Ragnar Bjarni gefur kost á sér í 4. sæti

Ragnar Bjarni Zoëga Hreiðarsson gefur kost á sér í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ þann 5. febrúar næstkomandi.

„Ástæðan fyrir ákvörðun minni er að mér hefur fundist vanta að rödd unga fólksins heyrist í málum bæjarins þegar horft er til framtíðar. Ég vil leggja mitt af mörkum til að gera Mosfellsbæ að enn betri bæ en eins og allir vita er best að búa í Mosfellsbæ. Með framboði mínu vil ég einnig hvetja ungt fólk til ábyrgðar í bæjarmálum og láta rödd unga fólksins heyrast.“