Hver er þín uppáhaldshreyfing?

Ólöf Kristín Sívertsen

Ólöf Kristín Sívertsen

Við í Mosfellsbæ tökum nú þátt í Hreyfivikunni „Move Week“ í annað sinn 21. – 27. september nk. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma.
Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020 og eru allir hvattir til að finna sína uppáhaldshreyfingu. UMFÍ heldur utan um verkefnið á Íslandi.

Kynningar, göngur og söngur
Það verður mikið um að vera í Mosfellsbæ þessa viku og má þar m.a. nefna kynningu á starfsemi Aftureldingar og Hestamannafélagsins Harðar. Þá mun Ferðafélag Íslands standa fyrir gönguviku þar sem gengið verður á fellin okkar og um leið hægt að safna stimplum og vinna til verðlauna. Þá mun verða boðið upp á fjölskyldu- og hreyfimessu með Hafdísi Huld í Mosfellskirkju þar sem farið verður í leiki að messu lokinni. Jafnframt munu börnin í sunnudagaskólanum í Lágafellskirkju setja niður haustlauka.

Opnir tímar og opin hús
Fyrir áhugasama þá er um að gera að kynna sér og nýta alla þá opnu tíma sem verða í boði þessa vikuna. Þá er öllum boðið að mæta sér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga. Vala og Gaui verða með opna ketilbjöllutíma, opið verður í tækjasal og alla tíma í World Class laugardaginn 26. september og svo mun Félag eldri borgara bjóða upp á opna tíma í vatnsleikfimi, ringó og fleiru skemmtilegu.
Líkamsræktarstöðin Elding verður með opið hús alla vikuna og býður jafnframt eldri borgurum í Thai Chi. Hestamannafélagið Hörður mun einnig opna sínar dyr og bjóða gestum og gangandi að koma við í Reiðhöllinni og hesthúsunum og þiggja þar kaffisopa og meðlæti.
Síðan er upplagt fyrir fjölskyldufólkið að kíkja í opna fjölskyldutíma sem Mosfellsbær stendur fyrir að Varmá í hádeginu á laugardögum í vetur.

Tökum þátt
Þetta er einungis brot af því sem um verður að vera í þessari skemmtilegu viku og sem fyrr hvetjum við ykkur eindregið til að taka þátt í þessu frábæra verkefni. Frekari upplýsingar verður að finna á www.umfi.is þar sem hægt er að smella á Hreyfivikuna, Ísland og Mosfellsbæ.

Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur hjá Heilsuvin og verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ.

Greinin birtist í Mosfellingi 10. september 2015

Samgönguvika í Mosfellsbæ 16.-22. september

Tómas G. Gíslason. Umhverfisstjóri Mosfellsbæjar.

Tómas G. Gíslason.
Umhverfisstjóri Mosfellsbæjar.

Dagana 16.-22. september mun Mosfellsbær taka þátt í Evrópsku samgönguvikunni, European Mobility Week í tíunda sinn.
Mosfellsbær hefur verið virkur þátttakandi í samgönguvikunni undanfarin ár og staðið fyrir margs konar viðburðum í tilefni vikunnar, bæði í Mosfellsbæ og víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Lesa meira