Þrettándagleði á laugardaginn

13brenna

Hin vinsæla þrettándabrenna fer fram laugardaginn 9. janúar. Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorgi kl. 18 og gengið að brennunni sem verður á sama stað og áður, neðan Holtahverfis við Leirvoginn. Skólahljómsveitin leikur, Grýla og Leppalúði og þeirra hyski verður á svæðinu, Stormsveitin syngur og Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu. Um kvöldið heldur svo rokkkarlakórinn Stormsveitin sína árlegu þrettándatónleika í Hlégarði og hefjast þeir kl. 21.