Frístundastyrkir fyrir ungmenni og eldri borgara

Ásgeir Sveinsson

Við gerð nýsamþykktar fjárhagsáætlunar lögðu bæjarfulltrúar D-lista fram tillögu um hækkun á frístundaávísunum til barna, ungmenna og eldra fólks í Mosfellsbæ.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti að vísa málinu til bæjarráðs og var tillaga fulltrúa D-lista samþykkt í bæjarráði á fundi þann 22. desember.
Hækkun frístundastyrkja tekur gildi frá 1. ágúst 2023 og verður frístundaávísun fyrir 1 barn kr. 57.000 og 65.000 fyrir 3 börn og fleiri.
Frístundastyrkur fyrir eldri borgara verður kr. 11.000.
Þessi hækkun tryggir að frístundastyrkir verða áfram með þeim hæstu í Mosfellsbæ af sveitarfélögum eins og undanfarin ár.
Ég hvet foreldra og forráðamenn ungmenna og sem og eldri borgara í Mosfellsbæ að nýta frístundastyrkinn í þá fjölbreyttu íþrótta- og tómstundaiðkun sem í boði er þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Þátttaka í íþróttum og tómstundum er mjög mikilvæg fyrir okkur öll, líkamlega, andlega og félagslega og í lýðheilsubænum Mosfellsbæ geta allir aldurshópar fundið sína tómstund.
Kynnið ykkur hvað er í boði og svo er bara að drífa sig af stað.
Kær lýðheilsukveðja.

Ásgeir Sveinsson, bæjarfulltrúi.
Oddviti D-lista Mosfellsbæ.