Entries by mosfellingur

Samningum um rekstur Hamra sagt upp

Sunnudaginn 31. mars sagði Mosfellsbær upp samningum um rekstur hjúkrunarheimilisins Hamra til samræmis við uppsagnarákvæði samninganna. Bæjarstjóra var veitt heimild til uppsagnar á aukafundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 29. mars. Byggir uppsögnin á vanefndum og/eða ófullnægjandi greiðslum enda standa þær ekki undir raunverulegum kostnaði við veitingu þeirrar þjónustu sem ríkið gerir kröfu um og ber ábyrgð […]

N1 bílaþjónustan verðlaunuð af Michelin

N1 bílaþjónustuverkstæðið að Langatanga var nýverið sérstaklega verðlaunað af hinu alþjóðlega Michelin hjólabarðafyrirtæki. N1 Langatanga er „Michelin Quality Dealer of the Year“ hjá Michelin á Íslandi fyrir árið 2018 og afhenti Rune Stolz, viðskiptastjóri Michelin, Úlfari Pálssyni sölustjóra að Langatanga verðlaunin. Reglulegar hulduheimsóknir „Þetta er gríðarlega mikil viðurkenning þar sem þeir verðlauna okkur sérstaklega fyrir […]

Flæði

Flæði er eftirsóknarvert ástand. Lykilatriði þegar kemur að vellíðan og hamingju. Flæði er þegar maður er að gera eitthvað sem manni finnst svo áhugavert, spennandi, gefandi eða skemmtilegt að maður gleymir öllu öðru. Spáir ekki í hvað klukkunni líður, hvað eigi að vera í matinn í kvöld eða hvað maður sé að fara að gera […]

Af hverju sofum við?

Mikið hefur verið rætt um svefn og mikilvægi hans á síðustu misserum og ekki hvað síst í tengslum við tilfærslu klukkunnar. Vissir þú til dæmis að nægur svefn styrkir ónæmiskerfið og gerir okkur betur í stakk búin til að mæta alls kyns umgangspestum? Að rannsóknir hafa einnig staðfest samhengi milli of lítils svefns og aukinnar […]

Tökum höndum saman

Umhverfis- og loftlagsmál eru mikið í umræðunni þessa dagana, það er líka mjög jákvætt hvað ungir krakkar eru orðnir meðvitaðir um þessi mál. Þau geta haft mikil áhrif á aðra og hafa virkilega mikinn baráttuvilja til að koma í veg fyrir hlýnun jarðar með ýmsum leiðum. Þar er hægt að nefna Gretu Thunberg frá Svíþjóð […]

Hollvinir gefa hjartaómtæki

Hollvinasamtök Reykjalundar gáfu á dögunum endurhæfingarmiðstöðinni á Reykjalundi hjartaómtæki af fullkomnustu gerð að verðmæti 8,3 milljóna. Aðalfundur samtakanna fór fram um síðustu helgi og var tækið formlega afhent auk þess sem kosið var nýtt fólk í stjórn Hollvinasamtakanna. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa gefið Reykjalundi gjafir fyrir rúmlega 60 milljónir. Í […]

Nauðsynlegt fyrir alla að huga vel að fótunum

Mosfellingurinn Eyrún Linda Gunnarsdóttir löggiltur fótaaðgerðafræðingur útskrifaðist með hæstu einkunn frá Keili í janúar. Í kjölfarið opnaði hún fótaaðgerðastofuna Heilir fætur í verslunarkjarnanum í Hvera­fold í Grafarvogi. „Samkvæmt Félagi íslenskra fótaaðgerðafræðinga eru helstu störf fótaaðgerðafræðinga fyrst og fremst að viðhalda og upplýsa almenning um heilbrigði fóta. Þeir greina og meðhöndla algeng fótavandamál eins og sveppasýkingar, […]

Vallarhúsið að Varmá fær yfirhalningu

Undanfarnar vikur hafa heilmiklar framkvæmdir átt sér stað í Vallarhúsinu að Varmá. Nokkrir vaskir sjálfboðaliðar úr röðum Aftureldingar hafa unnið að því hörðum höndum að taka húsnæðið í gegn sem hefur undanfarin ár þjónað sem félagsheimili Aftureldingar. Þann 2. febrúar sl. var Aftureldingu úthlutað 1.000.000 kr. úr Samfélagssjóði Kaupfélag Kjalnesþings. Þeir fjármunir hafa verið nýttir […]

Framkvæmdir hafnar við Súluhöfða

Hafnar eru framkvæmdir við gatnagerð við Súluhöfða 32–57. Um er að ræða nýja íbúðagötu milli núverandi neðsta botnlanga götunnar og golfvallarins við Leirvoginn. Gamli golfskálinn mun víkja á næstunni auk æfingaaðstöðu. Samhliða gatnagerð er unnið að endurnýjun þrýstilagnar frá skólpstöðinni í Leirvogi. Reisa á 19 einbýlishús í þessari viðbót við Súluhöfðann.

Forréttindi að vinna með börnum

Íþróttaskóli barnanna hefur verið starfræktur að Varmá síðan árið 1992 og er það Svava Ýr Baldvinsdóttir sem stýrir skólanum og hefur gert frá upphafi. Svava Ýr er íþróttakennari að mennt, hún hefur þjálfað handbolta hjá Aftureldingu um árabil og starfað sem einn af öflugustu sjálfboðaliðum félagsins til margra ára. Íþróttaskólinn fer fram á laugardagsmorgnum og […]

Undirbúa stækkun World Class

Hafnar eru framkvæmdir á lóðinni við Lágafellslaug vegna fyrirhugaðrar stækkunar World Class. Um er að ræða 924 fermetra hús á tveimur hæðum þar sem verða æfingasalir og búningsherbergi. Nú stendur yfir færsla á fjarskipta-, vatns- og frárennslislögnum sem er undanfari þess að hægt verði að grafa fyrir viðbyggingunni.  

Héldu kótilettukvöld til styrktar félaga sem glímir við veikindi

Þann 8. mars héldu UMFUS-menn sitt árlega kótilettu-styrktarkvöld. Undanfarin ár hafa þeir haldið þennan styrktarviðburð og gefið allan ágóða til verðugs málefnis. Að þessu sinni rann styrkurinn til Mosfellingsins Þorbjörns Jóhannssonar eða Tobba eins hann er alltaf kallaður. Tobbi hefur glímt við erfið veikindi síðan 2006 en síðastliðið haust greindist hann með bráðahvítblæði. Tobbi og […]

Aðbúnaður veikra barna er alltaf í forgangi

Anna Björk er stórglæsileg og geislandi og nýtur hversdagsleikans hvern einasta dag því hún veit af eigin reynslu að hann er ekki sjálfsagður hlutur. Árið 2002 veiktist Anna alvarlega og um tíma var henni ekki hugað líf. Hún var tvö ár að koma sér á fætur aftur og var heppin að skaðast ekki varanlega. Í […]

Einvera – einföld leið til agastjórnunar

Einvera er aðferð til að stöðva hegðunarvanda með því að koma barninu úr þeim kringumstæðum sem það er í á skjótan og einfaldan hátt. Aðferðin er notuð á börn á aldrinum tveggja til tólf ára. Um leið og barn sýnir óásættanlega hegðun fær það aðvörun þannig að talið er frá einum upp í þrjá. Fyrst […]

Mosó kemur vel út í könnun Gallup

Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfélaga og mælir þannig viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Að venju er Mosfellsbær í efstu sætum og yfir landsmeðaltali utan eins málaflokks. Á árinu 2018 var Mosfellsbær í þriðja sæti þegar lagt er mat á sveitarfélagið sem stað til að búa á og reyndust 91% aðspurðra frekar […]