Bæjarhátíð Mosfellsbæjar 2020 aflýst

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ákvað í dag að af­lýsa bæj­ar­hátíðinni Í tún­inu heima vegna kór­ónu­veirufar­aldrus­ins. Þetta var ákveðið eft­ir til­lögu neyðar­stjórn­ar bæj­ar­ins sem samþykkt var á fundi menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar á þriðju­dag.

Hátíðin var fyr­ir­huguð dag­ana 28.-30. ág­úst. Tinda­hlaup­inu sem fara átti fram sömu helgi er einnig af­lýst, en Mos­fells­bær er einn af fram­kvæmd­araðilum þess.

„Til stóð að halda hátíðina með breyttu sniði og færa hátíðar­höld­in frek­ar út í hverf­in.  Í ljósi hert­ari sam­komu­reglna og þróun Covid-19 far­ald­urs­ins und­an­farn­ar vik­ur sýn­ir Mos­fells­bær ábyrgð í verki og af­lýs­ir þess­um viðburðum.“