Entries by mosfellingur

Eitt hundrað og þrjátíu ára afmæli!

Næstkomandi sunnudag, 24. febrúar kl. 11, höldum við upp á 130 ára afmæli Lágafellskirkju með guðsþjónustu í kirkjunni og bjóðum í kirkjukaffi að athöfn lokinni í Safnaðarheimili Mosfellsprestakalls að Þverholti 3. Frá þessum kristna helgistað verður af þessu tilefni horft til framtíðar. Hjá prédik­ara dagsins, Arnfríði Guðmundsdóttur prófessor í guðfræði, verða umhverfismál í öndvegi og […]

Sjálfsumhyggja

Stundum við nægja sjálfsumhyggju? Ég velti þessu fyrir mér þegar fyrirsagnir helstu fréttamiðla sýna að annar hver maður er í hættu á að kulna í starfi. Þá spyr maður hvað er eiginlega að gerast í samfélaginu. Eru kröfunar of miklar í vinnunni, heima og eða á öllum vígstöðum sem okkur er ætlað að vera á? […]

Kvenfélagið færir Hömrum gjafir

Kvenfélag Mosfellsbæjar færði hjúkrunarheimilinu Hömrum góðar gjafir í kringum hátíðirnar. Fyrir jól fékk heimilið tvo kolla á hjólum sem auðvelda starfsfólki vinnu sína og nokkur snúningslök. Eftir áramót færði félagið hjúkrunarheimilinu tvö vegleg sjónvörp sem leysa af hólmi eldri sjónvörp í setustofum Hamra. Kvenfélag Mosfellsbæjar lætur sér annt um nærsamfélag sitt og hefur alla tíð […]

Aukið umferðar­öryggi í Kjósinni

Kjósarhreppur er nú að hefja vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar sem miðar að því að auka vitund um umferðaröryggismál meðal forráðamanna sveitarfélagsins og íbúa. Í því felst að greina stöðuna, finna slysastaði, gera úrbætur, setja sér markmið og gera aðgerðaáætlun. Mörg sveitarfélög í landinu hafa gert slíka áætlun eftir leiðbeiningum Samgöngustofu. Kristjana Erna Pálsdóttir hjá VSÓ […]

Heldri hestamenn blóta þorra

Fimmtudaginn 7. febrúar verður haldið Þorrablót heldri Harðarmanna og kvenna í Harðarbóli, 60 ára og eldri. Þarna koma saman bæði virkir félagar sem og eldri félagar sem eru hættir í hestamennsku, en koma í gamla félagið sitt til þess að hitta og skemmta sér með gömlum vinum. Þessi hópur hittist fjórum sinnum á ári og […]

Jákvæðnin hefur fleytt mér langt

Stefán Haukur tók á móti mér á heimili sínu í Mosfellsdalnum. Snjónum hafði kyngt niður þennan dag og það var fallegt um að litast innan um útikertin sem búið var að kveikja á í garðinum. Þegar inn var komið mátti sjá hvert sem litið var fallega útskorna hluti og húsgögn, meistaraverk húsbóndans. Stefán byrjaði ungur […]

Fyrsti Mosfellingur ársins

Fyrsti Mosfellingur ársins 2019 fæddist þann 3. janúar kl. 06.02. Það var drengur sem mældist 50 cm og 3.860 gr. Foreldrar hans eru þau Katrín Dögg Óðinsdóttir og Helgi Jarl Björnsson sem eru nýflutt í Víðiteig. Drengurinn er þeirra fyrsta barn. „Fæðingin tók ansi langan tíma, en frá fyrsta verk þar til hann fæddist liðu […]

Öll tiltæk tæki í snjómokstri

Mikið hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu og vinna starfsmenn þjónustustöðvar Mosfellsbæjar og verktakar á þeirra vegum hörðum höndum að snjó­mokstri með öllum tiltækum tækjum. Vinna við snjómokstur hefst að jafnaði um klukkan fjögur að morgni en unnið er að snjóhreinsun, söltun eða söndun gatna og göngustíga nær allan sólarhringinn þegar þess er þörf. Markmið […]

Björguðu manni frá drukknun í lauginni

Karl­maður á þrítugs­aldri var hætt kom­inn í Lága­fells­laug á mánudagskvöld þegar hann fannst meðvitundarlaus á botni laugarinnar. Maðurinn hafði verið að synda kafsund. Atvikið átti sér stað um kvöldmatarleytið og var margt fólk í lauginni á þeim tíma. Sundlaugargestur kom auga á manninn og aðstoðaði við að koma honum að sundlaugarbakkanum. Í kjölfarið komu starfsmenn […]

Til hamingju með Helgafellsskóla

Það er ávallt gleðiefni þegar nýr grunnskóli opnar í hverju sveitarfélagi. Það ber merki fjölgunar og blómstrandi mannlífs í nýjum hverfum. Það er sannarlega staðreynd hér í Mosfellsbæ. Helgafellsskóli í Helgafellshverfi sem vígður var 8. janúar síðast liðinn hefur nú bæst í raðir okkar góðu skóla í Mosfellsbæ. 1.-5. bekkur byrjar Margt fólk kom að […]

Gaman saman

Nú þegar þorrablótshelgin er nýafstaðin er mér þakklæti efst í huga. Fyrst og fremst til þessa frábæra hóps sem skipar Þorrablótsnefndina, þessi hópur hefur nú starfað lengi saman með valinn mann í hverju rúmi og viðburðurinn gengur eins og smurð vél. Það er ómetanlegt að öllu leyti fyrir félag eins og Aftureldingu að hafa svo […]

Umhverfisvænna og manneskjuvænna nýtt ár

Um áramót lítum við flest um öxl og förum yfir hvað var gott á árinu og hvað var síðra. En með reynslu nýliðins árs í farteskinu er líka tilvalið að velta fyrir sér hvað við viljum sjá gerast á nýju ári. Mig langar að tæpa á tveimur málaflokkum sem mér standa nærri þótt fleiri málaflokkar […]

Getur þú hjálpað þegar á reynir?

Eitt af mörgum verkefnum Rauða kross deilda er að standa fyrir fjölbreyttum námskeiðum í skyndihjálp. Slys gera ekki boð á undan sér og því er þekking á skyndihjálp mikilvæg fyrir alla. Sé rétt að skyndihjálp staðið getur hún skipt sköpum og skilið á milli lífs og dauða. Oftast eru það vinir og ættingjar sem koma […]

Hamingjan hefst hjá þér!

Það er svo ótal margt sem við getum gert til að efla vellíðan okkar og leggja rækt við okkur sjálf. Það er löngu vísindalega sannað að nægur svefn er grunnurinn að góðri heilsu og vellíðan. Holl og fjölbreytt næring hefur einnig jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan okkar og hið sama gildir um hreyfingu. […]

Meir um mat

Í síðasta pistli velti ég fyrir mér úrvali matsölustaða í Mosfellsbæ. Mér finnst vera svigrúm til bætinga á því sviði, fyrst og fremst vegna þess að við langflest borðum það sem á disk okkar er lagt. Þannig erum við alin upp og það er auðveldast og þægilegast að grípa það sem hendi er næst. Ég […]