Entries by mosfellingur

Góðmennska og virðing

Yngsti sonur minn heldur með Manchester City. Einn af fáum sem ég þekki sem gerir það. Ýmsir hafa strítt honum á því: „Hva, þú velur þér bara besta liðið!“ Eins og allir þeir sem halda með Liverpool og Manchester United hafi ákveðið að styðja þau ágætu lið þegar allt var í ládeyðu hjá þeim … […]

112 er líka fyrir börnin

Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur sem störfum við velferðarþjónustu í Mosfellsbæ, þar sem einstaklingurinn er í forgrunni, að 112 dagurinn sé að þessu sinni helgaður barnavernd og öryggi og velferð barna og unglinga. Í barnaverndarlögum er kveðið á um tilkynningaskyldu almennings og opinberra aðila ef grunur leikur á misfellum í aðbúnaði barns. Allt frá […]

Verður Sundabraut loksins að veruleika?

Sundabraut er framkvæmd sem rifist hefur verið um í áratugi, hún rataði fyrst inn í aðalskipulag Reykjavíkur árið 1975. Síðan þá hafa óteljandi nefndir verið skipaðar og skýrslur skrifaðar. Nýjasta nefndin skilaði nýverið af sér og leggur til að lagðar verði brýr í stað jarðganga. Hvort sem Sundabraut verður brú eða göng – vona ég […]

Best að búa í Mosó

Nýlega voru kynntar niðurstöður í árlegri þjónustukönnun Gallup þar sem viðhorf íbúa til þjónustu í 20 stærstu sveitarfélögum landsins eru mæld. Enn eitt árið getum við Mosfellingar glaðst yfir því að Mosfellsbær kemur mjög vel út úr flestum viðhorfsspurningum, og þess má geta að Mosfellsbær og Garðabær deila efsta sætinu þegar spurt er um hvar […]

Takk fyrir okkur, sjálfboðaliðar

Eins og önnur íþróttafélög á Íslandi er Afturelding háð starfsemi sjálfboðaliða. Aðkoma sjálfboðaliða í íþróttastarfsemi byggir á áratugalangri hefð og er eiginlega grundvöllur þess að geta haldið úti fjölgreina íþróttafélagi. Við sem störfum fyrir félagið erum meðvituð um þá staðreynd að það er alls ekki sjálfgefið að vera með jafn góðan hóp sjálfboðaliða og við […]

Áhrif orkudrykkja á börn og ungmenni

Neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum er mikið áhyggjuefni enda með því mesta sem þekkist meðal ungmenna í Evrópu. Margir þeirra innihalda gríðarlegt magn koffíns sem er ávanabindandi efni og getur haft neikvæð áhrif á heilsu fólks – bæði líkamlega og andlega. Börn og ungmenni eru mun viðkvæmari fyrir koffíni en fullorðnir og er neysla þess […]

Skólinn í öndvegi

Breytingar á Varmárskóla Í Mosfellsbæ fer fram framúrskarandi skólastarf í fjölbreyttu skólaumhverfi. Mosfellsbær með fagfólkið í fararbroddi hefur sýnt frumkvæði í skólastarfi eins og t.d. með 200 daga skóla fyrir yngsta skólastigið og með opnun skóla fyrir 2–9 ára börn. Hróður skólastarfsins fer víða og er áhugafólk um menntamál tíðir gestir í okkar skólum. Fræðsluyfirvöld […]

Mosfellsbær verður Barnvænt sveitafélag

Þann 28. janúar síðastliðin var skrifað undir samstarfssamning Mosfellsbæjar, UNICEF á íslandi og félagsmálaráðuneytisins um þátttöku bæjarins í verkefninu Barnvæn sveitafélög. Markmið samstarfsins er að tryggja aðgengi Mosfellsbæjar að fræðslu og stuðning við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á sveitarstjórnarstiginu. Töluverður hluti þjónustu hins opinbera við börn og barnafjölskyldur er á ábyrgð sveitafélaga og þau leika […]

Tvöföldunin tilbúin

Framkvæmdum við tvöföldun Vesturlandsvegar á kaflanum milli Skarhólabrautar og Langatanga lauk nú fyrir jól. Um er að mikilvæga framkvæmd fyrir Mosfellinga og landsmenn alla þar sem oft hafa myndast raðir í og úr bænum á annatímum. Hluti framkvæmdarinnar er jafnframt auknar hljóðvarnir í formi nýrra hljóðveggja, stærri hljóðmana og biðstöð strætisvagna norðan vegarins. Öflugri lýsing […]

Ekki má gleyma hverra hagsmuna maður gætir

Stefán Ómar Jónsson viðskiptalögfræðingur og stjórnsýsluráðgjafi er bæjarfulltrúi og oddviti Vina Mosfellsbæjar Stefán Ómar hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann leiddi lista Vina Mosfellsbæjar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar 2018 og náði kjöri. Þetta var óháð framboð sem á ekki rætur að rekja til hefðbundinna stjórnmálaflokka en sækir styrk sinn til einstaklinga úr ýmsum áttum sem eiga […]

Fyrsti Mosfellingur ársins 2021

Fyrsti Mosfellingur ársins fæddist kl. 00.55 þann 2. janúar. Það er hraustur og flottur drengur sem mældist 50 cm og 3.300 gr. Foreldrar hans eru handboltamaðurinn Gunnar Malmquist Þórisson og Elín Huld Sigurðardóttir, drengurinn er þeirra fyrsta barn. „Við ákváðum að nota tækifærið og tilkynna nafnið hans í Mosfellingi þar sem þetta er fyrsti en […]

Simmi Vill Mosfellingur ársins

Mosfellingur ársins 2020 er veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson. Simmi, eins og hann er alltaf kallaður, er fæddur og uppalinn á Egilsstöðum en hefur búið í Mosfellsbæ frá árinu 2007. „Ég var að leita eftir þessum bæjarbrag og langaði að synir mínir myndu alast upp í svona samfélagi. Ég kann vel við það að þekkja […]

Þínar leikreglur

Ef lífið væri leikur, hverjar væru þínar leikreglur? Hvernig myndir þú setja leikreglurnar ef þú fengir að ráða þeim alveg sjálf/ur? Myndir þú vilja hafa allt niðurnjörvað og skýrt eða myndir þú vilja geta hagað seglum eftir vindi? Ég er ekki að spyrja út í loftið. Það hvernig þú vilt lifa lífinu er lykilatriði þegar […]

Við áramót

Nýársávarp bæjarstjóra Mosfellsbæjar Kæru Mosfellingar! Við áramót er hefðbundið að líta um öxl, rifja upp það sem gekk vel og ekki síður velta fyrir sér hvað bíður okkar á nýju ári. Það er óhætt að segja að árið 2020 hafi verið sögulegt ár og orðið „fordæmalaust“ sennilega eitt mest notaða orð ársins og „þú ert […]

Bjartsýn á nýju ári

Kæru Mosfellingar, gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Þetta eru skrítnir tíma svo ekki sé annað sagt, til dæmis ekkert þorrablót fram undan! Þorrablót Aftureldingar hefur skapað sér fastan sess sem einn af aðalviðburðum bæjarins ár hvert, ef ekki aðalviðburðurinn. En út af dottlu verðum við að fá okkur þorramatinn heima og rifja upp […]