Ásgeir býður sig fram á lista Sjálfstæðisflokksins

asgeir_sveins

Ásgeir Sveinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forystusveit Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ásgeir er framkvæmdastjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. auk þess sem hann hefur verið virkur í sjálfboðaliðastarfi innan handknattleiksdeildar Aftureldingar, m.a. sem formaður meistarflokksráðs karla. Hann hefur, ásamt öflugum hópi, stýrt uppbyggingu á sterku meistarflokksliði karla.
„Ég hef lengi haft brennandi áhuga á pólitík og fylgst vel með bæjarmálunum í Mosfellsbæ og því faglega og öfluga starfi sem hefur verið unnið undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Ég tel að víðtæk reynsla mín sem stjórnandi í atvinnulífinu til margra ára og í félagsmálum geti reynst vel innan bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.“
Ásgeir og fjölskylda hans hafa búið í Mosfellsbæ í 18 ár og er hann giftur Helgu Sævarsdóttur hjúkrunar- og lýðheilsufræðingi. Þau eiga þrjú börn, Elvar 23 ára, Ásu Maríu 19 ára og Hilmar 17 ára.