Entries by mosfellingur

Hvers vegna Framsókn?

Við sem skipum lista Framsóknar hér í Mosfellsbæ stöndum fyrir hefðbundin gildi flokksins. Frjálslynda félagshyggju, umbætur og samvinnu, manngildi ofar auðgildi. Framsókn hefur hagsmuni heildarinnar í fyrirrúmi. Stefna flokksins í orði og verki byggist á jákvæðni sem leitast við að sætta ólík sjónarmið og vinna gegn öfgum. Við viljum að duglegt fólk hafi svigrúm til […]

Vinnufrí

Ég var norður á Ströndum í síðustu viku að hjálpa til að standsetja hús sem stórfjölskyldan á þar. Þetta var fjögurra daga ferð. Lífið var mjög einfalt. Við vöknuðum snemma. Unnum fram á kvöld. Tókum nokkrar matarpásur. Fórum í sund eða heitan pott eftir vinnu. Sofnuðum snemma. Það var ekkert sjónvarp í húsinu. Slökkt á […]

Snarpur er nýtt app í símann

Hjónin Viðar Hauksson og Lýdía Grímsdóttir hafa undanfarið ár hannað og þróað smáforritið Snarpur sem er aðgengilegt fyrir bæði Android og Iphone notendur. Snarp­ur er smáforrit sem eykur skilvirkni í viðskiptum fagaðila í iðngreinum og einstaklinga sem þurfa á fagaðstoð að halda. Viðar er iðnaðarmaður og fékk hugmyndina þegar hann sjálfan vantaði minni verkefni á […]

Veitingastaðurinn opinn fyrir alla

Blik Bistro & Grill er veitingastaður sem opnaði síðasta sumar í Kletti, íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Veitingastaðurinn opnar þriðjudaginn 1. maí með nýjum og spennandi matseðli. Staðurinn er opinn yfir sumartímann en hægt er að bóka viðburði og veislur yfir veturinn. „Veitingastaðurinn er fyrir alla, það geta allir komið hingað hvort sem það er í morgun-, […]

Framkvæmdum við Helgafellsskóla flýtt

Á fundi bæjarráðs þann 12. apríl var samþykkt að heimila bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Yrki arkitekta ehf. og VSB Verkfræðistofu ehf. um fullnaðarhönnun 2.-4. áfanga Helgafellsskóla. Frumhönnun þessara áfanga liggur fyrir og felst verkefnið í fullnaðarhönnun skólans og ráðgjöf á byggingartíma. Sama dag og þessi samþykkt var gerð fór bæjarstjórn og fræðslunefnd Mosfellsbæjar […]

Gaman að líta yfir farinn veg

Það er sannarlega í mörg horn að líta þegar maður starfar sem byggingafulltrúi því verksviðið er margþætt, það er krefjandi og samræma þarf mörg sjónarmið. Byggingafulltrúinn Ásbjörn Þorvarðar­son tók á móti mér á skrifstofu sinni hjá Mosfellsbæ og gaf mér innsýn í sín daglegu störf. Hann hefur starfað sem fulltrúi hjá bænum síðan 1982 en […]

Framkvæmdum í Skálafelli flýtt

Fyrir dyrum stendur að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geri með sér samkomulag um mikla uppbyggingu á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli. Þetta samkomulag er gert á grundvelli framtíðarsýnar sem verkefnahópur vegna uppbyggingar skíðasvæðanna hefur markað. Forgangsverkefni þeirrar framtíðarsýnar eru að hefja snjóframleiðslu og bæta lyftubúnað í Bláfjöllum og í Skálafelli. Gert er ráð fyrir því að […]

Viðreisn ætlar að gera betur

Viðreisn býður fram lista í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem skipaður er til jafns körlum og konum. Þetta er í fyrsta skipti sem Viðreisn býður fram í Mosfellsbæ. Að sögn Valdimars Birgissonar standa íbúar að listanum sem brenna fyrir því að bæta Mosfellsbæ og gera bæinn að fyrirmyndar bæjarfélagi. Hann segir Viðreisn bjóða bæjarbúum öflugan og framsækinn […]

Endurnýjun tímabær – Valkostur í boði

Listi Íbúahreyfingarinnar og Pírata er kominn fram. Oddviti sameiginlegs framboðs er Sigrún H. Pálsdóttir starfandi bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar. Í öðru sæti er Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur. Hún hefur lengi kennt og unnið að rannsóknum um sjálfbærni hér heima og erlendis. Hún hefur haft afgerandi áhrif á stefnu Pírata í umhverfis- og velferðarmálum. Friðfinnur Finnbjörnsson skipar þriðja […]

Ætla að ná fram hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins

Miðflokkurinn í Mosfellsbæ býður fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum 26. maí. Með þessu framboði er markmiðið að ná fram hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins til að bæta kjör bæjarbúa, lækka álögur og efla þjónustu í Mosfellsbæ. Alvarlegt pólitískt straumrof „Núverandi meirihluti er kominn í öngstræti með fjármál bæjarins,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson sem leiðir framboðið. […]

KR

Ég er úr Árbænum og spilaði fótbolta með yngri flokkum Fylkis. Hjartað er hjá Aftureldingu í dag eftir rúmlega 17 ár í Mosfellsbæ en Fylkir á samt og mun alltaf eiga hlut í því. Ein sárasta fótboltaminning mín er þegar KR-ingurinn, sem enginn man hvað heitir nema eldheitir KR-ingar, skoraði jöfnunarmark á móti Fylki í […]

Öflug og fagleg uppbygging í Mosfellsbæ

Um þessar mundir er mikil umræða um húsnæðisskort á höfuðborgarsvæðinu sem er auðvitað áhyggjuefni. Fram til ársins 2040 er því spáð að það muni fjölga um 70 þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt könnun Samtaka iðnaðarins verða fullgerðar 6.713 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á ári til 2020, eða að meðaltali rúmlega 2.200 íbúðir á ári. Flestar íbúðir […]

Grænt skipulag í Mosfellsbæ

Mosfellsbær er einstaklega vel í sveit settur og býður íbúum sínum og nærsveitungum upp á frábæra útivistarmöguleika bæði innanbæjar sem og í umliggjandi landbúnaðar- og náttúrusvæðum. Það er mikilvægt að Mosfellsbær tryggi íbúum sínum áfram aðgengi að góðum útivistarsvæðum ásamt því að stuðla að umhverfis- og náttúruvernd. Besta leiðin til þess er grænt skipulag. Grænt […]

Leikskólastörf eru láglaunastörf

Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og í langflestum fjölskyldum eru börn sem ganga í leik- og grunnskóla. Bæði skólastigin eru menntastofnanir sem hafa þann tilgang að börn njóti alls þess besta sem bernskan hefur upp á að bjóða. Í Mosfellsbæ er gott að búa með börn og öll viljum við skapa þeim bestu mögulegu aðstæður í […]

Umhverfis- og náttúru­verndarmál

Í dag 22. apríl, þegar þetta er skrifað, er alþjóðlegur dagur jarðar þar sem allir eru hvattir að hugsa um umhverfismál. Hver og einn getur nefnilega lagt eitthvað til þannig að jörðin verði áfram byggileg fyrir komandi kynslóðir. Umhverfisnefnd bæjarins stóð í mars fyrir mjög vel heppnuðum opnum fundi þar sem íbúum gafst kost á […]