World Class í Mosfellsbæ stækkar um helgina

Líkamsræktarstöðin World Class í Mosfellsbæ mun taka í notkun nýja 940 m2 viðbyggingu á laugardaginn. Líkamsræktarstöðin, sem fyrst var opnuð í Lágafellslaug í desember 2007, mun því stækka um helming.

World Class mun bjóða upp á stærri tækjasal, infrared heitan sal, hjólasal með ic7 hjólum, fjölnota sal, tvo nýja búningsklefa, infrared gufu, þurrgufu og auðvitað aðgang að Lágafellslaug. Mosfellsbær og World Class undirrituðu samning vegna stækkunar á íþrótta- og líkamsræktaraðstöðu í Lágafelli sumarið 2017. Nánar verður fjallað um endurbætta stöð World Class í næsta blaði.