Tónlistarupplifun fyrir alla fjölskylduna

Greta Salóme og Alexander Rybak.

Greta Salóme og Alexander Rybak.

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar og Euro­visionfarinn Greta Salóme blæs til stórtónleika ásamt norska Euro­vision sigurvegaranum Alexander Rybak.
Boðið verður upp á tónlistarupplifun fyrir alla fjölskylduna í Eldborg og Hofi.
Þar mæta þau ásamt rokkbandi, strengjasveit og dönsurum og má búast við því að öllu verði tjaldað til.
Hópurinn mun flytja helstu smelli Gretu Salóme og Alexanders auk þess spennandi bræðing af klassískum verkum, poppi og rokki, flugeldasýningum á hljóðfærin, Disney, Eurovision og ýmislegt fleira.
Tónleikarnir fara fram í Hofi 17. mars og í Eldborg 18. mars.

Miðasala fer fram á www.tix.is.