Halda herra- og kvennakvöld Aftureldingar
Í nóvember mun Afturelding standa fyrir tveimur stórum viðburðum. Herrakvöld Aftureldingar fer fram 10. nóvember í Harðarbóli og degi síðar eða 11. nóvember fer Kvennakvöld Aftureldingar fram á sama stað. Meistaraflokkar félagsins í blaki, handbolta og knattspyrnu standa sameiginlega að þessum tveimur viðburðum. „Þetta verður frábær helgi fyrir Mosfellinga og stuðningsmenn Aftureldingar,“ segir Jón Júlíus […]