Entries by mosfellingur

Söfnuðu fyrir fjórum útivistarhjólastólum

Reykjadalur fékk á dögunum afhenta fjóra nýja útivistarhjólastóla sem safnað var fyrir á góðgerðargolfmótinu Palla Open sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Palli Líndal stóðu fyrir. Mótið gekk vonum framan og var eitt það fjölmennasta sem haldið var á suðvesturhorninu í sumar. Alls söfnuðust 2,5 milljónir króna í tengslum við mótið sem hefur verið varið í kaup […]

Vil láta gott af mér leiða

Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur og verkefnastjóri nýtur þess að kenna og skapa. Uppáhaldsstaður Evu Rúnar Þorgeirsdóttur á hennar yngri árum var skólabókasafnið í Langholtsskóla. Þar gat hún gleymt sér í ró og næði í ævintýraveröld bókanna. Draumur hennar um að skrifa kviknaði þegar hún var átta ára, hún byrjaði á því að skrifa dagbækur og […]

Súpuveisla Friðriks V til styrktar Mosverja

Matreiðslumeistarinn Friðrik V galdraði fram kraftmikla kjötsúpu í Álafosskvosinni á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Ákveðið var að styrkja Mosverja til kaups á nýju eldhúsi í skátaheimilið í Álafosskvosinni. Hugmyndin kom upp hjá Friðriki V og hjónunum Jóni Júlíusi og Ástu í Álafosskvosinni. „Við höfum verið viðloðandi fiskidaginn mikla frá upphafi en hann hefur nú fallið […]

Heilsuhátíðin Heimsljós haldin um helgina

Heilsuhátíðin Heimsljós verður haldin í Lágafellsskóla um helgina.Hátíðin hefst á heilunarguðþjónustu föstudaginn 16. september kl. 20 í Lágafellskirkju sem sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn leiðir.Heimsljós eru góðgerðarsamtök og þeir sem standa að hátíðinni eru í sjálfboðastarfi og allir þeir sem leggja fram fræðslu eða meðferðir eru að gefa vinnu sína. „Allt þetta fólk á þakkir skyldar […]

Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar 2022

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar var útnefndur við hátíðlega athöfn á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar sér um val bæjarlistamanns ár hvert og veitti Hrafnhildur Gísladóttir formaður nefndarinnar þeim Agnesi Wild, Sigrúnu og Evu Björgu verðlaunagrip eftir listakonuna Ingu Elínu ásamt viðurkenningarfé sem fylgir nafnbótinni. Áhersla á tengingu við MosfellsbæLeik­hóp­inn Miðnætti stofn­uðu þær Agnes Wild […]

Nýr samgöngustígur vígður

Nýr og glæsi­leg­ur sam­göngu­stíg­ur í Mos­fells­bæ var vígð­ur form­lega í vikunni fyrir bæjarhátíðina að við­stöddu fjöl­menni. Hóp­ur barna úr Krika­skóla kom sér­stak­lega til að hjóla á nýja stígn­um.Sam­göngu­stíg­ur­inn er sam­starfs­verk­efni Mos­fells­bæj­ar og Vega­gerð­ar­inn­ar og eitt af fyrstu stíga­verk­efn­um sem heyra und­ir Sam­göngusátt­mál­ann.Sam­göngu­stíg­ur­inn ligg­ur í gegn­um Æv­in­týra­garð­inn frá íþrótta­svæð­inu við Varmá og að Leir­vogstungu. Um er […]

Neikvæð niðurstaða en við erum jákvæð!

Í byrjun mánaðarins voru birtar rekstrarniðurstöður bæjarins fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Því miður er niðurstaðan sú að bæjarfélagið var rekið með tæplega milljarð í mínus, sem er 500 milljón krónum meiri halli en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun bæjarins. Verðbólgan bíturEins og gefur að skilja þá vega verðbætur vegna aukinnar verðbólgu á árinu […]

Gaman saman í Mosó

Eftir tveggja ára bið og mikla tilhlökkun var bæjarhátiðin okkar, Í túninu heima, loksins haldin dagana 26. – 28. ágúst síðast liðinn. Það var fjöldinn allur af áhugaverðum, fjölbreyttum og flottum viðburðum í boði auk þess sem gamlir siðir voru teknir upp á ný með endurkomu Útvarps Mosfellsbæjar, sem ég vona að verði áframhaldandi siður […]

Hamrahlíðarskógurinn

Hamrahlíðarskógurinn er stolt okkar Mosfellinga. Fjölmargir erlendir ferðamenn aka framhjá Hamrahlíðinni og þarna er einna best hægt að sjá hversu góðan árangur unnt er að ná í skógrækt á Íslandi. Fyrir framsýni og dugnað frumherjanna var hafist í þetta góða starf á sínum tíma en plöntun mun hafa hafist 1957 eða á öðru ári eftir […]

Framkvæmdir í Mosfellsbæ, frestun og aukinn kostnaður

Nýr bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Regína Ásvaldsdóttir, tók til starfa þann 1. september sl. og bjóða sjálfstæðismenn hana velkomna til starfa. Fyrir kosningar lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram ígrundaða og fjölbreytta stefnuskrá og mun reyna að tryggja sínum málum framgang á kjörtímabilinu. Mikilvæg mál bíða nýrrar bæjarstjórnar í stækkandi sveitarfélagi í samfélagi sem einkennist af verðbólgu og óstöðugleika. […]

Móðir allra íþrótta

Spakir menn hafa haldið því fram að körfubolti sé móðir allra íþrótta. Ég veit ekki alveg með það, en hugsanlega er eitthvað til í þeirri fullyrðingu. Yngsti sonur minn er byrjaður að æfa körfubolta hjá Aftureldingu og það er ljóst að það er mikill uppgangur í körfunni í Mos. Á æfingar í hans flokki hafa […]

Sigurbjörg opnar í Þverholti 5

Nýverið opnaði í Þverholti 5 verslunin Sigurbjörg, þar er að finna mikið úrval af gæðagarni og öðrum hannyrðavörum. „Ég er gift 4 barna móðir, viðskiptafræðingur og sjúkraliði, með brennandi áhuga á hannyrðum sem á aldrei of mikið af garni,“ segir Sigurbjörg Kristmundsdóttir eigandi verslunarinnar. „Ég flutti í Mosfellsbæinn þegar ég áttaði mig á því að […]

Við þurfum að fá tækifæri

Þórir Gunnarsson myndlistarmaður, einnig þekktur sem Listapúkinn, er löngu orðin landsþekktur fyrir skemmtilegar og líflegar myndir sem hann málar. Hann er afkastamikill og byrjar alla morgna á því að mála, hverfur inn í verkið og dregur fram kjarna þeirra sem hann málar hverju sinni.Þórir var útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar í Listasal Mosfellsbæjar árið 2021 en þessa […]

Útvarp Mosfellsbær endurvakið

Í ágúst 1987 gerðist sá merki atburður að Mosfellshreppur steig sitt fyrsta skref inn í fullorðinsárin og varð að 27. bæjarfélagi landsins. Þá voru íbúar orðnir tæplega 4.000 talsins (þar af 300 með áskrift að Stöð 2). Unnið var hörðum höndum að því að lýsa upp götur bæjarins, meistaraflokkslið Aftureldingar í fótbolta karla hafði nýverið […]

Tryggvi heldur hernámssýningu

Í tengslum við bæjarhátíðina ætlar Mosfellingurinn Tryggvi Blumenstein að halda sýningu á munum frá hernáminu á Íslandi og leggur sérstaka áherslu á hluti sem tengjast Mosfellsbæ. „Þetta er hernámssýning, ég er safnari að upplagi og á orðið heilmikið safn af munum frá hernámsárunum á Íslandi, það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því […]