Entries by mosfellingur

Jafnrétti í íþróttum

Það sem veðrið er búið að leika við okkur hérna megin landsins í byrjun sumars, þetta er bara dásamlegt. Við fjölskyldan erum til dæmis búin að fara á tvö stór fótboltamót í Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki og það hefur varla rignt, þetta gerir allt svo miklu betra og auðveldara. Ég er mjög upprifin yfir þessum […]

Íþróttaþorpið

Ég hitti Yuri Marcialis í Cagliari á Sardiníu í síðasta mánuði. Hann var í forsvari fyrir nokkrum árum fyrir spennandi verkefni í borginni. Það kallast „Íþróttaþorpið“ og er hluti af mikilli heilsueflingu og íþróttaeflingu sem átt hefur sér stað í borginni síðustu ár. Það snýst um byggja upp svæði þar sem almenningur og atvinnumenn geta […]

Hlégarður menningar­miðstöð Mosfellsbæjar

Á 8. fundi menningar- og nýsköpunarnefndar Mosfellsbæjar 21. maí sl. lagði undirrituð áheyrnarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar í Menningar- og nýsköpunarnefnd fram tillögu undir heitinu „Stefnumótun til framtíðar í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ“. Tillagan var svohljóðandi: Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að hluti af endurskoðun menningarstefnu fyrir Mosfellsbæ verði stefnumótun til framtíðar í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ þar sem horft […]

Róbert Orri skrifar undir nýjan samning

Róbert Orri Þorkelsson hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu sem gildir út tímabilið 2020. Hinn 17 ára gamli Róbert Orri hefur alist upp allan sinn fótboltaferil hjá Aftureldingu og verið fastamaður á miðjunni hjá meistaraflokki undanfarin tvö keppnistímabil. Í fyrra hjálpaði hann Aftureldingu að vinna 2. deildina og í ár hefur hann leikið vel […]

Króatísk landsliðskona til liðs við Aftureldingu

Króatíska landsliðskonan Ana María Gugic er gengin til liðs við Aftureldingu. Ana María er örvhent skytta sem spilaði síðasta tímabil með Octeville í Frakklandi og þar á undan með Gjerpen í Noregi. Handknattleiksdeild Aftureldingar er gríðarlega ánægð með komu Önu og býður hana hjartanlega velkomna. Ana María er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við […]

Öll blöð Mosfellings frá árinu 2002 aðgengileg á timarit.is

Bæjarblaðið Mosfellingur hefur verið gefið út frá árinu 2002. Nú eru öll tölublöð frá upphafi aðgengileg á timarit.is en það er Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn sem rekur vefinn. Mosfellingur gerði samning við Landsbókasafnið í vetur um varðveislu alls efnis á timarit.is og hefur sú vinna staðið yfir ásamt skönnun á elstu tölublöðunum. Nú eru hátt […]

Ljósleiðaranum fagnað í Kjósinni

Kjósverjar, jafnt íbúar sem sumarhúsaeigendur, fögnuðu í blíðviðrinu á uppstigningardag að vera komnir með ljósleiðara í sveitina. Við það tæki­færi kynntu fjar­skipta­fyr­ir­tæk­in Hringdu, Sím­inn og Voda­fo­ne íbú­um til­boð í þjón­ustu. Mikill kraftur er í Kjósinni en einungis eru þrjú ár síðan tekin var fyrsta skóflu­stungan að stöðvarhúsi nýrrar hitaveitu. Samhliða lagningu hitaveitunnar voru sett ídráttarrör […]

Kristín Einarsdóttir hlýtur Gulrótina

Heilsudagurinn í Mosfellsbæ var haldinn 27. maí. Dagurinn hófst með morgungöngu og endaði með málþingi í Listasalnum. Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður hélt fyrirlestur og Gulrótin var afhent. Gulrótin er lýðheilsuviðurkenning sem ætlað er að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa Mosfellsbæjar. Það eru Heilsuvin og Mosfellsbær sem […]

Það er best að búa í Mosó

Svanþór Einarsson, eða Svanni eins og hann er ávallt kallaður, hefur starfað í sínum heimabæ nánast alla sína tíð og segir það mikil forréttindi. Hann byrjaði ungur í bókbandi hjá föður sínum en keypti síðan veitingastaðinn Pizzabæ þegar hann var á nítjánda ári. Eftir að hafa selt sjóðheitar pizzur í ellefu ár breytti hann um […]

Heildarúttekt EFLU á Varmárskóla lokið

Verkfræðistofan EFLA hefur lokið vinnu við heildarúttekt á öllu húsnæði Varmárskóla en verkfræðistofan hefur á síðustu tveimur árum unnið þrjár úttektir fyrir Mosfellsbæ á rakaskemmdum. Niðurstöður sýnatöku EFLU gefa til kynna að almennt sé ástand húsnæðis Varmárskóla gott og jafnvel betra en sambærilegur húsakostur af sama aldri. Ekki er þörf á bráðaaðgerðum né lokun skólans […]

Ráðin skólastjóri Lágafellsskóla

Lísa Greipsson hefur verið ráðin í starf skólastjóra Lágafellsskóla. Lísa er með B.Ed. gráðu í menntunarfræðum, kennsluréttindi í grunnskóla og lauk MBA námi frá Háskóla Íslands árið 2018. Lísa hóf sinn kennsluferil árið 1994 á Akranesi en hefur starfað nær samfellt við í Lágafellsskóla frá 2001. Síðustu þrjú árin hefur hún sinnt stöðu deildarstjóra við […]

Ærslabelgur á Stekkjarflöt og sleðabrekka í Ævintýragarð

Ærslabelgur mun rísa á Stekkjarflöt og búið verður til skíða- og brettaleiksvæði í Ævintýragarðinum í Ullarnesbrekkum í kjölfar íbúakosninga um verkefni í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó. Íbúar kusu einnig meðal annars að fá flokkunarruslafötur, merkja toppa bæjarfella og fjalla og bætta lýsingu á göngustígum. Metþátttaka var í kosningum sem stóðu frá 17. til 28. maí eða […]

Nýr atvinnukjarni mun rísa á 15 hektara svæði í landi Blikastaða

Reitir fasteignafélag hf. og Mosfellsbær undirrituðu þann 6. júní viljayfirlýsingu um skipulag og uppbyggingu atvinnusvæðis í landi Blikastaða í Mosfellsbæ. Um er að ræða 15 hektara svæði sem afmarkast af Vesturlandsvegi, Korpúlfsstaðavegi og sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar er landnotkun svæðisins skilgreind sem blönduð landnotkun fyrir léttan iðnað, verslanir og þjónustustarfsemi. Svæðið liggur […]

Anna Greta ráðin skóla­stjóri í Varmárskóla

Anna Greta Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem skólastjóri Varmárskóla tímabundið til eins árs. Anna Greta hefur kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi, hefur lokið meistaranámi á sviði stjórnunar og hefur þekkingu á áætlunargerð, fjármálstjórnun og stefnumótunarvinnu. Anna Greta hefur reynslu af stjórnun menntastofnana en hún hefur gegnt stöðu skólastjóra við tvo grunnskóla, starfað sem […]

Framtíð Hlégarðs

Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar vinnur nú að endurskoðun á nýtingarmöguleikum á félagsheimilinu Hlégarði í komandi framtíð. Liður í þeirri vinnu var opinn íbúafundur í Hlégarði 16. október 2018 þar sem Mosfellingum gafst kostur á að koma sínum tillögum á framfæri. Hlégarður var vígður við hátíðlega athöfn 17. mars 1951 og hélt Halldór Laxness þar ræðu, […]