Samfélagssjóður KKÞ auglýsir eftir umsóknum

Stjórn samfélagssjóðsins: Sigríður, Steindór, Stefán Ómar, Birgir og Svanlaug.

Stjórn samfélagssjóðsins: Sigríður, Steindór, Stefán Ómar, Birgir og Svanlaug.

Samfélagssjóður KKÞ var stofnaður í fyrra eftir félagsslit Kaupfélags Kjalarnesþings. Sjóðurinn hefur það hlutverk að úthluta fjármunum til æskulýðs- og menningarmála, góðgerðar- og líknarmála og annarrar starfsemi til almenningsheilla á fyrrum félagssvæði Kaupfélags Kjalarnesþings sem nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjósarhrepp.
Nú auglýsir sjóðurinn eftir umsóknum um styrki vegna fyrstu úthlutana úr sjóðnum. Stefnt er að því að úthluta um 20 milljónum króna. Samkvæmt ákvörðun stjórnar við þessa fyrstu úthlutun er auglýst eftir umsóknum á sviði æskulýðsmála og á sviði málefna eldri borgara.

Taka saman sögu Kaupfélags Kjalarnesþings
Friðrik Olgeirsson sagnfræðingur hefur tekið saman yfirlit um sögu KKÞ eftir þeim gögnum sem fyrir liggja. Stefnt er að því að ritið verði tilbúið þegar fyrsta úthlutun úr samfélagssjóðnum fer fram. Ráðgert er að fyrsta úthlutun úr sjóðnum eigi sér stað fyrir árslok 2018. Nálgast má umsóknareyðublað á heimasíðu sjóðsinswww.kaupo.is og er umsóknarfrestur til og með 25. október.