Ákveðið á félagsfundi að leysa upp Kaupfélag Kjalarnesþings
Deilur hafa staðið milli stjórnar Kaupfélags Kjalarnesþings og núverandi og fyrrverandi félagsmanna þess. Skilanefnd hefur verið skipuð yfir félagið sem á fasteignir í hjarta Mosfellsbæjar, ásamt leigulóðarrétti við Háholt 16-24. ViðskiptaMogginn greindi frá stöðu mála á dögunum. Deilurnar eru meðal annars sagðar snúast um að í aðdraganda aðalfundar voru nöfn tuga félagsmanna afmáð úr félagaskrá. […]