Lionshreyfingin hvetur börn til lestrar

Sigurberg Árnason, Gústaf Guðmundsson, Jón Bjarni Þorsteinsson Lkl. Mosfellsbæjar, Dagný Finnsdóttir Lkl. Úa, Kristinn Hannesson Lkl. Mosfellsbæjar, Guðrún Björt Yngvadóttir verðandi alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar úr Lkl. Eik í Garðabæ, Anna María Einarsdóttir Lkl. Úa og Sigríður Skúladóttir Lkl. Úa.

Sigurberg Árnason, Gústaf Guðmundsson, Jón Bjarni Þorsteinsson Lkl. Mosfellsbæjar, Dagný Finnsdóttir Lkl. Úa, Kristinn Hannesson Lkl. Mosfellsbæjar, Guðrún Björt Yngvadóttir verðandi alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar úr Lkl. Eik í Garðabæ, Anna María Einarsdóttir Lkl. Úa og Sigríður Skúladóttir Lkl. Úa.

Lionshreyfingin á Íslandi tekur þátt í alþjóðlegu verkefni sem nefnt er Lestrarátak Lions og stendur yfir í 10 ár eða til ársins 2022. Meðal annars hefur Lionshreyfingin gefið út bókamerki sem hluta af þessu verkefni.
Hinn 25. ágúst heimsóttu Lionsklúbburinn Úa og Lionsklúbbur Mosfellsbæjar Varmárskóla í því skyni að afhenda börnum í 5. bekk bókamerki. Auk þess voru bæði yngri og eldri deildum skólans færðar bókagjafir.
Var þetta hin ánægjulegasta stund með börnunum og kennurum þeirra sem tóku á móti Lionsfélögunum á sal skólans. Skólastjórnendur og bókasafnsfræðingar fá bestu þakkir frá klúbbunum fyrir jákvæðar undirtektir við erindinu og góðar móttökur.

Heimsókn verðandi alþjóðaforseta
Í fylgd með klúbbfélögum í þessari skemmtilegu heimsókn var góður gestur, Guðrún Björt Yngvadóttir, sem fyrst kvenna í heiminum mun gegna embætti alþjóðaforseta Lions.
Hún gegnir nú þegar mikilvægu hlutverki innan Lionsheimsins, sem eru stærstu góðgerðar- og líknarsamtök í heimi. Eitt af fjölmörgum verkefnum Lions er að hvetja börn til lestrar og er það gert í samráði við kennara og skólastjórnendur.
Það var einmitt Guðrún Björt sem setti af stað lestrarátaksverkefnið hér á landi árið 2012 og var Lionsklúbburinn Úa fyrstur klúbba til að taka þátt í verkefninu. Það fór því vel á því að Guðrún Björt tæki þátt í afhendingu bókamerkjanna og bókanna.