Entries by mosfellingur

Kynslóðaskipti í forystusveit Vina Mosfellsbæjar

Vinir Mosfellsbæjar er óháð framboð, skipað íbúum sem vilja bænum sínum allt það besta. Fólkið sem skipar listann kemur úr ýmsum áttum, það er með margvíslega reynslu og menntun. „Við eigum það sameiginlegt að vilja styrkja samfélagið og innviði stjórnsýslunnar og starfa í þágu bæjarbúa. Leiðarljós okkar eru að handleika mál af heiðarleika, leita þekkingar […]

Hlaupagleði

Ég fór út að hlaupa í gær. Er farinn að hafa gaman af því að hlaupa (án bolta), nokkuð sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Ég man mjög vel eftir því að hlaupa Stífluhringinn fræga í Árbænum á undirbúningstímabilinu fyrir fótboltann. Það var aldrei gaman. Ég man líka eftir því að hlaupa hálfmaraþon í […]

Einhverfugreining og hvað svo?

Sonur minn fékk greiningu á einhverfu hjá Ráðgjafa og greiningarstöðinni í desember 2019. Þetta var um þriggja ára ferli sem svo sannarlega tók á, ekki síst fyrir son okkar. En við erum virkilega þakklát fyrir það að skólinn hans, Krikaskóli, var ekki að bíða eftir greiningunni áður en hann gat brugðist við heldur tók á […]

Öflug stuðningsþjónusta fyrir eldri Mosfellinga

Mosfellsbær er ört stækkandi sveitarfélag og mun halda áfram að stækka. Í bæinn okkar flytja íbúar sem hafa aldrei búið hér áður, eða eru kannski að snúa til baka eftir að hafa alist hér upp bæði ungir sem aldnir, stórar fjölskyldur eða pör og einstaklingar sem eru að feta sín fyrstu skref á eigin fótum. […]

Hálfa leið eða alla leið?

Mosfellsbær er Heilsueflandi samfélag og hefur verið leiðandi í þróun verkefnisins sem hefur verið innleitt víða um land. Framsókn í Mosfellsbæ vill leggja áherslu á áframhaldandi forystu, innleiðingu og rekstur verkefnisins og þannig setja lýðheilsu í forgrunn við alla ákvarðanatöku á vegum bæjarins. Við viljum ekki láta staðar numið við fallegt plagg heldur þarf að […]

Almenningssamgöngur og skipulagsmál

Í ört vaxandi bæjarfélagi eins og Mosfellsbæ vegur mikilvægi góðra almenningssamgangna þyngra með hverju árinu. Mörg okkar hafa e.t.v. ekki mikinn áhuga á þessum málum enda hefur einkabílinn þjónað okkur vel þar sem leiðarkerfi strætó hefur verið stopult og ekki fallið að okkar þörfum. Hvers vegna er þetta yfir höfuð eitthvað sem skiptir okkur máli? […]

Fjárfestum í ungu fólki

Undir forystu Framsóknar hefur Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, staðið að einu mesta átaki sem lagt hefur verið í varðandi velferð barna og ungmenna á Íslandi. Slagorðið „fjárfestum í fólki” var eitt af megin stefum Framsóknar í síðustu Alþingiskosningum. Framsókn í Mosfellsbæ hefur sett það á stefnuskrá sína að halda þeirri stefnu á lofti […]

Hver ákvað þetta eiginlega!

Fyrir 4 árum gaf ég í fyrsta skipti kost á mér í sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ. Það má svo sannarlega segja að á kjörtímabilinu sé margt sem hefur komið mér á óvart. Þrátt fyrir að vera löglærð og telja mig vita nokkurn veginn hvernig skipulagi sveitarstjórnamála væri háttað, þá hvarflaði ekki að mér að það væri […]

Þjónusta við aldraða

Umræðan um skort á hjúkrunarrýmum hefur verið fyrirferðarmikil á undanförnum misserum og árum og þá einkum í tengslum við fráflæðisvanda Landspítalans. Það er dýrt úrræði að fólk sem lokið hefur sjúkrahússmeðferð dvelji á spítala og teppi háþróuð og dýr legurými. Bæði þessi úrræði, sjúkrahús og hjúkrunarheimili, eru á ábyrgð og í umsjón ríkisins. Það vekur […]

Listir og menning

Hvað er LOMM?Listir og menningarlíf auðga tilveru okkar allra, hvort sem um er að ræða hreint glens og grín eða viðfangsefni um hinstu rök tilverunnar. Í Mosfellsbæ eru mörg félög og einstaklingar sem sinna menningu og listum: fjöldi söngkóra, leikfélag, myndlistarfólk, tónlistarfólk, rithöfundar og fleiri. Í vetur stofnaði listafólk og áhugafólk um menningarlíf félag hér […]

Skipulagsmál á mannamáli

Orð eins og íbúalýðræði, þátttaka almennings og upplýsingaflæði eru mikið notuð og eru mjög jákvæð. En eru þetta bara orð sem notuð eru á tyllidögum? Sett í stefnuskrá og notuð af stjórnmálafólki sem sækist eftir atkvæðum? Oft er það þannig en núverandi meirihluti D- og V lista hafa lagt áherslu á þessa þætti í skipulagsmálum […]

Setjum börnin í forgang

Það eru forréttindi að búa í Mosfellsbæ, hér eru falleg græn svæði sem bæta lífsgæði bæjarbúa. Það er VG ofarlega í huga að vernda og viðhalda bæjarbragnum og náttúrunni hér en það þarf jafnframt að horfa á grænu svæðin sem velferðar- og heilbrigðismál. Aðgengismál þurfa að vera í forgangi og tryggja þarf að allir bæjarbúar […]

Ímynd Mosfellsbæjar – Hver er sérstaðan?

Þegar spurt er hver eru sérkenni Mosfellsbæjar geta svörin orðið með ýmsu móti, til dæmis:Þjóðvegur nr. eitt og leiðin til Þingvalla liggja þvert í gegnum bæinn. Mosfellsbær er „úthverfi Reykjavíkur“.Mosfellsbær er svefnbær!Svörin geta líka verið allt önnur, í samræmi við viðhorf og upplifun hvers og eins. En burtséð frá því er full þörf á því […]

Dýravelferð

Fjöldi fólks nýtur návist dýra og þess að eiga dýr. Fjölmargir umgangast dýr í tengslum við störf sín, eru bændur, ræktendur dýra eða starfa með dýrum, sbr. lögregla með sporhunda eða blindir í leik og starfi með leiðsöguhunda. Einnig eru margir með gæludýr sér til ánægju og yndisauka, fjölskyldumeðlim sem skiptir þá miklu.Við sem dýrkum […]

Erum við ekki öll Vinir?

Ég heiti Katarzyna Krystyna Króli­kowska og skipa 3. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar.Ég er kölluð Kata og er af pólskum uppruna, flutti til Íslands og í Mosfellsbæ 2006 og fékk íslenskan ríkisborgararétt 2013.Ég er gift Piotr Kólikowski, sem er smiður, og við eigum við eitt barn og búum í Grundartanga.Ég er verkfræðingur að mennt og […]