Entries by mosfellingur

Undirbúa byggingu Helgafellsskóla

Vinna við undirbúning á byggingu skóla í Helgafellslandi er komin á fulla ferð. Búið er að auglýsa hönnunarútboð og er áætlað að jarðvinna hefjist í nóvember. Gert er ráð fyrir að skólinn verði byggður í fjórum áföngum á tíu ára tímabili. Eins og lög gera ráð fyrir er búið að gera mat á fjárhagslegum áhrifum […]

Opnar lögmannsstofu í Háholti

Margrét Guðjónsdóttir, héraðsdómslögmaður og löggiltur fasteignasali, hefur opnað lögmannsstofu, MG Lögmenn ehf., á annarri hæð að Háholti 14, Mosfellsbæ. Margrét hefur búið í Mosfellsbæ í 25 ár og er gift Kjartani Óskarssyni. Margrét hefur starfað á lögmannsstofu sem skrifstofustjóri til fjölda ára en tók sig svo til og skellti sér í laganám við Háskóla Íslands […]

Ótrúlega mikil gróska í nýsköpun

Kristrún Kristjánsdóttir, hagfræðingur og sérfræðingur á viðskiptasviði Kauphallarinnar sem nú heitir Nasdaq Iceland, hefur starfað innan kauphallargeirans bæði hérlendis og erlendis í um 15 ár. Í starfi sínu hefur hún upplifað tvö hrun á markaði, annars vegar þegar upplýsingatæknibólan sprakk árið 2000 og svo þegar stóra fjármálahrunið varð árið 2008, sem lék íslenskt efnahagslíf grátt […]

Framúrskarandi fyrirtæki í Mosfellsbæ

Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Alls komust 682 fyrirtæki á listann af þeim tæplega 36 þúsund sem skráð eru á Íslandi. Creditinfo hefur birt lista framúrskarandi fyrirtækja frá árinu 2010 en þá voru einungis 178 félög á listanum. Þau félög sem fá viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi […]

Þakkir til Mosfellinga!

Á dögunum gengum við ásamt frábærum hópi fólks í hús hér í bæ til að safna undirskriftum til að knýja fram almennar prestskosningar í Mosfellsprestakalli. Við erum ákaflega stoltar og þakklátar yfir því hversu vel tókst til, hversu auðveldlega tókst að ná tilsettum fjölda undirskrifta og gott betur. Við erum mjög svo þakklátar þeim sem […]

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi

Það er svo ótal margt sem við getum gert til að efla vellíðan okkar og leggja rækt við okkur sjálf. Það er löngu vísindalega sannað að holl, góð og fjölbreytt næring hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan okkar og hið sama gildir um hreyfingu. Ef okkur líður vel andlega og líkamlega þá eru […]

Við eigum bara eitt par…

Af hverju hugsar fólk ekki betur um fæturna sína? Ef þér er illt í tönninni þá ferðu til tannlæknis. Ef þér er illt í hnénu þá ferðu til sjúkraþjálfara. En ef þér er illt í fótunum? Hvert ferðu þá? Kannastu við að? • Hafa keypt þér skó sem höfðu útlitið langt fram yfir þægindin? • […]

Trjádrumburinn

Maður verður góður í einhverju með því að einbeita sér að því, gera það vel og oft. En fjölbreytnin er líka skemmtileg. Síðasta vika hjá mér var fjölbreytt. Ég fór með fersku fólki í ketilbjöllugöngu á Reykjafellið í hávaðaroki á laugardeginum, við tókum að sjálfsögðu nokkrar æfingar á toppnum. Daginn eftir labbaði ég á Esjuna […]

Kærleiksvikan haldin 14.-21. febrúar

Kærleiksvikan í Mosfellsbæ verður haldin 14.-21. febrúar, frá Valentínusardegi til konudags. „Þá viku hvetjum við alla til að brydda upp á einhverju skemmtilegu og helst óvenjulegu,“ segir Vigdís Steinþórsdóttir einn skipuleggjenda. „Vonandi verða allir vinnustaðir bæjarins með eitthvað kærleiksríkt á sinni dagskrá þessa viku.“ Vigdís skorar t.d. á karlmenn að sjá svipinn á elskunni sinni […]

Vinna gegn afleið­ingum beinþynningar

Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Samtökin voru stofnuð 12. mars 1997 í Reykjavík og var aðalhvatamaður um stofnun þeirra Ólafur Ólafsson þáverandi landlækir. Síðastliðin átta ár hefur Beinvernd haft skrifstofu að Háholti 14, sem er vel staðsett í heilsubænum Mosfellsbæ. Starfsmaður Beinverndar, Halldóra Björnsdóttir, heimsækir gjarnan vinnustaði, félagasamtök aldraðra og […]

Mosfellingar áfram áberandi í Eurovision

Mosfellingarnir Greta Salóme og Gummi Snorri taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Mosfellingar hafa verið áberandi í Euro­vision undanfarin ár, bæði í undankeppnunum og sem fulltrúar okkar Íslendinga í keppninni sjálfri, og það er engin undantekning þar á í ár. Tólf lög taka þátt í undankeppninni og fer hún fram laugardaginn 6. febrúar og sú seinni […]

Sendum fullskipað lið á landsmót

Jóna Dís Bragadóttir framhaldsskólakennari og formaður Harðar segir stórt ár framundan í hestamennskunni. Þann 26. febrúar 1950 kom saman hópur manna úr Mosfellssveit, Kjalarnesi og Kjós. Sameiginlegt áhugamál þeirra var íslenski hesturinn og ræktun hans. Þessir menn stofnuðu Hestamannafélagið Hörð og var fyrsti formaður félagsins Gísli Jónsson í Arnarholti á Kjalarnesi. Hörður er í dag […]

Hugsaðu jákvætt, það er léttara!

Heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg líðan og gerir einstaklingnum kleift að lifa innihaldsríku lífi (skilgreining WHO). Þriðji áhersluþáttur verkefnisins Heilsueflandi samfélag er geðrækt, líðan og félagslíf. Fyrsta geðorðið hvetur okkur til þess að hugsa jákvætt. Það er auðvelt að festast í viðjum vanans og rannsóknir hafa sýnt fram á að það er algengara að […]

Íþróttamenn Mosfellsbæjar

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar var tilkynnt við hátíðlega athöfn sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni að Varmá á dögunum. Alls voru tilnefndar níu konur til kjörs íþróttakonu Mosfellsbæjar frá fimm íþróttafélögum og var Íris Eva Einarsdóttir, skotfimikona úr Skotfélagi Reykjavíkur, kjörin íþróttakona Mosfellsbæjar 2015. Íris náði í gull á Smáþjóðaleikunum Íris varð hlutskörpust í öllum […]

Undirskriftarlistar afhentir

Rúmlega þriðjungur sóknarbarna í Lágafellssókn hefur skrifað undir áskorun um að prestskosning fari fram. Sr. Skírnir Garðars­son lét af störfum um áramótin og hefur biskup Íslands auglýst laust til umsóknar embætti prests í Mosfellsprestakalli frá 1. mars. Þeim presti er ætlað að starfa við hlið sr. Ragnheiðar Jónsdóttur sóknarprests. Stuðningshópur Arndísar Linn hefur staðið fyrir […]