Fyrsta afhending úr Klörusjóði

Tanja, Málfríður, Kristín, Alfa, Lísa skólastjóri Lágafellsskóla og Kolbrún formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar.

Í lok júní voru afhentir styrkir úr Klörusjóði en markmið Klörusjóðs er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.
Sjóðnum er ætlað að styrkja verkefni sem unnin eru í einstökum skóla eða í samstarfi á milli skóla og var í ár lögð áhersla á verkefni á sviði upplýsinga-og tæknimála. Alls bárust 10 styrkumsóknir frá leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar.

Til heiðurs Klöru Klængsdóttur
Nafn sjóðsins, Klörusjóður, er til heiðurs Klöru Klængsdóttur (1920-2011). Klara útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands árið 1939 og hóf sama ár kennslu við Brúarlandsskóla. Hún starfaði alla sína starfsævi sem kennari í Mosfellsbæ.
Afhending styrkja fór fram í Listasalnum og hlutu eftirfarandi verkefni hlutu styrk 2020:
Útikennsla (Alfa Regína Jóhannsdóttir)
Stærðfræði- og forritunarkennsla (Málfríður Bjarnadóttir og Tanja Stefanía Rúnarsdóttir)
Íslenska í Classroom (Árni Pétur Reynisson)
Lestrarkorts app, smáforrit (Kristín Einarsdóttir)