Bæjarbúar geta kosið Mosfelling ársins

12395235_10208246843876931_306067238_n

Val á Mosfellingi ársins 2015 stendur yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Allir Mosfellingar koma til greina í valinu og er öllum frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Er þetta í ellefta sinn sem valið fer fram á vegum Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og senda inn tilnefningar. Gjarnan má fylgja með stuttur rökstuðningur fyrir tilnefningunni og hvað viðkomandi hefur lagt til samfélagsins. Áður hafa hlotið nafnbótina: Sigsteinn Pálsson, Hjalti Úrsus Árnason, Jóhann Ingi Guðbergsson, Albert Rútsson, Embla Ágústsdóttir, Steindi Jr., Hanna Símonardóttir, Greta Salóme, Kaleo og Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir. Útnefningin verður kunngjörð í fyrsta blaði næsta árs, fimmtudaginn 7. janúar.