Entries by mosfellingur

Undirbúningur fyrir Þorrablótið í fullum gangi

Undirbúningur fyrir Þorrablót Aftureldingar 2017 stendur nú sem hæst en blótið verður sem fyrr haldið í Íþróttahúsinu að Varmá, laugardaginn 21. janúar. Þetta er í tíunda sinn sem blótið er haldið með þessu sniði en í fyrra voru um 700 manns á blótinu og komust færri að en vildu. „Stór hluti nefndarinnar hefur verið sá […]

Er bjartsýn á framtíðina

Lára Björk Bender starfsmaður hjá Orkuveitu Reykjavíkur greindist með MS sjúkdóminn árið 2012.  MS sjúkdómurinn er langvinnur sjúkdómur sem einkennist af endurtekinni bólgu í miðtaugakerfinu. Orsökin er óþekkt, en bólgan er talin vera vegna truflunar í ónæmiskerfinu. Sjúkdómurinn er ólæknandi en til eru lyf sem geta tafið framgang og eins eru í boði einkennatengdar meðferðir […]

Þolinmæði kennara á þrotum

Kennarar í Mosfellsbæ afhentu í vikunni bæjarstjóra ályktun frá öllum grunnskólakennurum bæjarins. Þar lýsa þeir yfir óánægju sinni með ákvörðun kjararáðs um launahækkanir, nú þegar samningar grunnskólakennara eru lausir. Úrskurður kjararáðs sé kornið sem fylli mælinn og ríki og sveit­ar­fé­lög geti ekki leng­ur vikið sér und­an ábyrgð. Hljóðið í kennurum er þungt og segjast þeir […]

Þjónusta bætt og skattar lækkaðir

Fjárhagsáætlun fyrir árin 2017-2020 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn síðastliðinn miðvikudag. Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur næsta árs verði 201 m.kr. Áætlað er að framkvæmdir að frádregnum tekjum af gatnagerðargjöldum nemi 746 millj. kr. og að íbúum fjölgi um 3,4% milli ára. Þá er gert ráð fyrir að tekjur nemi 9.542 millj. […]

Kvöld- og næturvakt Heilsugæslunnar færist í Kópavog

Frá og með 1. febrúar 2017 mun Læknavaktin á Smáratorgi sinna allri vaktþjónustu í Mosfellsumdæmi eins og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslunni er breytingin liður í að samræma vaktþjónustu heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjósarhreppi hafa eins og aðrir á höfuðborgarsvæðinu haft aðgang að vaktþjónustu Læknavaktarinnar en að auki […]

Öldur

Fyrir nokkrum vikum velti ég því fyrir mér hvort ég væri inni í bandarískri bíómynd þar sem allt gengi upp hjá söguhetjunum. Lífið var þannig að mér næstum fannst það of gott. Einkennileg tilfinning því auðvitað getur lífið ekki verið of gott. Síðan byrjuðu áskoranir af ýmsu tagi að detta inn á mitt borð, of […]

Veldu þér viðhorf

Það eru margir sem halda að viðhorf þeirra sé afleiðing ytri aðstæðna og þess sem gerist í umhverfi okkar. Það er hins vegar fjarri sanni því viðhorf okkar er afleiðing þess hvernig við veljum að vinna úr og túlka það sem gerist í kringum okkur. Við ráðum því nefnilega sjálf hvort við þróum með okkur […]

Stjórnsýslu Lágafellssóknar stórlega ábótavant

Að gefnu tilefni vil ég undirritaður, Skírnir­ Garðarsson, fyrrum prestur Lágafellssóknar koma eftirfarandi á framfæri: Ónóg stjórnsýsla Lágafellssóknar og mannauðsstjórnun hefur undanfarin misseri dregið dilk á eftir sér. Í fyrra hættu organisti, prestur og djákni og í framhaldinu var klúður varðandi ráðningu nýs starfsfólks, óánægja var með ráðningarferli organista og óánægja er nú meðal starfsfólks […]

Vertu breytingin sem þú vilt sjá

Verandi fædd og uppalin í Mosfellsbæ verður óumflýjanlegt að þykja ekki nokkuð vænt um þessa sveit. Ég var svo heppin að fá að vera alla tíð í sama leik- og grunnskóla, fá að blómstra í lúðrasveitinni og uppgötva tilvistarleysi íþróttahæfileika minna í þeim fjölmörgu greinum sem Afturelding býður upp á. Við fjölskyldan erum afar gæfurík […]

Vatnsvernd kemur okkur öllum við

Vandfundinn er sá staður þar sem er gnægð af góðu ferskvatni og meira en það eins og hér á landi. Okkur Íslendingum þykir sjálfsagt að vatn – bæði kalt og heitt – er nær alls staðar að finna og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að þar verði skortur á. Fréttir af því […]

Góð heilsa skiptir öllu máli

Guðjón Svansson ráðgjafi og Vala Mörk Jóhannesdóttir Thoroddsen iðjuþjálfi eru eigendur Kettlebells Iceland. Hjónin Guðjón og Vala stofnuðu fjölskyldufyrirtækið Kettlebells Iceland árið 2006 sem er óhefðbundin æfingastöð með samtengdri úti- og inniaðstöðu. Í starfi sínu leggja þau áherslu á að fólk byggi upp alhliða styrk, úthald og liðleika á þann hátt að það nýtist vel […]

Hreppaskjöldurinn á Morastaði

Sameiginleg hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós var haldin að Kiðafelli á mánudaginn. Þar gefst bændum kostur á að fá stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta. Sauðfjár­ræktarfélagið Kjós stendur fyrir sýningunni sem jafnframt er vettvangur til að verða sér út um gripi til kynbóta. Lárus og Torfi sauðfjárdómarar frá RML sáu um mælingar og […]

„Þakklát fyrir að vera á lífi“

Mosfellingurinn Sigríður Sveinbjörnsdóttir lenti í alvarlegu bílslysi á Þingskálavegi í Rangárvallasýslu þann 20. ágúst. Slysið var með þeim hætti að bíll sem kom úr gagnstæðri átt fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á bíl Sigríðar. Bílstjóri hins bílsins lést samstundis. „Við hjónin erum að byggja sumarbústað í Heklubyggð, ég skaust í Húsasmiðjuna og […]

Aldrei jafn margar íbúðir byggðar á sama tíma

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfissviði Mosfellsbæjar hafa aldrei verið byggðar jafn margar íbúðir samtímis í sögu bæjarins. Bara í Helgafellshverfi einu er búið að gefa út byggingarleyfi fyrir ríflega 400 íbúðum en í aðalskipulagi er gert ráð fyrir samtals um 1.050 íbúðum í hverfinu. Auk þessa er búið að úthluta lóðum fyrir um 150 íbúðir í […]

Skrifar sjónvarpsþætti sem gerast í Mosfellsbæ

Þessa dagana stendur yfir undirbúningur að sjónvarpsþáttaröð sem nefnist Afturelding. Þættirnir sem verða níu talsins munu að mestu gerast í Mosfellsbæ. Það er Mosfellingurinn Halldór Halldórsson eða Dóri DNA sem skrifar handritið í samstarfi við Hafstein Gunnar Sigurðsson, Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur og Jörund Ragnarsson. „Upphaflega hugmyndin var að gera gamanmynd en svo þróaðist þetta í […]