Láttu vaða

Heilsumolar_Gaua_16mars

Við erum gjörn á að hugsa of mikið um hvað öðrum finnst um okkur. Hvað hópnum finnst. Hvað mömmu finnst. Stundum gerum við hluti mest til þess að geðjast öðrum. Hluti sem okkur langar ekkert til að gera og gera engum gott. Við höfum öll upplifað þetta. Sumir oftar en aðrir.

Ef þú ert á þessum stað í lífinu hvet ég þig til að gera uppreisn. Taka þér tíma í að greina hvað það er sem þig virkilega langar að gera við lífið og kýla svo á það. Með því ertu að bæta bæði þig og heiminn, svo lengi auðvitað sem þú ert heilbrigð sál sem vilt sjálfum þér og öðrum vel. Lykilatriði í þessu ferli er að hafa húmor fyrir sjálfum sér og velta sér ekki upp úr því hvað öðrum finnst. Aldur, kyn, menntun eða fæðingarstaður skiptir ekki máli. Ekki heldur uppáhaldsíþróttafélag. Það geta allir látið drauma rætast. Það er alltaf leið. Og það er ekkert eins gefandi og styrkjandi að koma draumum sínum í framkvæmd. Að þora.

Ég gaf út bók í lok síðasta árs. Lét bókardraum rætast. Margra ára gamlan draum. Það sem hafði stoppað mig var álit annarra á bókinni. Vill einhver lesa bók eftir mig? Og líka spurningin hvort einhver myndi kaupa hana. Það tók mig mörg ár að þora að gera þetta. Og tilfinningin er geggjuð. Sérstaklega þegar ég heyri frá einhverjum sem hefur lesið bókina. Næsti draumur tengdur bókinni er að þýða hana á mörg tungumál, gefa út rafrænt út um allan heim. Af hverju? Af því mig langar til þess. Það eflir mig að koma draumum í framkvæmd og mig langar að deila með öðrum því sem ég hef lært og er að pæla. Kíktu á www.njottuferda­lagsins.is ef þú vilt vita meira og fá stuðning til þess að láta vaða.

Heilsumolar Gaua
Mosfellingur 16. mars 2017