Ásgeir Sveinsson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins

Hluti listans í Kjarna: Efri röð: Rúnar Bragi, Helga, Ragnheiður, Ásgeir, Jana og Elín María. Neðri röð: Hjörtur, Bjarney, Hilmar og Brynja Hlíf.

Prófkjör Sjálfstæðis­flokksins í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 5. febrúar. 17 frambjóðendur gáfu kost á sér og greiddu alls 1.044 manns atkvæði.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu.
Ásgeir Sveinsson formaður bæjarráðs fékk afgerandi kosningu í 1. sæti eða um 70% atkvæða. „Ég hlakka til að halda áfram að gera Mosfellsbæ að enn betra samfélagi með því kraftmikla og hæfileikaríka fólki sem mun mynda samheldinn og sterkan lista flokksins í kosningunum í vor.
Endanlegur listi var samþykktur af fulltrúaráði flokksins en Kolbrún Þorsteinsdóttir (4) og Kristín Ýr (11) þáðu ekki þau sæti sem þær lentu í og mun Helga Jóhannesdóttir varabæjarfulltrúi skipa 4. sætið.


Ásgeir Sveinsson

Sterkur og fjölbreyttur listi fyrir kosningar
„Ég er mjög þakklátur fyrir það sterka umboð sem ég fékk til þess að leiða listann,“ segir Ásgeir Sveinsson. Það voru 17 manns sem tóku þátt í prófkjörinu og 15 af þeim munu taka sæti á listanum okkar sem er mjög ánægjulegt. Listinn er fjölbreyttur í þekkingu, reynslu og aldri, mjög öflugir nýliðar sem bætast í hópinn okkar sem er mjög jákvætt. Það var mjög mikill áhugi á prófkjörinu og það gefur okkur mikinn kraft og bjartsýni inn í baráttuna fyrir kosningarnar 14. maí.
Meirihlutasamstarf D- og V-lista hefur gengið ákaflega vel á þessu kjörtímabili, við höfum náð að uppfylla allflest okkar markmið sem komu fram í málefnasamningi flokkana. Fram undan hjá okkur er málefnavinna og við munum eins og áður leitast eftir samtali við íbúa um hugmyndir inn í þá vinnu.


Jana Katrín Knútsdóttir

Saman getum við gert góða hluti í þágu bæjarbúa
Jana Katrín Knútsdóttir, hjúkrunar- og viðskiptafræðingur hafnaði í 2. sæti í prófkjörinu með 380 atkvæði.
Jana er fædd og uppalin í Mosfellsbæ og segist afar þakklát fyrir stuðninginn.
,,Ég veit að verkefnið er verðugt og ég hlakka til að vinna með þeim fjölbreytta og sterka hópi sem prýðir listann. Ég er sannfærð um að saman getum við gert góða hluti í þágu bæjarbúa,“ segir Jana Katrín.


Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins 2022

1. Ásgeir Sveinsson  Bæjarfulltrúi og rekstrarstjóri 
2. Jana Katrín Knútsdóttir  Hjúkrunar- og viðskiptafræðingur
3. Rúnar Bragi Guðlaugsson  Bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri
4. Helga Jóhannesdóttir  Forstöðumaður 
5. Hjörtur Örn Arnarson  Landfræðingur 
6. Arna Hagalínsdóttir  Rekstrar- og fjármálastjóri 
7. Hilmar Stefánsson  Framkvæmdastjóri 
8. Brynja Hlíf Hjaltadóttir  Laganemi 
9. Helga Möller  Söngkona og fyrv. flugfreyja 
10. Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson  Flugnemi 
11. Davíð Örn Guðnason  Lögmaður 
12. Júlíana Guðmundsdóttir  Lögfræðingur 
13. Gunnar Pétur Haraldsson  Sölu- og þjónustufulltrúi 
14. Kári Sigurðsson  Viðskiptastjóri 
15. Þóra Björg Ingimundardóttir  Sölu- og þjónusturáðgjafi 
16. Franklin Ernir Kristjánsson  Háskólanemi/þjónn 
17. Ragnheiður Ríkharðsdóttir  Fyrrv. bæjarstjóri og alþingismaður
18. Alfa Regína Jóhannsdóttir  Kennari
19. Davíð Ólafsson  Söngvari
20. Elín María Jónsdóttir  Húsmóðir 
21. Ari Hermann Oddsson  Múrari 
22. Bjarney Einarsdóttir  Athafnakona