Umhverfisviðurkenningar veittar Í túninu heima

Frá afhendingu viðurkenninga. Hjörtur Þór, Bára og Valdimar frá Flugklúbbi Mosfellsbæjar, Erla Þorleifsdóttir Arnartanga 25 og María og Erich Hamarsteigi 5.

Hjörtur Þór, Bára og Valdimar frá Flugklúbbi Mosfellsbæjar, Erla Þorleifsdóttir Arnartanga 25 og María og Erich Hamarsteigi 5.

Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar voru afhentar við hátíðlega athöfn í Hlégarði á bæjarhátíðinni „Í túninu heima“. Umhverfisviðurkenningarnar eru veittar þeim aðilum sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu.
Flugklúbbur Mosfellsbæjar fær viðurkenningu fyrir snyrtilegt svæði þar sem umgengni og umhirða eru til fyrirmyndar. Erla Þorleifsdóttir og Sævar Arngrímsson fá viðurkenningu fyrir fallegan garð að Arnartanga 25 þar sem blandað er skemmtilega saman gróðri og hönnun, garðurinn er vel sýnilegur vegfarendum. María Hákonardóttir og Erich Hermann Köppel fá viðurkenningu fyrir fjölskrúðugan og fallegan garð að Hamarsteigi 5 sem sinnt hefur verið af mikilli natni um árabil.

xxxx

Tungubakkaflugklúbbur við Leirvog í Mosfellsbæ. 

ccc

Fallegur garður í Arnartanga 25.

ddd

María og Erich í Hamarsteig 5.