ef þú vanrækir einhvern […]

Þrettándagleði á laugardaginn

Hin vinsæla þrettándabrenna fer fram laugardaginn 9. janúar. Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorgi kl. 18 og gengið að brennunni sem verður á sama stað og áður, neðan Holtahverfis við Leirvoginn. Skólahljómsveitin leikur, Grýla og Leppalúði og þeirra hyski verður á svæðinu, Stormsveitin syngur og Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu. Um kvöldið heldur svo rokkkarlakórinn […]

Mikið hefur mætt á snjó­moksturstækjum bæjarins

Vetur konungur hefur heldur betur látið að sér kveða í desember. Í byrjun mánaðarins kyngdi niður snjó í miklu magni á stuttum tíma. Þegar slíkar aðstæður skapast mæðir mikið á snjómoksturstækjum og þeim mannskap sem þeim stýra en Þjónustustöð Mosfellsbæjar ber ábyrgð á snjómokstri í bænum. Mosfellingur hafði samband við Þorstein Sigvaldason sem stýrir Þjónustustöðinni. […]

Erfitt að horfa upp á barnið sitt svona veikt

Orri Freyr Tómasson greindist með afar sjaldgæfan erfðasjúkdóm fljótlega eftir fæðingu. Einungis einn einstaklingur hefur greinst áður hér á landi með þennan sjúkdóm svo vitað sé. Orri Freyr hefur á sinni stuttu ævi barist við afar sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem nefnist Osteo­petrosis. Fljótlega eftir fæðingu kom í ljós að hann var með lágt kalk og D-vítamín í […]

Endurnýjanleg orka

Þjóðir heims gerðu með sér sögulegt samkomulag í París í síðustu viku. Það snýst um að hugsa betur um jörðina á margvíslegan hátt, meðal annars með því að einblína á endurnýjanlega orkugjafa. Vindorku frekar en olíu, til dæmis. Vonandi munu allir standa sig í stykkinu svo sett markmið náist. Ég er mjög mikið að velta […]

Bílastæði á Hlaðhömrum

Það virðist gæta nokkurs misskilnings um bílastæði hjá sumum bifreiðastjórum sem koma á Hlaðhamra í tengslum við heimsóknir í EIRHAMRA. Það háttar þannig til í flestum tilfellum, að við úthlutun byggingarlóða er lóðarhafa gert að útbúa bifreiðastæði á sinni lóð. Þannig er gjarnan 1 – 2 bílastæði á lóð einbýlishúsa, enn fleiri við íbúðablokkir o.s.frv. […]

Förum varlega um hátíðarnar

Nú þegar hátíð ljóssins er gengin í garð er nauðsynlegt að fara varlega með kertaljós og skreytingar. Óaðgætni við matseld er mjög algeng orsök elds, auk þess ýmiss konar rafmagnstæki. Bitur reynsla margra sýnir að ekki er skynsamlegt að hafa þvottavélar, þurrkara og uppþvottavélar í gangi ef enginn er heima til að bregðast við, ef […]

Pistill frá formanni félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni

Kæru FaMos-félagar og aðrir Mosfellingar, nú líður senn að jólum og við leitumst við að undirbúa hátíðirnar hvert og eitt á okkar venjubundna hátt en eftir því sem aðstæður leyfa. Í huga okkar flestra eru jólin allra helgasta hátíð ársins. Við hlökkum til jólanna og þess boðskapar sem fylgir. Við viljum finna hið góða innra […]

Litið yfir árið…

Árið 2015 var sérstaklega tileinkað hreyfingu og útivist í bænum. Meðal helstu markmiða okkar var að auka áhuga og aðgengi að hreyfingu og auka nýtingu útivistarsvæða í Mosfellsbæ. Heilsudagurinn 2015 Heilsudagurinn var haldinn í maí sl. þar sem var m.a. blásið til glæsilegs málþings í Framhaldsskólanum. Birgir Jakobsson, landlæknir, flutti ávarp og setti þingið, við […]

Bæjarbúar geta kosið Mosfelling ársins

Val á Mosfellingi ársins 2015 stendur yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Allir Mosfellingar koma til greina í valinu og er öllum frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Er þetta í ellefta sinn sem valið fer fram á vegum Mosfellings. Íbúar eru […]