Bryndís gefur ekki kost á sér í vor

bryndibæjarstjorn

Bryndís Haraldsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar sem fram fara í vor. Bryndís var kosin á Alþingi sl. haust og hefur setið á þingi og í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðis­flokkinn. „Ég hyggst ljúka þessu kjörtímabili sem er mitt annað, en áður var ég varabæjarfulltrúi. Mosfellsbær er frábært sveitarfélag og það eru forréttindi að fá að sitja í bæjarstjórn hér. Þetta hefur verið krefjandi en skemmtilegur tími. Ég hef átt gott samstarf við aðra bæjarfulltrúa og hjá Mosfellsbæ starfar frábært starfsfólk. Ég vona að vinna mín hafi skilað einhverju og mun halda áfram að vinna fyrir samfélagið og bæinn minn þótt það verði ekki innan bæjarstjórnar á næsta kjörtímabili.“