Takk fyrir okkur

Dóri DNA

Kæru Mosfellingar

Fyrir hönd sjónvarpsþáttaraðarinnar Aftureldingar langar mig að þakka kærlega fyrir okkur. Þið hafið væntanlega orðið vör við umstangið og vesenið, fólk í snjógöllum að reykja, fræga leikara að spígspora um Kjarnann að þykjast eiga heima þar, síðskeggjaða ljósamenn í stríði við skamm­degið; þetta eru allt saman við, fólkið sem er að gera Aftureldingu – sjónvarpsþátt sem gerist að öllu leyti í Mosfellsbæ og verður frumsýndur á RÚV um páskana.
Þátturinn er svokölluð dramedía um handboltafólk – saga af vígvelli kynjastríðsins, saga um börn, foreldra og harpix.

Það er ótrúlegt hvernig tekið hefur verið á móti okkur. Hvert sem við komum stendur fólk með útbreiddan arminn boðið og búið að aðstoða hvernig sem er.
Sérstaklega langar mig að þakka hersingunni í íþróttahúsinu, en þar hefur starfslið hússins og þáttanna einhvernveginn runnið saman í eitt. Ótrúlegt, ég segi með sanni að við gætum ekki gert þessa þætti án bæjarbúa hér í Mosfellsbæ.

Við lofum að láta ykkur í friði um jólinn, en birtumst svo öðru hvoru megin við þrettándann og klárum síðustu tvær vikurnar.

Verð líka að segja….djös andi í bænum núna.
Gleðileg jól!

Dóri DNA