Entries by mosfellingur

Fjárfestum í ungu fólki

Undir forystu Framsóknar hefur Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, staðið að einu mesta átaki sem lagt hefur verið í varðandi velferð barna og ungmenna á Íslandi. Slagorðið „fjárfestum í fólki” var eitt af megin stefum Framsóknar í síðustu Alþingiskosningum. Framsókn í Mosfellsbæ hefur sett það á stefnuskrá sína að halda þeirri stefnu á lofti […]

Hver ákvað þetta eiginlega!

Fyrir 4 árum gaf ég í fyrsta skipti kost á mér í sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ. Það má svo sannarlega segja að á kjörtímabilinu sé margt sem hefur komið mér á óvart. Þrátt fyrir að vera löglærð og telja mig vita nokkurn veginn hvernig skipulagi sveitarstjórnamála væri háttað, þá hvarflaði ekki að mér að það væri […]

Þjónusta við aldraða

Umræðan um skort á hjúkrunarrýmum hefur verið fyrirferðarmikil á undanförnum misserum og árum og þá einkum í tengslum við fráflæðisvanda Landspítalans. Það er dýrt úrræði að fólk sem lokið hefur sjúkrahússmeðferð dvelji á spítala og teppi háþróuð og dýr legurými. Bæði þessi úrræði, sjúkrahús og hjúkrunarheimili, eru á ábyrgð og í umsjón ríkisins. Það vekur […]

Listir og menning

Hvað er LOMM?Listir og menningarlíf auðga tilveru okkar allra, hvort sem um er að ræða hreint glens og grín eða viðfangsefni um hinstu rök tilverunnar. Í Mosfellsbæ eru mörg félög og einstaklingar sem sinna menningu og listum: fjöldi söngkóra, leikfélag, myndlistarfólk, tónlistarfólk, rithöfundar og fleiri. Í vetur stofnaði listafólk og áhugafólk um menningarlíf félag hér […]

Skipulagsmál á mannamáli

Orð eins og íbúalýðræði, þátttaka almennings og upplýsingaflæði eru mikið notuð og eru mjög jákvæð. En eru þetta bara orð sem notuð eru á tyllidögum? Sett í stefnuskrá og notuð af stjórnmálafólki sem sækist eftir atkvæðum? Oft er það þannig en núverandi meirihluti D- og V lista hafa lagt áherslu á þessa þætti í skipulagsmálum […]

Setjum börnin í forgang

Það eru forréttindi að búa í Mosfellsbæ, hér eru falleg græn svæði sem bæta lífsgæði bæjarbúa. Það er VG ofarlega í huga að vernda og viðhalda bæjarbragnum og náttúrunni hér en það þarf jafnframt að horfa á grænu svæðin sem velferðar- og heilbrigðismál. Aðgengismál þurfa að vera í forgangi og tryggja þarf að allir bæjarbúar […]

Ímynd Mosfellsbæjar – Hver er sérstaðan?

Þegar spurt er hver eru sérkenni Mosfellsbæjar geta svörin orðið með ýmsu móti, til dæmis:Þjóðvegur nr. eitt og leiðin til Þingvalla liggja þvert í gegnum bæinn. Mosfellsbær er „úthverfi Reykjavíkur“.Mosfellsbær er svefnbær!Svörin geta líka verið allt önnur, í samræmi við viðhorf og upplifun hvers og eins. En burtséð frá því er full þörf á því […]

Dýravelferð

Fjöldi fólks nýtur návist dýra og þess að eiga dýr. Fjölmargir umgangast dýr í tengslum við störf sín, eru bændur, ræktendur dýra eða starfa með dýrum, sbr. lögregla með sporhunda eða blindir í leik og starfi með leiðsöguhunda. Einnig eru margir með gæludýr sér til ánægju og yndisauka, fjölskyldumeðlim sem skiptir þá miklu.Við sem dýrkum […]

Erum við ekki öll Vinir?

Ég heiti Katarzyna Krystyna Króli­kowska og skipa 3. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar.Ég er kölluð Kata og er af pólskum uppruna, flutti til Íslands og í Mosfellsbæ 2006 og fékk íslenskan ríkisborgararétt 2013.Ég er gift Piotr Kólikowski, sem er smiður, og við eigum við eitt barn og búum í Grundartanga.Ég er verkfræðingur að mennt og […]

Lítur Mosfellsbær undan?

Í Úkraínu geisar stríð. Stríð sem fylgir eyðilegging, hörmungar, sorg, dauði og fólksflótti. Flóttafólk streymir inn í nágrannaríkin í Evrópu, aðallega konur og börn. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum koma að meðaltali 20 flóttamenn á dag hingað til lands frá stríðshrjáðri Úkraínu. Nú þegar eru komin vel á sjötta hundrað manns og þann 31. mars […]

Nýir vendir sópa best

Framboðslisti Vina Mosfellsbæjar var samþykktur á fundi félagsins þann 28. mars síðastliðinn. Kynslóðaskipti verða í forrystusveit Vina Mosfellsbæjar þar sem undirritaður oddviti listans síðustu fjögur ár færir sig lítið eitt aftar á framboðslistanum að eigin ósk. Reynsla mín í sveitarstjórnarmálum hverfur ekki á braut heldur mun ég veita nýjum Vinum Mosfellsbæjar stuðning og tryggja yfirfærslu […]

Tökum samtalið

Sem íbúar í bæjarfélagi þá höfum við öll skoðanir á einhverjum málefnum er varða bæinn okkar. Hvort sem það tengist skipulaginu á nýjum stíg í hverfinu eða útdeilingu á leikskólaplássi fyrir barnið þitt. Ef þú sem íbúi hefur skoðun sem þú telur að geti komið að gagni þá skaltu láta í þér heyra. Eins frá […]

Friðlýsing Leiruvogsins

Eitt af mest spennandi svæðum í Mosfellsbænum er Leiruvogurinn. Í hann renna 4 ár: Leirvogsá, Kaldakvísl, Varmá og Úlfarsá. Þetta svæði býður upp á skemmtilega útivist við allra hæfi: göngu, skokk, hjólreiðar, golf og hestamennsku. Góðir stígar gera fólki með hreyfihömlum einnig kleift að njóta útiverunnar. Áhugamenn um fuglalíf finna varla betri stað til skoðunar […]

Fjölbreyttari ferðamáti er allra hagur

Við erum sjálfsagt öll orðin langþreytt á þeim umferðarteppum sem myndast á álagstímum til og frá Mosfellsbæ. Það er fátt leiðinlegra en að þurfa að bíða í endalausri bílaröð þegar hægt væri að nýta tímann í eitthvað annað. Samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið of litlar í langan tíma og afleiðingin er þessi. Við þurfum að […]

Vatnsleikfimi nýtur sívaxandi vinsælda

Um árabil hefur hópur fólks stundað vatnsleikfimi í Lágafellslaug og nú er ásóknin orðin slík að ákveðið hefur verið að bæta við aukatímum á þriðjudögum og fimmtudögum frá 19-20 bæði kvöldin. Undanfarin tíu ár hefur Sigrún Másdóttir leitt starfið en hún er menntaður íþróttafræðingur með mastersgráðu í heilsuþjálfun og kennslu frá Háskólanum í Reykjavík. Mosfellingur […]