Entries by mosfellingur

Sumarið handan við hornið

Nú fer að líða að sumarfríi hjá deildinni okkar í Mosfellsbæ. Sjálfboðaliðar okkar fóru í árlega vorferð daginn fyrir Uppstigningardag, en sú ferð hefur undanfarin ár verið farin stuttu fyrir sumarlokun deildarinnar. Að þessu sinni var farið umhverfis Snæfellsnesið og Borgarfjarðardeild Rauða krossins einnig heimsótt á heimleiðinni. Ferðin vakti mikla lukku að vanda. Nú fara […]

Fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi

Farsælt samstarf á milli Mosfellsbæjar og skátafélagsins Mosverja, um að auðvelda Mosfellingum að nýta sér útivistasvæði í kringum bæinn til útivistar og gönguferða, hefur staðið yfir í nokkurn tíma. „Þetta byrjaði á árunum 2004-2005 en þá fengu skátarnir fyrirspurn frá Íþrótta- og tómstundanefnd þar sem óskað var eftir hugmyndum að útivistaverkefnum,“ segir Ævar Aðalsteinsson sem […]

Flug og skotfimi eiga vel saman

Bára Einarsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi Bílaparta ehf. er Íslands- og bikarmeistari í 50 metra liggjandi riffli. Það er ekki hægt að segja annað en að Bára Einarsdóttir fari óhefðbundnar leiðir þegar kemur að vali á áhugamálum. Dagsdaglega starfar hún innan um bíla og bílaparta, á góðviðrisdögum skreppur hún í flugtúr á sinni eigin flugvél og […]

Vinningshafar í heilsueflandi samfélagsmiðlaleik

Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ stóð á dögunum fyrir samfélagsmiðlaleik fyrir nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum bæjarins. Tilgangur verkefnisins var sá að vekja ungmennin til umhugsunar um mikilvægi og ábyrgð á eigin heilsu og vellíðan. Jafnframt var mikilvægt að koma því til skila að þótt næring og hreyfing séu mjög mikilvægir þættir þegar kemur að […]

Reykjalundur stofnun ársins

Reykjalundur hlaut á dögunum titilinn Stofnun ársins 2017 samkvæmt árlegri könnun sem gerð er á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins í samstarfi við SFR og VR. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Könnunin er framkvæmd af Gallup og nær til yfir 50 […]

Heilsubærinn

Ég ætlaði að skrifa kjarnyrtan upp-með-sokkana pistill til þeirra sem taka sér þriggja mánaða frí frá öllum æfingum á sumrin, borða allt sem hönd á festir og gleyma að sofa. Ranka svo móðir og andstuttir við sér einhvern tíma eftir verslunarmannahelgi með bullandi samviskubit og kaupa sér árskort í ræktina. En ég nenni því ekki. […]

Rjúfum félagslega einangrun saman

Undanfarið hefur farið fram töluverð umræða um einmanaleika og félagslega einangrun bæði á samfélagsmiðlum og í kjölfarið í fjölmiðlum. Fólk á öllum aldri hefur tjáð sig um að vera vinalaust og einmana og auglýsir jafnvel eftir vinum á Fésbókinni. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og margir hafa boðið fram aðstoð og vináttu svo […]

Mosfellsbær á iði

Nú á vordögum og í byrjun sumars er og verður heilmikið um að vera í heilsubænum okkar til að koma blóðinu á hreyfingu, gleðjast með okkar nánustu og auðga andann. Hreyfivika UMFÍ – Move Week Hreyfivikan verður nú haldin dagana 28. maí – 4. júní nk. Þessi vika er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram […]

Styrkir til efnilegra ungmenna

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitir árlega styrki til efnilegra ungmenna á aldrinum 14-20 ára. Markmiðið með styrkjunum er að gefa styrkþegum sömu tækifæri og jafnöldrum gefast til að njóta launa, á sama tíma og þau stunda af kappi sína list, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann. Styrkurinn er fólginn í launum frá vinnuskóla Mosfellsbæjar og er […]

Í boltanum í 50 ár

Sveinbjörn Sævar Ragnarsson eigandi Silkiprents er brautryðjandi í framleiðslu á útifánum á Íslandi. Hann ber það ekki með sér að vera kominn yfir sjötugt enda ávallt í fullu fjöri. Ef hann er ekki í vinnunni þá er hann í útreiðatúr, í golfi eða að spila handbolta. Hann segir það skemmtilegasta við boltann, sem hann hefur […]

Heimsbyggð – heimabyggð

Nú í sumarbyrjun er ástæða til að horfa um öxl til nýliðins vetrar og einnig fram á veginn til sumarsins sem bíður okkar handan hornsins. Um þessar mundir standa vorverkin yfir, fólk sinnir görðum sínum og sveitarfélagið hefur sett upp gáma þar sem íbúum gefst kostur á að koma með garðaúrgang. En um leið og […]

Fyrsta hjálp – er þín fjölskylda tilbúin?

Oft eru það aðstandendur og almenningur sem eru fyrstu viðbragðsaðilar á slysstað og börn eru ekki síður líkleg til þess. Í fyrra var skyndihjálparmaður ársins hjá Rauða krossinum Unnur Lísa Schram, sem bjargaði lífi eiginmanns síns þegar hann fór í hjartastopp. Árið þar á undan var það hin 7 ára gamla Karen­ Sæbjörg Guðmundsdóttir, sem […]

Okkar Mosó: Niðurstöður íbúakosningar

Kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó er lokið. Alls bárust 1.065 atkvæði sem nemur um 14% kosningaþátttöku. Það er meiri kosningaþátttaka en mælst hefur í sambærilegum verkefnum í Reykjavík og Kópavogi. Mosfellsbær er eina sveitarfélagið sem hefur slegist í hópinn með þeim tveimur fyrrnefndu og framkvæmt lýðræðislegt samráðsverkefni eins og Okkar Mosó sem felur í sér […]

Mosöld fer fram um helgina – bærinn fyllist af blökurum

Um helgina er Blakdeild Aftureldingar gestgjafi á einu stærsta fullorðinsmóti sem haldið er á Íslandi, öldungamótinu í blaki eða Mosöld 2017 eins og mótið heitir í ár. Mótið er fyrir þá sem eru 30 ára og eldri og er um að ræða mjög stóran viðburð þar sem 167 lið eru skráð til leiks og reikna […]

Æfingahópurinn þinn

Ég hef verið tengdur íþróttum og hreyfingu síðan ég var smá gutti. Hef æft með ýmsum hópum og félögum. Þrótti, Fylki, Aftureldingu, ÍR og Mjölni, svo nokkur séu nefnd. Ég tilheyri í dag tveimur æfingahópum. Þjálfa og held utan um annan og er þátttakandi í hinum. Hver æfingahópur hefur sína menningu. Hún er mótuð af […]