Fyrsta áfanga endurgerðar á Hlégarði lokið
Vinna við heildstæða endurgerð fyrstu hæðar Hlégarðs lauk á dögunum og verður húsið opið fyrir bæjarbúa sunnudaginn 10. apríl frá kl. 13 til 16.. Í fyrsta áfanga var fyrsta hæð endurgerð, skipt var um öll gólfefni, lagnir endurnýjaðar, salerni endurnýjuð og hæðin öll innréttuð á ný með ljósri eik til samræmis við upphaflegt útlit hússins. […]