Flipp flopp í skapandi skólastarfi
Flipp flopp í skapandi skólastarfi er heiti á nýju þróunarverkefni sem hefur verið unnið að í Kvíslarskóla í vetur. Sævaldur Bjarnason, kennari í Kvíslarskóla, kom með hugmyndina að verkefninu og vann í að koma því á laggirnar ásamt hópi kennara í skólanum. Flipp flopp dagar hafa verið mánaðarlega næstum allt skólaárið við frábærar undirtektir nemenda […]