Hafsteinn gefur kost á sér í 3. sæti

hafsteinn3

Hafsteinn Pálsson gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fram fer 10. febrúar. Hafsteinn situr í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og er formaður bæjarráðs. Haf­steinn er ritari stjórnar Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands þar sem hann leiðir heiðurs­ráð sam­bands­ins. Hann er stjórn­ar­formaður Íslenskra get­rauna og áður gegndi hann ýms­um trúnaðar­störf­um fyr­ir Aft­ur­eld­ingu. Hafsteinn er byggingarverkfræðingur að mennt og starfar hjá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu. Haf­steinn er kvænt­ur Láru Torfa­dótt­ur, kenn­ara í Lága­fells­skóla, og þeirra börn eru Guðrún Erna viðskiptafræðingur, Jó­hanna Rut ljósmóðir og Snæv­ar Ingi íþróttafræðingur.