Entries by mosfellingur

Í lakkskóm í sundklefanum

„Nohh, nohh, það er aldeilis stæll á manni!“ sagði maðurinn við bifvélavirkjann þar sem sá síðarnefndi stóð í klefanum í sund­skónum. Maður má bara þakka fyrir að þú mætir ekki bara hérna á nýpússuðum lakkskónum, sagði maðurinn við bifvélavirkjann og rak svo upp hæðnishlátur. Bifvélavirkinn starði vonleysislega á manninn sem stóð andspænis honum í sturtunni […]

30 dagar

Ég er á degi fjögur í 30 daga áskorun þegar þessi Mosfellingur kemur út. Ég elska áskoranir, svo lengi sem þær eru líklegar til þess að gera manni gott. Þessi áskorun gengur út á mataræði, að borða ákveðnar fæðutegundir og sleppa öðrum á sama tíma. Ég tek þátt í áskoruninni til þess að komast að […]

Það er geðveikt að grínast í Mosó

Grínhópinn Mið-Ísland þarf vart að kynna en hann hefur ráðið lögum og lofum í íslensku uppistandi undanfarin ár. Mið-Ísland frumsýndi nýtt uppistand í byrjun árs og þann 31. mars næstkomandi ætlar hópurinn að troða upp í Hlégarði í Mosfellsbæ. „Það er geðveikt að grínast í Mosó. Þar sleit ég grínbarnsskónum,“ segir Mosfellingurinn Dóri DNA, einn […]

Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi

Fanney Dögg Ólafsdóttir snyrtifræðimeistari og eigandi snyrti-, nudd- og fótaaðgerðastofunnar Líkama og sálar segir ávinning af varanlegri förðun vera svipmeira útlit sem undirstrikar fegurð einstaklingsins. Varanleg förðun eða förðun framtíðarinnar er byltingarkennd meðferð sem felst í innsetningu lita undir yfirborð húðar til þess að skerpa línur andlits og undirstrika fegurð. Meðferðirnar eru tiltölulega sársaukalitlar og […]

Fjölbreyttni hjá Rauða krossinum

Hulda Margrét Rútsdóttir hefur verið ráðin í 50% starf sem verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ. Hulda er með meistarapróf í alþjóða samskiptum og þróunarlandafræði frá háskólanum í Amsterdam og hefur síðustu ellefu ár starfað sem upplýsingafulltrúi á Gljúfrasteini-húsi skáldsins auk þess sem hún starfar við þýðingar. Hulda hefur m.a. umsjón með sjálfboðaliðaverkefnunum Heimsóknavinir, Föt […]

Íbúar í Mosfellsbæ ánægðir

Þegar íbúar í Mosfellsbæ eru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir séu með Mosfellsbæ sem stað til að búa á eru 93% aðspurðra ánægðir eða mjög ánægðir. Mosfellsbær er því enn eitt árið með ánægðustu íbúana í samanburði við önnur sveitarfélög og með hæstu einkunn. Þetta kemur fram í árlegri könnun Capacent þar sem mælt […]

Ég er meiddur…

Ég bögglaði hnéð á mér fyrir nokkrum vikum. Meiðsli eru algengasta afsökun fólks fyrir því að hreyfa sig ekki. Afsökun fyrir því að leggjast í kör og borða meira. Ég fann þetta hjá sjálfum mér þegar ég lenti í hnémeiðslunum. Ég vorkenndi sjálfum mér ægilega mikið og hugsaði um allt það sem ég gæti ekki […]

POWERtalk deildin Korpa 30 ára

POWERtalk eru alþjóðleg samtök sem leggja áherslu á einstaklingsmiðaða þjálfun í tjáningu sem skilar árangri. Samtökin virkja fólk til þátttöku í umræðum, bjóða leiðtogaþjálfun og auka færni fólks við kynningar og fundarstjórnun. Samtökin hafa engan fjárhagslegan ávinning. Ávinningurinn felst í því að fólk öðlist þá færni og sjálfstraust sem þarf til að flytja mál sitt […]

Verum hér og nú

Segja má að líf okkar sé í raun samsett úr ótölulegum fjölda augnablika sem við getum kallað núið. Ef við erum ekki í núinu má segja að við séum ekki til staðar í lífinu, gleymum að njóta líðandi stundar. Í hröðu samfélagi nútímans einkenna margskonar áreiti líf okkar flestra, við þurfum að takast á við […]

Íslenskir karlmenn

Maður kom á bifvélaverkstæðið og hitti þar fyrir bifvélavirkjann. Getur þú gert við bílinn minn, sagði maðurinn. Já ekkert mál, sagði bifvélavirkinn, en ég kemst ekki í það alveg strax af því að ég er að fara í fótaaðgerð. Ha, sagði hinn, ertu að fara í hvað? Nú ég er að fara í fótaaðgerð, svaraði […]

Sérkennileg staða hjá FaMos

Helstu fregnir af Félagi aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni eru þær að nýverið var haldinn fjölmennur aðalfundur, hinn 15. febrúar 2016, í Hlégarði. Fyrri stjórn var samhljóða endurkjörin. Um þetta má sjá nánar á vefsíðu félagsins www.famos.is. Lög félagsins endurskoðuð Lög félagsins voru endurskoðuð fyrir aðalfundinn, eftir að stjórn FaMos og sérskipuð laganefnd höfðu komið fram […]

Andlát: Páll Helgason tónlistarmaður og kórstjóri

Páll Helgason, tónlistarmaður og kórstjóri, lést laugardaginn 5. mars, á sjötugasta og öðru aldursári. Páll var fæddur á Akureyri 23. október 1944. Foreldrar hans voru Helgi Pálsson, kaupmaður og bæjarfulltrúi, f. á Akureyri 14. ágúst 1896, d. 19. ágúst 1964, og Kristín Pétursdóttir húsmóðir, f. 8. janúar 1900 á Tjörn í Vindhælishreppi í Austur-Húnavatnssýslu, d. […]

Undirbúa byggingu Helgafellsskóla

Vinna við undirbúning á byggingu skóla í Helgafellslandi er komin á fulla ferð. Búið er að auglýsa hönnunarútboð og er áætlað að jarðvinna hefjist í nóvember. Gert er ráð fyrir að skólinn verði byggður í fjórum áföngum á tíu ára tímabili. Eins og lög gera ráð fyrir er búið að gera mat á fjárhagslegum áhrifum […]

Opnar lögmannsstofu í Háholti

Margrét Guðjónsdóttir, héraðsdómslögmaður og löggiltur fasteignasali, hefur opnað lögmannsstofu, MG Lögmenn ehf., á annarri hæð að Háholti 14, Mosfellsbæ. Margrét hefur búið í Mosfellsbæ í 25 ár og er gift Kjartani Óskarssyni. Margrét hefur starfað á lögmannsstofu sem skrifstofustjóri til fjölda ára en tók sig svo til og skellti sér í laganám við Háskóla Íslands […]

Ótrúlega mikil gróska í nýsköpun

Kristrún Kristjánsdóttir, hagfræðingur og sérfræðingur á viðskiptasviði Kauphallarinnar sem nú heitir Nasdaq Iceland, hefur starfað innan kauphallargeirans bæði hérlendis og erlendis í um 15 ár. Í starfi sínu hefur hún upplifað tvö hrun á markaði, annars vegar þegar upplýsingatæknibólan sprakk árið 2000 og svo þegar stóra fjármálahrunið varð árið 2008, sem lék íslenskt efnahagslíf grátt […]