Umhverfisviðurkenningar veittar

Matthildur í Litlikrika 25.

Matthildur í Litlikrika 25.

Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2015 voru afhentar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar „Í túninu heima“ um liðna helgi.

Hjónin Matthildur Elín Björnsdóttir og Karl Þór Baldvinsson hljóta viðurkenningu fyrir sérlega fallegan og vel hannaðan garð að Litlakrika 25. Garðinn hafa þau byggt upp frá grunni á skömmum tíma og er umhirða til mikillar fyrirmyndar.

Helgi Ólafsson að Hvammi, Réttarhvoli 15, hlýtur viðurkenningu fyrir einstök ræktunarstörf og góða umhirðu um áratugaskeið. Helgi hefur ræktað stóran og fallegan garð sem státar af fjölbreyttum gróðri sem er sérlega vel við haldið.

Alls bárust um 10 tilnefningar að þessu sinni og sá umhverfisnefnd Mosfellsbæjar um að heimsækja þau svæði sem tilnefnd voru og velja úr tilnefningum.

Leikfélagið heiðrað í annað sinn sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar

Félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar.

Félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar.

Frábært leikár hjá Leikfélagi Mosfellssveitar þar sem Ronja ræningjadóttir sló í gegn.

Leikfélag Mosfellssveitar hefur verið útnefnt sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2015.
Leikfélagið hefur verið starfrækt síðan 8. nóvember 1976 og hefur sett svip sinn á menningarlíf í sveitarfélaginu Lesa meira