Bæjarleikhúsinu breytt í jazzklúbb

xxx x

Allt önnur Ella verður frumsýnd í Bæjarleikhúsinu föstudaginn 29. september.

Nú eru hafnar æfingar í Bæjarleikhúsinu á sýningu sem er samstarfsverkefni tónlistarskólans og leikfélagsins. Sýningin kallast „Allt önnur Ella“ og er að mestu byggð á tónlist Ellu Fitzgerald.
Leikhúsinu verður breytt í jazzklúbb á sjöunda áratugnum og tónlistaratriði fléttast saman við leikin atriði. Leikhúsgestir sitja við borð í salnum og upplifa kvöldstund þar sem þeir ferðast aftur í tímann, njóta góðrar tónlistar og verða vitni að ýmsum fyndnum og skemmtilegum atvikum.
Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir og um tónlistarstjórn sjá Sigurjón Alexandersson og Heiða Árnadóttir. Frumsýning verður föstudaginn 29. september kl. 20 og sýningar verða á föstudögum. Miðasala er í síma 566-7788. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með undirbúningi á Facebook, Instagram og Snapchat.