Entries by mosfellingur

Afturelding stykir liðið fyrir Inkasso-deildina

Eftir að hafa unnið 2. deildina í sumar þá eru strákarnir í meistaraflokki Aftureldingar í fótbolta byrjaðir að undirbúa sig af krafti fyrir Inkasso-deildina næsta sumar. Liðið hefur hafið æfingar og framundan eru margir krefjandi æfingaleikir gegn Pepsi-deildar liðum fram að jólum. Nýlega hafa tveir sterkir leikmenn gengið til liðs við félagið, markvörðurinn reyndi Trausti […]

Opna glæsilega Reebok-stöð

Líkamsræktarkeðjan Reebok Fitness opnaði nýja stöð að Lambhagavegi við Vesturlandsveg þann 29. september síðastliðinn. Stöðin sem er 2.400 m2 er öll hin glæsilegasta, útbúin nýjustu tækjum og þar eru þrír hóptímasalir. Auk þess opnaði CrossFit Katla annað boxið sitt en það fyrsta er í Holtagörðum. Í Lambhaga er sauna, gufubað og heitur og kaldur útipottur. […]

Afturelding leikur í Jako næstu árin

Ungmennafélagið Afturelding og Namo ehf. hafa gert með sér samning til næstu fjögurra ára og mun Afturelding leika í fatnaði frá Jako. Afturelding hefur leikið í fatnaði frá Errea undanfarin átta ár. Í byrjun árs var leitað tilboða hjá búningaframleiðendum á Íslandi, félaginu bárust nokkur tilboð. Búninganefnd, sem samanstendur af fulltrúum frá hverri deild, valdi […]

Samfélagssjóður KKÞ auglýsir eftir umsóknum

Samfélagssjóður KKÞ var stofnaður í fyrra eftir félagsslit Kaupfélags Kjalarnesþings. Sjóðurinn hefur það hlutverk að úthluta fjármunum til æskulýðs- og menningarmála, góðgerðar- og líknarmála og annarrar starfsemi til almenningsheilla á fyrrum félagssvæði Kaupfélags Kjalarnesþings sem nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjósarhrepp. Nú auglýsir sjóðurinn eftir umsóknum um styrki vegna fyrstu úthlutana úr sjóðnum. Stefnt er […]

Tengingin við bæjarbúa gefandi

Valdimar Birgisson stofnaði Viðreisn í Mosfellsbæ, leiddi listann í síðastliðnum sveitarstjórnarkosningum, náði kjöri og situr nú í bæjarstjórn. Hann segir starfið vera lærdómsríkt en það sem er mest gefandi er ekki endilega þetta pólitíska vafstur heldur tengingin við bæjarbúa. Hann lítur björtum augum til framtíðar þótt mörg verkefni séu krefjandi og vill sjá blómstrandi bæ […]

20 ára afmælisár Hvíta Riddarans

Íþróttafélagið Hvíti Riddarinn var stofnað þann 14. ágúst 1998. Upphaflega var einungis um knattspyrnulið að ræða en síðar bættust við fleiri íþróttagreinar. „Upphafið má rekja til þessa að hópur af strákum og stelpum hittist reglulega á túninu við Reykjalund,“ segir Jóhann Benediktsson fyrsti formaður félagsins. Hópurinn taldi um 15-20 manns og var spilaður fótbolti á […]

Heimsmenning – fjölmenning – okkar menning

Er heimurinn að minnka? Okkur finnst það stundum því við fáum innsýn (oft án þess að við leitum eftir því) og erum sjálf í tengslum við fjarlægar slóðir. Við getum farið heimshorna á milli og heimshornaflakkið kemst jafnvel léttilega fyrir í sumarfríinu okkar. Það eru sem sagt töfrandi tímar fyrir mörg okkar sem njótum heimsmenningar. […]

Trjágróður á lóðarmörkum

Ágætu bæjarbúar. Mikilvægt er að garðeigendur hugi að því að trjágróður þeirra hafi ekki vaxið út á stíga eða götur með tilheyrandi óþægindum og mögulegri hættu fyrir vegfarendur, sérstaklega núna í skammdeginu þegar fjöldi barna er á ferðinni vegna skóla og tómstunda. Gangstéttir og göngustígar liggja víða um bæinn og eru mikilvæg til útivistar og […]

Atómstöðin, Gerpla og Heimsljós

Í Varmárskóla stunda hátt í 1.000 börn nám og er þetta kraftmikill hópur með fjölbreytta reynslu og styrkleika sem býr yfir mikilli lífsgleði og sköpunarkrafti. Til að tryggja að börnin fái notið bernsku sinnar þarf að búa vel að yngstu íbúum bæjarins og leggja áherslu á snemmtæka íhlutun. Allir eiga rétt á kennslu við sitt […]

Hlustar fólk á þig?

Það nennir enginn að hlusta á fólk röfla á fundum og það er erfitt að hlusta á fólk í ræðustól sem er að hugsa hvað það ætlar að segja jafnóðum. Það getur verið heilmikið vit í því sem viðkomandi vill koma á framfæri, en ef það er illa sett fram þá hættir fólk fljótt að […]

Andlegt ferðalag

Í lífi manna gengur mismikið á en hjá flestum safnast upp, með tímanum, atvik og tilfinningar sem erfitt getur verið að vinna úr. Sumt er meðvitað en annað ómeðvitað og því oft mjög erfitt að átta sig á því. Ég er þarna engin undantekning og eftir því sem leið á, fann ég að eitthvað var […]

Samið við Alverk um byggingu fjölnota íþróttahúss

Í vor var boðin út bygging fjölnota íþróttahúss að Varmá. Að loknum samningskaupaviðræðum við bjóðendur bárust Mosfellsbæ ný tilboð þann 12. september frá þremur fyrirtækjum. Að mati ráðgjafa Verkís og fulltrúa Mosfellsbæjar eftir yfirferð tilboðanna reyndist tilboð Alverks lægst en það nemur 621 m.kr. Á fundi bæjarráðs þann 11. október var samþykkt að hafist verði handa […]

Bestu hrútarnir í sveitinni

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós fór fram mánudaginn 15. október. Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ og kepptu þeir sín á milli um hver ætti besta hrútinn. Keppt var í nokkrum flokkum og fengu bændur stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta. Hrúturinn Ölur bar sigur úr býtum en hann er […]

Jákvætt fólk

Ég var umkringdur jákvæðu fólki um helgina. Fólki sem á það sameiginlegt að hafa áhuga á heilsuhreysti, hreyfingu, mis­alvarlegum keppnum og hressandi útiveru. Þegar svona hópur er saman myndast sterk og jákvæð orka. Orka sem maður hleður inn á kerfið og endist manni lengi. Við þurfum öll að passa upp á að fá svona orkuinnspýtingu […]

Sigurður Hreiðar rifjar upp minningar

Meðan ég man er heiti á nýrri bók eftir Sigurð Hreiðar. Eins og nafnið bendir til rifjar hann þar upp ýmsar minningar frá langri ævi. Um tilurð bókarinnar segir hann að oft hafi verið imprað á því við hann að skrifa ævisögu sína. „Ef ég gerði það er viðbúið að einhverjum þætti þar að sér […]