Tíu þúsund fermetra Íslandslíkan í undirbúningi

Íslandslíkanið verður langstærsta sinnar tegundar í heiminum.

Íslandslíkanið verður langstærsta sinnar tegundar í heiminum.

Tíu þúsund fer­metra Íslands­lík­an í þrívídd gæti orðið að veru­leika inn­an tveggja ára ef áform Ketils Björnssonar forsprakka hug­mynd­ar­inn­ar ganga eft­ir.
Mosfellsbær kemur sterklega til greina sem staðsetning fyrir líkanið sem er í skalanum 1:4000. Líkanið mun þekja um einn hektara lands og verða eina sinnar tegundar í heiminum.
Verið er að kanna staðsetningu á Tungumelum en til að varpa ljósi á stærð þess má nefna að Hvannadalshnjúkur verður um 110 cm á hæð. Áætlað er að framleiða líkanið á staðnum og mun þurfa um 15 þúsund fermetra hús undir það.

Styrkir ferðaþjónustu á svæðinu
Bæjarráð hefur fengið formlegt erindi um málið og fól Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra að vera í samskiptum við forsvarsmenn verkefnisins um staðsetningu verkefnisins í Mosfellsbæ og hvernig Mosfellsbær getur lagt verkefninu lið.
„Mér líst mjög vel á þessa hugmynd og það er fagnaðarefni að Mosfellsbær komi til greina fyrir þetta verkefni. Það myndi sóma sér vel í sveitarfélaginu sem er í alfaraleið og því ákjósanleg staðsetning fyrir afþreyingu af þessu tagi. Ég bind vonir við að svona verkefni myndi styrkja ferðaþjónustu á svæðinu og þar með atvinnulífið og mun því leggja mitt af mörkum til að þetta geti orðið að veruleika,“ segir Haraldur.
Frum­kvæðið kemur frá Katli Má Björns­syni flug­virkja og hef­ur fyr­ir­tækjaráðgjöf PWC unnið að und­ir­bún­ingi máls­ins í sam­vinnu við hann og áhuga­sama fjár­festa.