Nýjum lóðum úhlutað til hæstbjóðenda

suluhofdi_mosfellingur

Framkvæmdir við gatnagerð í Súluhöfða hafa staðið yfir í sumar. Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðunum en þær eru nú klárar til úthlutunar. Lóðirnar 19 eru allar skipulagðar fyrir nokkuð stór einbýlishús. Lóðirnar eru með góðu útsýni og neðstar í hverfinu.
Eingöngu einstaklingum verður heimilað að sækja um lóðir og getur hver umsækjandi einungis fengið einni lóð úthlutað. Lágmarksverð fyrir lóðirnar er á bilinu 13,5-18 milljónir. Úthlutun lóða samkvæmt úthlutunarskilmálum fer fram á grundvelli hæsta tilboðs í hverja lóð fyrir sig og eru öll tilboð skuldbindandi.
Stefnt er að því að auglýsa 15 fyrstu lóðirnar á næstu vikum.