Entries by mosfellingur

Tvöföldunin tilbúin

Framkvæmdum við tvöföldun Vesturlandsvegar á kaflanum milli Skarhólabrautar og Langatanga lauk nú fyrir jól. Um er að mikilvæga framkvæmd fyrir Mosfellinga og landsmenn alla þar sem oft hafa myndast raðir í og úr bænum á annatímum. Hluti framkvæmdarinnar er jafnframt auknar hljóðvarnir í formi nýrra hljóðveggja, stærri hljóðmana og biðstöð strætisvagna norðan vegarins. Öflugri lýsing […]

Ekki má gleyma hverra hagsmuna maður gætir

Stefán Ómar Jónsson viðskiptalögfræðingur og stjórnsýsluráðgjafi er bæjarfulltrúi og oddviti Vina Mosfellsbæjar Stefán Ómar hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann leiddi lista Vina Mosfellsbæjar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar 2018 og náði kjöri. Þetta var óháð framboð sem á ekki rætur að rekja til hefðbundinna stjórnmálaflokka en sækir styrk sinn til einstaklinga úr ýmsum áttum sem eiga […]

Fyrsti Mosfellingur ársins 2021

Fyrsti Mosfellingur ársins fæddist kl. 00.55 þann 2. janúar. Það er hraustur og flottur drengur sem mældist 50 cm og 3.300 gr. Foreldrar hans eru handboltamaðurinn Gunnar Malmquist Þórisson og Elín Huld Sigurðardóttir, drengurinn er þeirra fyrsta barn. „Við ákváðum að nota tækifærið og tilkynna nafnið hans í Mosfellingi þar sem þetta er fyrsti en […]

Simmi Vill Mosfellingur ársins

Mosfellingur ársins 2020 er veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson. Simmi, eins og hann er alltaf kallaður, er fæddur og uppalinn á Egilsstöðum en hefur búið í Mosfellsbæ frá árinu 2007. „Ég var að leita eftir þessum bæjarbrag og langaði að synir mínir myndu alast upp í svona samfélagi. Ég kann vel við það að þekkja […]

Þínar leikreglur

Ef lífið væri leikur, hverjar væru þínar leikreglur? Hvernig myndir þú setja leikreglurnar ef þú fengir að ráða þeim alveg sjálf/ur? Myndir þú vilja hafa allt niðurnjörvað og skýrt eða myndir þú vilja geta hagað seglum eftir vindi? Ég er ekki að spyrja út í loftið. Það hvernig þú vilt lifa lífinu er lykilatriði þegar […]

Við áramót

Nýársávarp bæjarstjóra Mosfellsbæjar Kæru Mosfellingar! Við áramót er hefðbundið að líta um öxl, rifja upp það sem gekk vel og ekki síður velta fyrir sér hvað bíður okkar á nýju ári. Það er óhætt að segja að árið 2020 hafi verið sögulegt ár og orðið „fordæmalaust“ sennilega eitt mest notaða orð ársins og „þú ert […]

Bjartsýn á nýju ári

Kæru Mosfellingar, gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Þetta eru skrítnir tíma svo ekki sé annað sagt, til dæmis ekkert þorrablót fram undan! Þorrablót Aftureldingar hefur skapað sér fastan sess sem einn af aðalviðburðum bæjarins ár hvert, ef ekki aðalviðburðurinn. En út af dottlu verðum við að fá okkur þorramatinn heima og rifja upp […]

Rótarý styrkir reiðnámskeið fyrir fatlaða

Rótarýklúbbur Mosfellssveitar styrkti á dögunum reiðnámskeið fyrir fatlaða sem hestamannafélagið Hörður býður upp á. Styrkur frá Rótarýklúbbi Mosfellssveitar fyrir járningar á skólahrossin nam 180 þúsund krónum og styrkur frá Verkefnasjóði Rótarý á Íslandi fyrir fóðri nam 180 þúsund krónum. Fræðslunefnd fatlaðra í Hestamannafélaginu Herði hefur séð um rekstur á reiðskóla fyrir fatlaða og fólk með […]

N1 opnar rafhleðslustöð í Háholti

N1 hefur opnað 50 kW hraðhleðslustöð við þjónustustöð sína í Háholti í Mosfellsbæ. Hægt er að greiða fyrir rafmagnið með N1 korti og lyklum, auk annarra hefðbundinna greiðslumáta. Ekkert mínútugjald er greitt fyrir hleðsluna, aðeins fast gjald og er verðið 45 kr á kW. Stöðin kemur í staðinn fyrir hraðhleðslustöð frá ON. Kolefnissporin minnka „N1 […]

Þorrablóti Aftureldingar aflýst

Formlega hefur verið ákveðið að hætta við Þorrablót Aftureldingar sem halda átti þann 23. janúar 2021 vegna samkomutakmarkana. Eftir miklar vangaveltur um útfærslur, m.a. rafrænt blót, var hins vegar ákveðið að stefna á risadansleik á vormánuðum svo framarlega sem aðstæður í samfélginu bjóði upp á það. „Við fórum yfir stöðuna nú í byrjun desember þar […]

Rapparinn ferrARI með sína fyrstu plötu

Ari Jakobsson, 16 ára drengur úr Mosfellsbæ, var að gefa út á Spotify sína fyrstu plötu. Platan nefnist ÖRVÆNTING og inniheldur sjö lög. Ari sem kallar sig ferrARI býr til alla tónlistina og textana sjálfur auk þess að taka upp og hljóðblanda plötuna. „Þetta er hipp hopp, rapp plata, sem ég er rosalega ánægður með. […]

Kyndill opnar netsölu á flugeldum

Björgunarsveitin Kyndill hefur haft í nógu að snúast á liðnu ári. Strax í janúar geisaði vonskuveður um landið allt og bárust sveitinni 20 útköll vegna þess, bæði óveðursaðstoð og lokanir á heiðum. Einnig var mannskapur sendur vestur á Flateyri þar sem snjóflóð féll í byggð. Í maí varð bruni í fjarskiptaherbergi í húsnæði Kyndils. Staðbundinn […]

Stærsta verkefnið mitt hingað til

Anna Guðrún Auðunsdóttir viðskiptafræðingur á fjármálasviði Landspítalans greindist með krabbamein í maga árið 2019. Líf Önnu Guðrúnar Auðunsdóttur tók sannarlega óvænta stefnu vorið 2019 er hún fékk þau tíðindi að hún hefði greinst með krabbamein í maga. Fjórum mánuðum síðar fór Anna í átta klukkustunda aðgerð þar sem magi hennar var fjarlægður og nýrri leið […]

Súkkulaðibombur Sólu Ragnars

Sólveig Ragnarsdóttir hefur lengi haft mikla ástríðu fyrir bakstri og kökuskreytingum. Hún hefur um árabil gert mikil listaverk í alls kyns kökubakstri, bæði fyrir sjálfa sig og vini og vandamenn. „Þegar fyrsta Covid-bylgjan skall á og starfshlutfallið minnkaði hjá mér þá lét ég loks verða að því að búa til Instagram-síðuna Sóla Ragnars Cakes þar […]

Halla Karen hlýtur Gulrótina 2020

Í vikunni var lýðheilsuviðurkenningin Mosfellsbæjar, Gulrótin afhent í fjórða skipti. Að þessu sinni kom hún í hlut Höllu Karenar Kristjánsdóttur. Gulrótin er lýðheilsuviðurkenning sem ætlað er að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa Mosfellsbæjar. Það var Ólöf Kristín Sívertsen verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ sem færði […]