Viljum að áfram verði best að búa í Mosfellsbæ
Kjósendur í Mosfellsbæ geta valið á milli átta framboða í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 26. maí. Í nýjasta tölublaði Mosfellings sitja oddvitar framboðanna fyrir svörum. Hér er á ferðinni oddviti Sjálfstæðismanna. Nafn: Haraldur Sverrisson. Aldur: 56 ára. Gælunafn: Halli. Starf: Bæjarstjóri. Fjölskylduhagir: Giftur Ragnheiði Gunnarsdóttur viðskiptafræðingi. Á þrjú börn: Steinunni Önnu 36 ára, Valgerði 26 ára […]
