FMOS hlýtur Gulleplið

Gulleplið var afhent við hátíðlega athöfn í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ þann 1. mars. Á myndinni eru Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari, Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.

Gulleplið var afhent við hátíðlega athöfn í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ þann 1. mars. Á myndinni eru Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari, Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.

Forseti Íslands afhenti á dögunum Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ Gulleplið, viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf á sviði heilsueflingar á framhaldsskólastiginu.
Í skólanum hefur markvisst verið unnið að bættri heilsu, bæði á sál og líkama. Hátíðleg athöfn fór fram í skólanum þann 1. mars og að henni lokinni kynnti forsetinn sér starfsemi og húsnæði skólans í fylgd stjórnenda hans.
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var stofnaður árið 2009 og er nú til húsa í sérhannaðri byggingu sem hefur víða vakið athygli og fer að ýmsu leyti óhefðbundnar og framsæknar leiðir í námi og kennslu. Gulleplið hefur verið afhent frá árinu 2011. Átak þetta um heilsueflingu innan framhaldsskólanna þykir hafa gefið góða raun en á síðastliðnu ári hefur Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ lagt áherslu á gerðrækt.