Regína Ásvalsdóttir verður næsti bæjarstjóri

Regína Ásvaldsdóttir verðandi bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs undirrita samninga. 

Ákveð­ið hef­ur ver­ið að Regína Ás­valds­dótt­ir gegni starfi bæj­ar­stjóra í Mos­fells­bæ kjör­tíma­bil­ið 2022-2026.

Regína hef­ur ára­langa far­sæla reynslu af stjórn­un og rekstri á vett­vangi sveit­ar­fé­laga. Hún er sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar og hef­ur gegnt því starfi síð­ast­lið­in fimm ár. Áður gegndi hún stöðu bæj­ar­stjóra Akra­nes­kaup­stað­ar árin 2013-2017. Þá hef­ur hún starf­að sem fram­kvæmda­stjóri Festu, fé­lags um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækja, ver­ið skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu borg­ar­stjóra og sviðs­stjóri þjón­ustu- og rekstr­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar.

Regína er með meist­ara­próf í hag­fræði frá Há­skól­an­um í Aber­deen, diplóma í op­in­berri stjórn­sýslu og cand. mag. í fé­lags­ráð­gjöf frá Há­skól­an­um í Osló. Á ferli sín­um hef­ur Regína átt sæti í fjöl­mörg­um stjórn­um og starfs­hóp­um, nú síð­ast starfs­hópi sem skil­aði til­lög­um um hús­næð­is­mál til þjóð­hags­ráðs í maí síð­ast­liðn­um. Regína hef­ur mark­tæka reynslu af stefnu­mót­un og breyt­inga­stjórn­un og hef­ur leitt vinnu við stefnu­mót­un á sviði vel­ferð­ar­mála og at­vinnu­mála. Vel­ferð­ar­svið hef­ur enn­frem­ur ver­ið leið­andi svið hjá Reykja­vík­ur­borg þeg­ar kem­ur að sta­f­rænni þró­un og áherslu á þjón­ust­u­stjórn­un.

Áætl­að er að Regína hefji störf í byrj­un sept­em­ber en ráðn­ing­ar­samn­ing­ur­inn tek­ur form­lega gildi þeg­ar hann hef­ur ver­ið stað­fest­ur af bæj­ar­ráði fimmtu­dag­inn 14. júlí og birt­ur op­in­ber­lega í kjöl­far­ið.

Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs:
„Við erum lán­söm hér í Mos­fells­bæ að ganga til sam­starfs við svona reynslu­mik­inn stjórn­anda eins og Regína er. Framund­an eru stór verk­efni, með­al ann­ars í upp­bygg­ingu og áfram­hald­andi fjölg­un íbúa og stefnu­mót­un til fram­tíð­ar. Þessi verk­efni fela í sér fjöl­breytt­ar áskor­an­ir og því mik­il­vægt að við fáum til liðs við okk­ur ein­stak­ling með mikla og far­sæla reynslu, stór­an skammt af al­mennri skyn­semi, þjón­ustu­lund og brenn­andi áhuga á mál­efn­um sveit­ar­fé­lags­ins. Við bjóð­um Regínu vel­komna í Mos­fells­bæ og hlökk­um til sam­starfs­ins.“

Regína Ásvalsdóttir, verðandi bæjarstjóri:
„Ég þakka kær­lega fyr­ir það traust í minn garð sem mér er sýnt með ráðn­ing­unni. Mos­fells­bær er gott og fjöl­skyldu­vænt sam­fé­lag í örum vexti og hér eru mörg tæki­færi þeg­ar til fram­tíð­ar er lit­ið. Ég hlakka til að starfa með öfl­ug­um bæj­ar­full­trú­um og góðu starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar að þeim mik­il­vægu verk­efn­um sem eru framund­an.“