Stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra
Velferðarráðuneytið hefur samþykkt ósk Mosfellsbæjar um að stækka hjúkrunarheimilið Hamra um 44 rými og verða rými heimilisins þá alls 74. Stækkunin mun auka framboð á hjúkrunarrýmum auk þess að gera rekstrareininguna hagkvæmari. Undirbúningsvinna er þegar hafin í samvinnu ráðuneytisins og Mosfellsbæjar. Bæjarráð Mosfellsbæjar fagnar áformum um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra og er til viðræðna um að […]