Kvenfélag Mosfellsbæjar

Vilborg Eiríksdóttir

Vilborg Eiríksdóttir

Kvenfélagið er nú að hefja sitt 109. starfsár og mun vera eitt af elstu starfandi félögum í Mosfellsbæ.
Félagið hefur starfað óslitið frá árinu 1909, fyrst undir nafninu Kvenfélag Kjalarnesþings. Stuttu seinna, eða 1910, var nafninu breytt í Kvenfélag Lágafellssóknar og bar félagið það nafn í rúm 100 ár en þá var samþykkt að breyta yfir í núverandi nafn. Kvenfélagið hefur frá upphafi haft að leiðarljósi að aðstoða með ýmsum hætti þar sem þörf er á, sérstakleg þó í nærumhverfinu.
Ekkert er félagskonum í raun óviðkomandi og í tímans rás hefur félagið komið að ótal mörgum góðum og þörfum verkefnum og tekið virkan þátt í uppbyggingu og framþróun sveitarfélagsins okkar. Kvenfélagið fundar einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og gestir eru hjartanlega velkomnir.
Næsti fundur verður mánudagskvöld 2. október 2017 kl. 20:00 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, annarri hæð. Hvernig væri að slást í hópinn og taka þátt í gefandi og skemmtilegu starfi?

Vilborg Eiríksdóttir formaður KM