Entries by mosfellingur

Skátarnir flytja í nýtt húsnæði

Skátafélagið Mosverjar er um þessar mundir að flytja í nýtt húsnæði í Álafosskvosinni. „Við vorum að festa kaup á þessu fína húsnæði að Álafossvegi 18. Við fengum góðan styrk frá Mosfellsbæ og hjálp frá Arion banka. Þetta er fyrsta húsnæðið sem er í eigu skátafélags í Mosfellsbæ, hingað til höfum við verið í húsnæði á […]

Foreldrar og fótbolti

Við eigum fjóra stráka, ég og Vala. Miðjustrákarnir eru fótboltastrákar, byrjuðu að elta bolta áður en þeir byrjuðu að labba. Annar þeirra er hluti af einum efnilegasta árgangi Aftureldingar. Þeir eru vanir toppbaráttu og við foreldrar þeirra vanir því að horfa á góðan fótbolta. Þeir eru með þeim bestu og keppa reglulega við önnur góð […]

Þetta er einfalt

Einstaklingur í Osló tekur 40 ára íbúðalán að verðmæti 26 milljónir og skv. útreikningum bankans mun hann greiða 40 milljónir til baka. Einstaklingur í Reykjavík tekur á sama tíma 40 ára íbúðalán að upphæð 26 milljónir og skv. útreikningum bankans getur hann búist við að greiða 454 milljónir tilbaka miðað við verðbólgu síðustu 10 ára […]

Samgönguvika í Mosfellsbæ 16 – 22. september

Dagana 16. – 22. september mun Mosfellsbær taka þátt í Evrópsku Samgönguvikunni, European Mobility Week. Tilgangur samgönguvikunnar er að vekja athygli á vistvænum samgöngum og hvetja almenning til að nýta sér almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra vistvæna fararkosti. Mosfellsbær hefur verið virkur þátttakandi í samgönguvikunni undanfarin ár og staðið fyrir margs konar viðburðum í tilefni vikunnar, […]

Kvennakrónur?

Við sjálfstæðismenn trúum á frjálsa samkeppni, eftir réttum leikreglum. Við vitum að hún eykur framboð af vöru og lækkar verð. Þeir sem standa sig best dafna en hinir síður. Við trúum líka að einkaframtakið leysi mjög mörg verkefni mun betur en ríkið og vitum jafnframt að ríkið er ennþá að vafstra í allt of mörgu. […]

Göngum, göngum

Staðfest hefur verið með fjöldamörgum rannsóknum að regluleg hreyfing gegnir lykilhlutverki fyrir heilsu og vellíðan alla ævi. Hreyfing eykur líkamshreysti, hreyfifærni, vellíðan og lífsgæði almennt fyrir utan það að minnka líkurnar á flestum langvinnum sjúkdómum. Auk beinna áhrifa á heilsu og líðan getur lífsstíll, sem felur í sér daglega hreyfingu, einnig skapað tækifæri til að […]

Takk fyrir mig en…

Þegar ákvarðanir eru teknar liggur oftar en ekki þar að baki ígrunduð hugsun og í mínu tilfelli var það svo. Ég tók þá ákvörðun í samtali við fjölskyldu mín að hætta í pólitík þegar kjörtímabilinu 2013 -2017 lyki en nú lýkur því fyrr en áætlað var og boðað hefur verið til kosninga þann 29. október […]

Sjálfstæðisflokkurinn og fólkið í landinu

Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir kjörorðinu stétt með stétt. Við þurfum nú að skerpa þessar línur á ný og tryggja bakland flokksins. Baklandið er bjartsýnt en með bakþanka og vil ég taka upp kjörorðin kynslóð með kynslóð samhliða því að leggja áherslu á að tryggja beri velferð í þessu landi. Velferðin skal mótast af hógværð í […]

Forgangsmál að atvinnulífinu og einstaklingunum séu skapaðar aðstæður til sóknar og framfara

Kæru sjálfstæðismenn. Kjörtímabilið sem nú er að renna sitt skeið á enda hefur verið viðburðaríkt. Árangursríkt ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur skilað fjölmörgum framfaramálum í höfn, landsmönnum öllum til hagsbóta. Verðbólga hefur verið í sögulegu lágmarki, kjör almennings hafa stórbatnað bæði vegna aukins kaupmáttar vegna hækkunar launa og auknum ráðstöfunartekjum vegna skattalækkana sem við sjálfstæðismenn […]

Byggjum eitt samfélag fyrir alla!

Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur og nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð hefur sjaldan verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Sérhagsmunaöflin og auðvaldið hafa alltof lengi ráðið för í samfélaginu og við hin höfum um of langan tíma þurft að lúta […]

Vinafáir skattgreiðendur og metnaður þingmanna

„Ef það hreyfist skattleggðu það. Ef það heldur áfram að hreyfast, settu lög. Ef það stoppar, settu það á ríkisstyrk.“ Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, um skattastefnu vinstri manna. Skattgreiðendur eiga fáa vini og enga meðal vinstri manna. Útgjaldasinnar og þeir sem standa í þeirri trú að flest vandamál sé hægt að leysa með því að […]

Tækifæri í ferðaþjónustu

Það eru endalaus tækifæri í auknum ferðamannastraumi til landsins. Í raun má segja að stefna Sjálfstæðisflokksins geti kristallast í þessari þjónustugrein sem miðar að því að hver og einn hafi tækifæri til að stofna fyrirtæki til að sjá sér og sínum farborða. Það hefur verið ótrúlega jákvætt að fylgjast með hverju fyrirtækinu og frumkvöðlinum á […]

89% nýttu sér frístundaávísunina – við getum gert betur

Frá árinu 2010 hefur Mosfellsbær greitt út tæplega 165 milljónir króna í frístundaávísanir til handa börnum og unglingum á aldrinum 6-18 ára í Mosfellsbæ. Á árinu 2015-2016 var 89% nýting á frístundaávísunum, sem er mesta hlutfall ávísana sem nýtt hefur verið til þessa í Mosfellsbæ. Betur má en duga skal, markmiðið hjá Íþrótta og tómstundanefnd […]

„Skottmarkaður“ í Þverholti, gönguvinir og heimanám

Við þökkum fyrir góðar viðtökur á skottmarkaðnum en við seldum notuð föt og fylgihluti á bæjarhátíðinni 27. ágúst. Það sem var ekki síður mikilvægt var að fá tækifæri til að hitta fólkið í bænum og kynna verkefnin hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ en það er ýmislegt framundan. Það gefur meðbyr fyrir veturinn að finna fyrir […]

Aldrei upplifað eins mikla ástríðu hjá stuðningsmönnum

Eistinn Mikk Pinnonen gekk til liðs við Aftureldingu í janúar sl. og átti heldur betur eftir að hafa góð áhrif á gengi liðsins. „Síðasta tímabil var frábært, við vorum svo nálægt þessu. Það er erfitt að horfa til baka en það gefur okkur góða hvatningu fyrir næsta tímabil,“ segir Mikk. Deildin kom Mikk á óvart […]