Afturelding leikur í Jako næstu árin

Jói í jako og Birna kristín formaður aftureldingar ásamt ungum iðkendum

Jóhann Guðjónsson og Birna Kristín formaður Aftureldingar ásamt ungum iðkendum.

Ungmennafélagið Afturelding og Namo ehf. hafa gert með sér samning til næstu fjögurra ára og mun Afturelding leika í fatnaði frá Jako.
Afturelding hefur leikið í fatnaði frá Errea undanfarin átta ár. Í byrjun árs var leitað tilboða hjá búningaframleiðendum á Íslandi, félaginu bárust nokkur tilboð. Búninganefnd, sem samanstendur af fulltrúum frá hverri deild, valdi að lokum á milli þriggja aðila með tilliti til framboðs og verðs. Þar varð Jako hlutskarpast.

Tilhlökkun að hefja samstarf á ný
„Það er með tilhlökkun sem við hefjum á ný samstarf við Jako og þökkum jafnframt Errea kærlega fyrir samstarfið,“ segir Birna Kristín Jónsdóttir formaður Aftureldingar.
Verslun Namo er til húsa að Smiðjuvegi 74 en jafnframt er hægt að skoða fjölbreytt úrval á www.jakosport.is.
Á myndinni má sjá Jóhann Guðjónsson frá Jako og Birnu Kristínu Jónsdóttur formann Aftureldingar ásamt ungum iðkendum Aftureldingar í glænýjum fatnaði félagsins