Í túninu heima 2017 – DAGSKRÁ

dagskramynd

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin helgina 25.-27. ágúst. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra.
Mosfellsbær fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og hafa viðburðir verið á dagskrá frá afmælisdeginum 9. ágúst.
Um helgina verður boðið upp á þekkta dagskrárliði eins og Ullarpartí og markaðsstemningu í Álafosskvos, flugvéla- og fornvélasýningu á Tungubökkum, kjúklingafestival, stórtónleika á Miðbæjartorgi, götugrill og Pallaball. Frítt verður í leið 15 allan laugardaginn þannig að það er tilvalið að skilja bílinn eftir heima.

Smeltu hér til að skoða dagskrá hátíðarinnar 2017 (pdf)

 

MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST

20:00 – 22:00 UNGLINGADANSLEIKUR Í HLÉGARÐI
Upphitun fyrir bæjarhátíðina. Unglingaball fyrir 8.-10. bekkinga.
Fram koma: Rapparinn GKR og DJ. Aðgangseyrir: 800 kr.

 

FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST

BÆJARBÚAR SKREYTA HÚS OG GÖTUR Í HVERFISLITUM
GULUR – Hlíðar, Höfðar, Tún og Mýrar
RAUÐUR – Tangar, Holt og Miðbær
BLEIKUR – Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Mosfellsdalur
BLÁR – Reykja- og Helgafellshverfi

19:00 FELLAHRINGURINN – FJALLAHJÓLAKEPPNI 
Hjólakeppni um stíga innan Mosfellsbæjar. Keppnin hefst við Íþróttahúsið að Varmá. Tvær vegalengdir, 16 km og 30 km. Sjá nánar á netskraning.is/fellahringurinn.

18:00 – 20:00 SUNDLAUGARKVÖLD Í LÁGAFELLSLAUG
Fjölskyldan skemmtir sér saman. Leikhópurinn Lotta kíkir í heimsókn með sína vinsælu söngvasyrpu. Blöðrulistamenn sýna listir sínar og gera skemmtileg blöðrudýr. Wipe-Out brautin verður á sínum stað, frír ís í boði. Frítt inn fyrir alla fjölskylduna.

20:15 BÍLAKLÚBBURINN KRÚSER Í HÁHOLTI
Bílaklúbburinn Krúser safnast saman við Kjarnagrill í Háholti. Keyrður verður rúntur um Mosfellsbæ og svo stilla allir sér upp á planinu. Tilvalið að kíkja á flottar drossíur og klassíska bíla frá liðinni tíð. Fjöldi glæsivagna verður á svæðinu ef veður leyfir.

21:00 STEBBI OG EYFI Í HLÉGARÐI
Frábær kvöldstund með þessum einstöku listamönnum. Gamanmál og gleðisöngvar úr ýmsum áttum. Miðasala á www.midi.is.

 

FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST

10:00 og 11:00 BÓKASAFN MOSFELLSBÆJAR
Leikhópurinn Lotta: Söngvasyrpa fyrir öll 5 ára börn í Mosó.
Dagskrá í samstarfi við leikskólana.

10:00-11:00 AFMÆLISGJÖF TIL SKÓLAKRAKKA
Friðrik Dór mætir í grunnskólana og tekur nokkur lög.
Leikkonurnar Agnes Wild og Sigrún Harðar þræða leikskóla bæjarins með skemmtiprógram í farteskinu.
Allir krakkar fá buff í hverfalitunum í afmælisgjöf frá Mosfellsbæ.

13:00 – 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDAL
Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Aðgangur 600 kr.

15:00 ARION BANKI
Krakkar frá Leikfélagi Mosfellssveitar syngja nokkur lög. Andlitsmálun fyrir börnin og Bíbí, Blaki og Ari verða á svæðinu.

18:00 – 19:00 KYNNINGARTÍMI Í GOLFI Á HLÍÐAVELLI
Opinn kynningartími fyrir nýja kylfinga í Mosfellsbæ. Komið og kynnist golfíþróttinni og lærið helstu tökin. Victor Viktorsson golfkennari verður á æfingasvæðinu við gamla skálann á Hlíðavelli. Gott er að koma með kylfur, en einhverjar kylfur verða á staðnum fyrir þá sem það vilja. Frítt er í tímann og fríir golfboltar til að slá.

19:00 – 23:00 VINNUSTOFUR OPNAR Á ÁLAFOSSVEGI
Vinnustofur ljósmyndaranna Bjarkar Guðbrandsdóttur og Guðbjargar Magnúsdóttur og myndlistarkonunnar Ólafar Oddgeirsdóttur verða opnar á neðri hæð Álafossvegar 20.

19:30-22:30 KAFFIHÚS MOSVERJA
Skátafélagið Mosverjar opnar kaffihús í Skálanum í Álafosskvos. Boðið upp á heitar vöfflur, kaffi og kakó.

19:30 – 22:30 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS
Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi.

20:00 BMX BROS Á MIÐBÆJARTORGINU
Snillingarnir í BMX bros hita upp á Miðbæjartorginu áður en skrúðgöngurnar leggja af stað. Þeir munu sýna listir sínar með glæsilegri sýningu og bjóða upp á kennslu fyrir þá sem það vilja.

20:30 ÍBÚAR SAFNAST SAMAN Á MIÐBÆJARTORGI
GULIR, RAUÐIR, BLEIKIR og BLÁIR – Allir hvattir til að mæta í lopapeysu.

20:45 SKRÚÐGÖNGUR LEGGJA AF STAÐ Í ÁLAFOSSKVOS
Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum.
Göngustjórar frá Leikfélagi Mosfellssveitar ræsa einn lit af stað í einu.

21:00 – 22:30 ULLARPARTÝ Í ÁLAFOSSKVOS 
Brekkusöngur og skemmtidagskrá.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngu.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri setur hátíðina.
Gummi og Felix taka lagið
Hilmar og Gústi stýra brekkusöng.
Björgunarsveitin Kyndill kveikir í blysum.

Rauðakrosshópurinn sinnir gæslu ásamt Björgunarsveitinni Kyndli.

22:00 – 23:30 UPPISTAND Á HVÍTA RIDDARANUM
Uppistand.is heldur sitt mánaðarlega uppistand með úrvals grínistum. Frítt inn.

23:30 – 03:00 – PAPAR Í HLÉGARÐI
Hinir ómótstæðilegu Papar slá upp dansleik í tilefni bæjarhátíðarinnar. Tryllt stemning í Hlégarði, höfuðvígi Papanna á höfuðborgarsvæðinu. Miðasala er hafin á tix.is.

 

LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST

  •  Frítt í leið 15 í strætó allan daginn  •  Frítt í Varmárlaug og Lágafellslaug í dag  •  Frítt á Gljúfrastein

7:00 – 22:00 BAKKAKOTSVÖLLUR – Frítt í golf
Golfklúbbur Mosfellsbæjar býður Mosfellingum að spila frítt á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Bóka þarf rástíma á golf.is eða í afgreiðslu GM og er nauðsynlegt að viðkomandi hafi þekkingu og getu til að leika á vellinum og fari eftir öllum þeim reglum sem þar gilda.

8:00 – 18:00 MOSFELLSBAKARÍ
Mosfellsbakarí í hátíðarskapi alla helgina og býður gestum og gangandi upp á  ilmandi  ferskt brauð, bakkelsi og frábæra stemningu. Litríkar hverfamúffur, hátíðarkaka og frábærar hátíðarvöfflur.

09:00 – 12:00 BEIN ÚTSENDING Á RÁS 2
Fjölmiðlafólkið Kolbrún Björnsdóttir og Gunnar Hansson verða í beinni útsendingu frá bæjarhátíðinni á Rás 2.

9:00 – 17:00 FRÍTT Á GLJÚFRASTEIN
Gljúfrasteinn – hús skáldsins opnar dyrnar að safninu í Mosfellsdal. Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið. Nýlega opnaði safnið á nýjan leik eftir miklar framkvæmdir. Frítt verður inn á safnið og munu starfsmenn glaðir skeggræða við gesti um nýafstaðnar framkvæmdir og hvaðeina sem snertir Gljúfrastein.

9:00 – 17:00 ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ Á TUNGUBÖKKUM
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.

9:00 – 16:00 TINDAHLAUP MOSFELLSBÆJAR
Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst kl. 9:00 og kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (37 km), 5 tindar (35 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). www.mos.is/tindahlaup og www.hlaup.is.

9:30 KETTLEBELLS ICELAND – ENGJAVEGUR 12
Opin Ketilbjölluæfing fyrir hrausta Mosfellinga. Gengið með ketilbjöllur upp á Reykjafell þar sem æfing verður tekin á toppnum. Lagt af stað frá Engjavegi.

11:00 WORLD CLASS – MOSFELLSBÆ
Opinn tími í World Class fyrir alla Mosfellinga. Skemmtileg blanda af þol- og styrktaræfingum ásamt góðum teygjum. Kennarar eru Þorbjörg og Árni. Tökum á því í hverfalitunum!

10:00 – 16:00 MOSSKÓGAR Í MOSFELLSDAL
Útimarkaður: Sultukeppni, grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðarbæ, rósir frá Dalsgarði o.fl. Úrslit í sultukeppni kl. 15:00. Skila þarf inn sultum í keppnina fyrir kl. 12.

11:00 GALLERÍ HVIRFILL Í MOSFELLSDAL – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Bjarki Bjarnason les úr væntanlegri ævisögu Guðrúnar Tómasdóttur söngkonu.

13:00 – 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDAL
Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr.  Aðgangur 600 kr.

12:00 – 17:00 ÍS-BAND FRUMSÝNIR JEEP COMPASS
Íslensk-Bandaríska frumsýnir nýjasta Jeep fjölskyldumeðliminn Jeep Compass í Þverholti 6. Stórglæsilegur og öflugur jeppi sem vert er að kíkja nánar á. Boðið verður upp á reynsluakstur á öllum Jeep jeppum. Kaffibarþjónar frá Lavazza galdra fram ítalskt eðalkaffi og gos og sælgæti verður í boði fyrir krakkana.

12:00 – 17:00 WINGS AND WHEELS – Tungubakkaflugvöllur
Fornvélasýning: Gamlar flugvélar, dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Heitt á könnunni fyrir gesti og karamellukast fyrir káta krakka.

12:00 HÓPAKSTUR UM MOSFELLSBÆ
Ferguson-félagið stendur fyrir hópakstri dráttarvéla og fornbíla.
Lagt er af stað frá Tungubakkaflugvelli og keyrður hringur um Mosfellsbæ.

12:00-17:00 KAFFIHÚS MOSVERJA
Skátafélagið Mosverjar opnar kaffihús í Skálanum í Álafosskvos. Boðið upp á heitar vöfflur, kaffi og kakó.

12:00 – 17:00 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS
Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi og ýmsar uppákomur á sviði.
12:00 Blaðrarinn mætir á svæðið með blöðrudýr fyrir börnin
12:30 Skósveinar (Minions) á vappi um svæðið
13:00 Krakkar úr Krikaskóla syngja
13:30 Kammerkór Mosfellsbæjar
14:00 Brassbandið Búbbert
14:30 Mosfellskórinn
15:00 Leikgleði flytur lög úr „Besta sýning ársins“.
15:30 Hljómsveit Ready (úr Tónlistardeild Listaskólans)
16:00 Hljómsveitin Piparkorn (úr Tónlistardeild Listaskólans)

13:00 – 17:00 VINNUSTOFUR OPNAR Á ÁLAFOSSVEGI
Vinnustofur ljósmyndaranna Bjarkar Guðbrandsdóttur og Guðbjargar Magnúsdóttur og myndlistarkonunnar Ólafar Oddgeirsdóttur verða opnar á neðri hæð Álafossvegar 20.

13:00-15:00 EIRHAMRAR – FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA
Mosfellingar, FaMos-félagar og aðrir gestir velkomnir í heimsókn í þjónustumiðstöðina á Eirhömrum. Fjölbreytt vetrar­dagskrá kynnt. Kaffi á könnunni og Vorboðarnir taka lagið um kl. 13:00.

13:00-13:30 BARNADAGSKRÁ Á TÚNINU VIÐ HLÉGARÐ
Bíbí og Björgvin syngja töfrandi lög ævintýranna. Björgvin Franz mætir ásamt hinni heimsfrægu óperusöngkonu Bíbí Markan. Dans, söngur og grín fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur frír.

13:00 – 16:00 SKOTTMARKAÐUR VIÐ KJARNA
Mosfellingum gefst kostur á að koma með alls kyns gull og gersemar úr skápum og bílskúrum og bjóða gestum og gangandi til sölu. Einnig er handverksfólk velkomið. Nánari upplýsingar um viðburð á Facebook. Skráning hjá Elísabetu  í síma 898 4412.

14:00 ÁLAFOSS – STÁLÚLFUR AÐ VARMÁ
Knattspyrnuliðið Álafoss mætir Stálúlfi á gervigrasinu að Varmá. Leikurinn er partur af Íslandsmótinu í 4. deild.

14:00 – 24:00 TÍVOLÍ VIÐ MIÐBÆJARTORG

13:30 AMSTURDAM 6 VIÐ REYKJALUND – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Kvennakórinn Stöllurnar og María Guðmundsdóttir bjóða til árlegrar garðveislu.

14:00 – 17:00 LISTASALUR MOSFELLSBÆJAR
Sýning Rögnu Fróða í Listasal. Listamaðurinn verður á staðnum, spjallar við gesti og gangandi um sýninguna og fremur gjörning kl. 15.00.

14:00 – 16:00 KJÚKLINGAFESTIVAL – KJÚKLINGARÉTTIR FYRIR ALLA
Stærstu kjúklinga- og matvælaframleiðendur landsins kynna afurðir sínar og gefa smakk við íþróttamiðstöðina að Varmá. Matur og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ýmis skemmtiatriði, Biggi Haralds, harmonikkuleikur, Mas Wrestling, uppistand og fleira.

14:00 – 16:00 ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN AÐ VARMÁ – AFTURELDING KYNNIR VETRARSTARFIÐ
Kynning á vetrarstarfi Aftureldingar. Fulltrúar deilda verða á svæðinu og kynna starfsemi sína. Aftureldingarbúðin verður opin.

14:00 – 17:00 VÖFFLUKAFFI Í FMOS
Nemendafélag Framhaldsskólans í Mosfellsbæ verður með vöfflukaffi í skólanum og rennur ágóðinn til Reykjadals þar sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekur sumar- og helgardvöl fyrir fötluð börn og ungmenni.
Kammerkór Mosfellsbæjar syngur kl. 14:30.

14:00 – 17:00 STEKKJARFLÖT – HOPPUKASTALAR
Frítt fyrir káta krakka.

14:00 NJARÐARHOLT 10 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Létt og lifandi tónlist í garðinum í Njarðarholti 10. Allir velkomnir á garðtónleika Í túninu heima.

15:00 – 16:00 STEKKJARFLÖT – HESTAFJÖR
Teymt undir börnum í boði Hestamannafélagsins Harðar.

15:00 – 18:00 OPIÐ HÚS Á REYKJAVEGI 84
Opið hús á leirvinnustofu Helgu Jóhannesdóttur, Reykjavegi 84. Kaffi á könnunni og snapsakynning frá Eimverk Distillery, í stuðlabergsstaupum. Allir hjartanlega velkomnir.

15:00 AKURHOLT 21 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Siggi Hansa og fjölskylda bjóða upp á tónleika í garðinum í Akurholti. Hljómsveit hússins leikur og fær til sín góða gesti.

16:00 HAMARSTEIGUR 9 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Hjónin Sigríður Stephensen og Pálmar S. Ólafsson bjóða til tónleika við heimili sitt að Hamarsteigi 9. Þar mun 18 manna „Big-band“ stórsveit Öðlinga spila ásamt söngkonunni Hjördísi Geirsdóttur.

16:00 VARMÁRVÖLLUR – AFTURELDING – MAGNI
Knattspyrnulið Aftureldingar tekur á móti Magna frá Grenivík. Leikur í Íslandsmótinu í knattpyrnu – 2. deild karla.  Baráttuleikur í efri hluta deildarinnar.

16:00 DALATANGI 15 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Ari Brimar býður til tónleika með Kallabandinu. Bandið skipa: Brynjar Þór Jakobsson gítar, Hjörleifur Ingason hljómborð, Ari Brimar bassi/söngur og Brynjólfur Pétursson trommur. Framreidd verða lög eftir CCR, Santana og fleiri.

16:00 ÁLMHOLT 10 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Davíð Ólafsson óperusöngvari býður til útitónleika í garðinum heima. Meðal gesta verða Einar Dagur tenór, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Fjölnir Ólafsson baritón og Óperukór Reykjavíkur undir stjórn Garðars Cortes. Davíð og Stefán taka svo fjöldasöng í lokin ásamt Helga Hannessyni píanóleikara.

16:30 KARMELLUKAST Á FLUGVELLINUM TUNGUBÖKKUM

16:30 SKÁLAHLÍÐ – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Útitónleikar í garðinum heima. Tríóið Kókos skemmtir í brekkunni fyrir neðan Skálahlíð. Dægurlög sem allir þekkja.

17:00 – 21:00 GÖTUGRILL Í MOSFELLSBÆ
Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins

21:00 – 23:00 STÓRTÓNLEIKAR Á MIÐBÆJARTORGI
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem Mosfellsbær býður öllum upp á tónleika á Miðbæjartorginu. Kynnar verða þeir Steindi Jr. og Dóri DNA.
Fram koma: Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, Jógvan Hansen, Diddú, Stefanía Svavars, Stormsveitin, Stefán Hilmars, Páll Óskar, Biggi Haralds, Áttan og Stuðlabandið.
Rauðakrosshópurinn sinnir gæslu ásamt björgunarsveitinni Kyndli.

23:00 BJÖRGUNARSVEITIN KYNDILL MEÐ FLUGELDASÝNINGU

22:30 – 01:00 EINAR ÁGÚST Á HVÍTA RIDDARNUM
Hinn eini sanni Einar Ágúst mætir með gítarinn og syngur fyrir hressa sveitunga. Frítt inn.

23:30 – 04:00 STÓRDANSLEIKUR MEРPÁLI ÓSKARI AÐ VARMÁ

 

SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST

7:00 – 22:00 HLÍÐAVÖLLUR – FRÍTT Í GOLF
Golfklúbbur Mosfellsbæjar býður Mosfellingum að spila frítt á Hlíðavelli. Bóka þarf rástíma á golf.is eða í afgreiðslu GM og er nauðsynlegt að viðkomandi hafi þekkingu og getu til að leika á vellinum og fari eftir öllum þeim reglum sem þar gilda.

8:00 – 17:00 MOSFELLSBAKARÍ
Mosfellsbakarí í hátíðarskapi alla helgina og býður gestum og gangandi upp á  ilmandi  ferskt brauð, bakkelsi og frábæra stemningu. Litríkar hverfamúffur, hátíðarkaka og frábærar hátíðarvöfflur.

9:00 – 17:00 ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ Á TUNGUBÖKKUM
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.

13:00 – 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDAL
Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Aðgangur 600 kr.

11:00 GUÐSÞJÓNUSTA Í MOSFELLSKIRKJU
Fögnum og höldum hátíð. Guðsþjónusta í dal skáldanna, Mosfellskirkju í Mosfellsdal kl.11:00. Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari og prédikar. Karl Tómasson, Jóhann Helgason og Guðmundur Jónsson annast tónlistarflutning ásamt Kjartani Ognibene organista og kirkjukór Lágafellskirkju. Hjartanlega velkomin!

14:00 – 17:00 STEKKJARFLÖT – HOPPUKASTALAR
Frítt fyrir káta krakka.

14:00 HLÉGARÐUR – HÁTÍÐARDAGSKRÁ
Umhverfisnefnd veitir umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2017.
Útnefning bæjarlistarmanns Mosfellsbæjar 2017.
Verðlaunaafhending vegna ljósmyndasamkeppni í tilefni 30 ára afmælis Mosfellsbæjar.
Karlakórinn Stefnir flytur nokkur lög. Heitt á könnunni og allir velkomnir.

16:00 GLJÚFRASTEINN- STOFUTÓNLEIKAR
Tónlistarkonan Sóley flytur lög af nýjustu plötu sinni, Endless Summer, í bland við gömul lög. Meðleikarar hennar verða Albert Finnbogason á bassa og Katrín Helga Andrésdóttir á hljómborð. Aðgangseyrir: 2.000 kr.

17:00 BESTA SÝNING ÁRSINS Í BÆJARLEIKHÚSINU
Afrakstur fjögurra vikna námskeiðs hjá Leikgleði í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Söngleikur sem var saminn af leikhópnum í samstarfi við Elísabetu Skagfjörð. Miðaverð 1.000 kr. Miðapantanir í síma 5667788.