Entries by mosfellingur

Lítur Mosfellsbær undan?

Í Úkraínu geisar stríð. Stríð sem fylgir eyðilegging, hörmungar, sorg, dauði og fólksflótti. Flóttafólk streymir inn í nágrannaríkin í Evrópu, aðallega konur og börn. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum koma að meðaltali 20 flóttamenn á dag hingað til lands frá stríðshrjáðri Úkraínu. Nú þegar eru komin vel á sjötta hundrað manns og þann 31. mars […]

Nýir vendir sópa best

Framboðslisti Vina Mosfellsbæjar var samþykktur á fundi félagsins þann 28. mars síðastliðinn. Kynslóðaskipti verða í forrystusveit Vina Mosfellsbæjar þar sem undirritaður oddviti listans síðustu fjögur ár færir sig lítið eitt aftar á framboðslistanum að eigin ósk. Reynsla mín í sveitarstjórnarmálum hverfur ekki á braut heldur mun ég veita nýjum Vinum Mosfellsbæjar stuðning og tryggja yfirfærslu […]

Tökum samtalið

Sem íbúar í bæjarfélagi þá höfum við öll skoðanir á einhverjum málefnum er varða bæinn okkar. Hvort sem það tengist skipulaginu á nýjum stíg í hverfinu eða útdeilingu á leikskólaplássi fyrir barnið þitt. Ef þú sem íbúi hefur skoðun sem þú telur að geti komið að gagni þá skaltu láta í þér heyra. Eins frá […]

Friðlýsing Leiruvogsins

Eitt af mest spennandi svæðum í Mosfellsbænum er Leiruvogurinn. Í hann renna 4 ár: Leirvogsá, Kaldakvísl, Varmá og Úlfarsá. Þetta svæði býður upp á skemmtilega útivist við allra hæfi: göngu, skokk, hjólreiðar, golf og hestamennsku. Góðir stígar gera fólki með hreyfihömlum einnig kleift að njóta útiverunnar. Áhugamenn um fuglalíf finna varla betri stað til skoðunar […]

Fjölbreyttari ferðamáti er allra hagur

Við erum sjálfsagt öll orðin langþreytt á þeim umferðarteppum sem myndast á álagstímum til og frá Mosfellsbæ. Það er fátt leiðinlegra en að þurfa að bíða í endalausri bílaröð þegar hægt væri að nýta tímann í eitthvað annað. Samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið of litlar í langan tíma og afleiðingin er þessi. Við þurfum að […]

Vatnsleikfimi nýtur sívaxandi vinsælda

Um árabil hefur hópur fólks stundað vatnsleikfimi í Lágafellslaug og nú er ásóknin orðin slík að ákveðið hefur verið að bæta við aukatímum á þriðjudögum og fimmtudögum frá 19-20 bæði kvöldin. Undanfarin tíu ár hefur Sigrún Másdóttir leitt starfið en hún er menntaður íþróttafræðingur með mastersgráðu í heilsuþjálfun og kennslu frá Háskólanum í Reykjavík. Mosfellingur […]

Fjör að Varmá

Fjölskyldutímar Mosfellsbæjar hófu göngu sína haustið 2015 og eru því á sjöunda starfsári. Markmið Mosfellsbæjar með tímunum er að sinna hlutverki sínu sem lýðheilsusamfélag og eru tímarnir frábær viðbót við mörg önnur lýðheilsuverkefni bæjarins. Hjónin Þorbjörg Sólbjartsdóttir íþróttafræðingur og Árni Freyr Einarsson tóku að sér að sjá um tímana fyrsta starfsárið en þar sem tímarnir […]

Hlín hlýtur þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar

Handhafi þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar er Hlín Ólafsdóttir, grafískur hönnuður og kennari í Krikaskóla og Verzlunarskóla Íslands. Sólveig Franklínsdóttir, formaður menningar- og nýsköpunarnefndar, og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri afhentu viðurkenninguna í Listasal Mosfellsbæjar nýlega en viðurkenningin er veitt á tveggja ára fresti.Hugmyndin sem verðlaunuð er lýtur að nýtingu rýmis í Kjarna sem svokallaðs sköpunarrýmis og miðar […]

Úthald og einbeiting er allt sem þarf

Björk Erlingsdóttir var komin yfir fertugt þegar hún fékk áhuga á mótorkrossi. Áhugi hennar kviknaði eftir að hafa horft á mótorkrosskeppni út á landi þar sem spennan náði hámarki. Björk keypti sér hjól, fór að stunda æfingar og hefur varla sleppt keppni síðan hún byrjaði að hjóla. Hún hefur átt velgengi að fagna síðustu ár […]

Mosfellsbakarí 40 ára

Þann 6. mars voru liðin 40 ár frá því Mosfellsbakarí opnaði í Mosfellssveit.„Það er búið að vera mikið fjör í kringum þetta í öll þessi ár,“ segir Linda Björk Ragnarsdóttir sem stýrir bakaríinu í dag ásamt bróður sínum Hafliða Ragnarsyni og eiginkonu hans. Mosfellsbakarí er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1982 af hjónunum Ragnari Hafliðasyni og […]

Viljum hafa meiri áhrif á stefnumörkun bæjarins

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí var samþykktur einróma á fjölsóttum félagafundi 5. mars.Anna Sigríður Guðnadóttir núverandi oddviti leiðir listann, annað sætið skipar Ólafur Ingi Óskarsson varabæjarfulltrúi. Í þriðja sæti er Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt og fjórða sæti skipar svo Elín Árnadóttir lögmaður. Sérstakur gestur fundarins var Logi Einarsson alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Í sveitarstjórnarkosningum árið […]

Kosningabaráttan að hefjast af fullum krafti

Framboðslisti VG var samþykktur á almennum félagsfundi þann 12. mars.Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir flugumferðarstjóri, í þriðja sæti er Bjartur Steingrímsson fangavörður og Bryndís Brynjarsdóttir kennari er í fjórða sæti. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Bjarki Bjarnason oddviti listans ávörpuðu fundinn eftir einróma samþykkt listans. […]

Þrennt gott

Ég var þátttakandi í alþjóðlegu samstarfsverkefni fyrir nokkrum árum. 10 manns frá 8 mismunandi löndum unnu saman í nokkrar vikur að sameiginlegu verkefni. Á hverjum morgni voru haldnir stuttir fundir sem gengu út á að draga fram það sem við höfðum gert vel daginn áður og nýta það til þess að gera enn betur í […]

Fólk eða flokka í bæjarstjórn?

Það er stundum sagt og skrifað að stjórnmálaflokkar séu til óþurftar. Má skilja á stundum að stjórnmálafólki sem starfar innan stjórnmálaflokka sé ekki treystandi til að starfa af heilindum að hagsmunum bæjarbúa. Í síðasta Mosfellingi birti bæjarfulltrúi framboðsins Vinir Mosfellsbæjar grein þar sem fram kom sú skoðun að óháður bæjarlisti þar sem einungis hagsmunir bæjarbúa […]

Skarhólabraut í Mosfellsbæ

  Í gegnum árin hefur verið fjallað á margvíslegan þátt um stytting einn hér í Mosfellsbæ sem ber heitið Skarhólabraut sem liggur frá Vesturlandsvegi, fram hjá slökkvistöðinni í bænum, upp með Úlfarsfellinu og yfir í Reykjahverfi. Fallegt íbúðahverfi hefur mótast á þessu svæði og þar er að finna göturnar Aðaltún, Lækjartún, Hamratún, Hlíðartún og Grænumýri. […]