Entries by mosfellingur

Reka ritfangaverslun að Reykjalundi

Við Reykjalund í Mosfellsbæ er Múlalundur með vinnustofu sína og rekur þar einnig glæsilega ritfangaverslun, en bæði Reykjalundur og Múlalundur eru í eigu SÍBS. „Hérna rekum við stóran vinnustað með um 40 starfsmönnum þar sem fatlaðir og ófatlaðir starfa saman. Flest okkar starfsfólk á það sameiginlegt að vera með skerta starfsorku á einhvern hátt og […]

Ætlar að breiða út boðskapinn

Elísabet Jónsdóttir kennari fékk styrk frá Sprotasjóði til að búa til kennsluáætlun í markmiðasetningu fyrir unglinga. Beta er algjör perla og er falleg bæði að utan sem innan. Hún er sannur vinur vina sinna og það er alltaf hægt að treysta á hana. Það er aldrei lognmolla í kringum hana, hún er mikill stuðbolti og […]

Mosfellingar bjóða heim – Í túninu heima

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin um helgina. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra. Boðið verður upp á þekkta dagskrárliði eins og Ullarpartí og markaðsstemningu í Álafosskvos, flugvéla- og fornvélasýningu […]

Stórskotalið Mosfellinga tekur þátt í hátíðarlagi

Vinkonurnar Agnes Wild og Sigrún Harðardóttir hafa samið og gefið út hátíðarlagið Í túninu heima. Þær eru gamlar vinkonur úr Mosó og hafa unnið saman í tónlist og leiklist síðan þær voru 13 ára. Agnes lærði leiklist og leikstjórn í London og Sigrún lærði tónlist og fiðluleik í Bandaríkjunum. Báðar hafa þær mikið komið við […]

Upp, upp mitt geð

Vonandi hafa allir notið sumarsins í faðmi fjölskyldu og/eða vina og náð að hlaða sig orku og jákvæðni fyrir veturinn. Við í Heilsueflandi samfélagi ætlum að halda áfram uppteknum hætti og munu haustið og veturinn bera ýmislegt spennandi og skemmtilegt í skauti sér. „Hugsaðu jákvætt, það er léttara“ Sýnt hefur verið fram á það að […]

Heilbrigðisþjónusta í fremstu röð

Heilbrigðismálin verða í forgangi hjá Sjálfstæðisflokknum á næsta kjörtímabili eins og formaður flokksins hefur boðað. Ég fagna þeirri sýn og er þeirrar skoðunar að enda þótt vægi heilbrigðismála hafi aukist verulega undir forystu núverandi ríkisstjórnar þurfi að gera enn betur á næstu árum. Þar er að mörgu að hyggja. Við þurfum að efla enn frekar […]

Dagskrá bæjarhátíðarinnar

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin helgina 26.-28. ágúst. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra. Boðið er upp á þekkta dagskrárliði eins og Ullarpartí og markaðsstemningu í Álafosskvos, flugvéla- og fornvélasýningu […]

Apótek MOS opnar í Háholti

Þór Sigþórsson lyfsali hefur opnað nýtt apótek í Mosfellsbæ. Apótek MOS er einkarekið og staðsett í Krónuhúsinu í Háholtinu. Apótekið er í björtu og rúmgóðu húsnæði og allt hið glæsilegasta með fjölbreytt vöruúrval. „Hér er kominn mjög öflugur verslunarkjarni og mér fannst því vænlegt að láta slag standa,“ segir Þór sem opnaði dyrnar fyrir viðskiptavinum […]

Ólympíuskrokkar

Eitt af því skemmtilegasta við Ólympíuleika er að spá í líkamsbyggingu keppenda. Maður sér litla, stóra, mjóa, breiða, langa, stutta, þétta og þunna skrokka. Allt eftir því í hvaða íþrótt skrokkarnir eru að keppa í. Blakarar eru hávaxnir, körfuboltaspírunar líka. Kastararnir eru þungir og þéttir. Fimleikafólkið vöðvaþrungið. Langhlauparar vöðvarýrir. Hver íþróttagrein á sinn uppáhaldsvöxt. Það […]

Lét æskudraum sinn rætast

Hlíf Ragnarsdóttir hefur margra ára reynslu sem hársnyrtimeistari en hún rak áður hárgreiðslustofu í Þorlákshöfn. Árið 2013 færði hún sig um set og opnaði stofu í Mosfellsbæ. Hún segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun því hér finnst henni gott að vera og hún er þakklát bæjarbúum sem hafa tekið vel á móti henni. Hlíf er […]

Ísak Snær á leið í atvinnumennsku

Hin ungi og efnilegi knattspyrnumaður Ísak Snær Þorvaldsson flytur nú í júnímánuði til Norwich ásamt fjölskyldu sinni. Ísak er 15 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril með Aftureldingu. Hann er sonur hjónanna Þorvaldar Ásgeirssonar og Evu Hrannar Jónsdóttur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu tækifæri, ég mun æfa og keppa með U16 og […]

Söfnuðu sér fyrir sumar­búðum í Bandaríkjunum

Fyrir um ári síðan ákváðu fjórir strákar úr Mosó að reyna að komast inn í BMX sumar­búðir til Bandaríkjanna. Þetta eru þeir Guðgeir, Hlynur, Kristján og Tjörvi. Fóru þeir af stað með söfnun og gengu í hús í Mosfellsbæ. Þeir söfnuðu dósum, seldu klósettpappír og sælgæti. Ferðin varð svo að veruleika strax eftir skólaslitin í […]

Áfram Ísland!

Fátt er betra fyrir heilsuna en samvera með jákvæðu fólki. Á sama hátt og fátt er verra fyrir heilsuna en mikil samvera með leiðinlegu fólki. Ég fór í þriggja daga æfingaferð með frábæru fólki núna í júní. Það gaf mér mikið, bæði líkamlega og andlega, og ég kom endurnærður heim. Þessi ferð var tilraunaferð. Hugmyndin […]

Njótum sumarsins saman!

Þá er sumarið gengið í garð og um að gera að njóta þess til fullnustu. Margir eru nú þegar komnir í frí og enn aðrir farnir að telja niður dagana af tilhlökkun. Samvera og vellíðan Lífsmynstur margra breytist á sumrin og flest okkar fá tækifæri til að njóta enn meiri tíma með fjölskyldum okkar og […]

Umhverfisviðurkenningar – nýjar reglur

Undanfarin ár hefur Mosfellsbær veitt viðurkenningar til þeirra sem hafa skarað fram úr við að gera bæinn okkar enn fallegri. Þær hafa verið veittar í þremur flokkum: fallegasti húsagarðurinn, snyrtilegasta íbúagatan og fyrirtæki eða stofnanir sem hafa skapað fagurt og snyrtilegt umhverfi. Þessi skipting er að sumu leyti barn síns tíma því sífellt fleiri láta […]