Entries by mosfellingur

Kæru bæjarbúar og nærsveitungar

Rauði krossinn í Mosfellsbæ óskar bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegs og farsæls nýs árs. Við viljum þakka kærlega þeim fjölmörgu sem hafa ljáð okkur hluta af því dýrmætasta sem við öll eigum, þ.e. tíma, við að skapa betra samfélag á starfssvæði okkar. Starfssvæði Rauða krossins í Mosfellsbæ er nokkuð stórt og byggðin dreifð. Við störfum […]

Kæru FaMos félagar

Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra með þökk fyrir liðin. Fram undan er mikil og stórbrotin dagskrá á döfinni í samvinnu við Félagsstarfið og Elvu Björgu að Eirhömrum. Við skulum gera allt sem við getum til að njóta þess sem í boði er. Þjóðsagnanámskeið mun byrja þann 17. janúar n.k. ef næg þátttaka fæst. Enn […]

Guðni Valur Mosfellingur ársins 2016

Hefur náð ótrúlegum árangri á stuttum ferli Guðni Valur Guðnason, 21 árs kringlukastari, er Mosfellingur ársins 2016. Árið hjá honum var vægast sagt viðburðaríkt og toppurinn var að sjálfsögðu þátttaka hans á Ólympíuleikunum í Ríó. Guðni Valur hefur tekið gríðarlegum framförum í greininni þau þrjú ár sem hann hefur stundað kringlukast af fullum krafti. Áður […]

Nýr klórbúnaður tekinn í notkun í sundlaugunum

Fjárfest hefur verið í nýjum klórgerðarbúnaði fyrir sundlaugar Mosfellsbæjar. Búnaðurinn framleiðir klór úr matarsalti þar sem rafstraumur er notaður til að kljúfa saltið í frumefni sín. Þegar þau efni blandast vatninu myndast efni sem hentar vel til sótthreinsunar í sundlaugum. Mosfellsbær er eitt af fyrstu sveitafélögum landsins til að taka í notkun slíkan búnað. Umhverfisvænt […]

Með umboð fyrir risaframleiðanda

Bílaumboðið Ís-band hefur opnað glæsilegan sýningarsal nýrra bíla að Þverholti 6 en fyrirtækið flytur inn bíla frá bílaframleiðandanum Fiat Chrysler. Sýningarsalurinn er nú fullur af hinum ýmsu módelum frá Fiat, Jeep og Dodge og er þarna mikið úrval af bílum, allt frá minnstu smábílum upp í stóra jeppa. Ís-band var stofnað 1998 af Októ Þorgrímssyni […]

Opnar ljósmyndaver á Reykjaveginum

Ljósmyndarinn Harpa Hrund flutti nýlega með ljósmyndaverið sitt í Mosfellsbæinn. „Við vorum búin að leita lengi að húsi sem rúmaði okkur öll, fimm manna fjölskyldu hund, kött og ljósmyndaverið mitt sem ég hef undanfarin 11 ár rekið í Skeifunni. Við keyptum húsið Borg á Reykjavegi 88. Við tók mikil vinna við að standsetja húsið og […]

Hafist handa við Helgafellsskóla

Fyrsta skóflustunga að nýjum leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ var tekin í dag, miðvikudaginn 7. desember. Skóflustunguna tóku væntanlegir nemendur skólans sem stunda nú nám í Brúarlandi. Sá skóli er undanfari stofnunar Helgafellsskóla og er rekinn sem útibú frá Varmárskóla. Nemendunum til halds og trausts voru bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ. Helgafellshverfi byggist upp á […]

Skálinn í Álafosskvos vígður

Í lok sumars festi skátafélagið Mosverjar kaup á húsi að Álafossvegi 18 í Mosfellsbæ með stuðningi Mosfellsbæjar. Húsið er staðsett í Álafosskvosinni, á frábærum stað fyrir skátastarf. Með aðstoð og stuðning frá skátum, foreldrum, sjálfboðaliðum og öðrum velunnurum er húsið orðið að heimili, Skátaheimili. Skátaheimilið fær nafnið Skálinn Skátaheimilið hefur fengið nafnið Skálinn og fór […]

Jón Júlíus ráðinn framkvæmda­stjóri Aftureldingar

Jón Júlíus Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar og var hann valinn úr hópi 22 umsækjenda. Jón Júlíus er 29 ára gamall og ólst upp í Grindavík. Hann hefur undanfarin ár starfað sem markaðs- og skrifstofustjóri Golfklúbbsins Odds í Garðabæ. Jón Júlíus er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA-gráðu í opinberri […]

Nokkur orð um fjárhags­áætlun og kaffisopa

Hin árlega afgreiðsla fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar er eiginlega boðberi hækkandi sólar og jóla ár hvert. Áætlunin var afgreidd á fundi bæjarstjórnar þann 7. desember síðastliðinn. Reksturinn hefur gengið vel eins og hjá flestum öðrum sveitarfélögum landsins enda efnahagsumhverfið nokkuð hagfellt. Enn skortir þó á að ríkisvaldið komi til móts við sveitarfélögin hvað varðar t.d. málefni fatlaðs […]

Jólakveðjur

Haustið hefur verið viðburðaríkt. Eftir snarpa kosningabaráttu náði Viðreisn 7 fulltrúum á þing úr fimm kjördæmum af sex. Samtals féllu 10,5% atkvæða í skaut Viðreisnar. Bestur árangur náðist hér í Suðvesturkjördæmi, tæp 13% atkvæða og tveir þingmenn. Fyrir þetta mikla traust erum við þakklát og munum leggja okkur fram um að standa undir væntingum kjósenda […]

Vegferð til vellíðunar

Nú þegar hátíð ljóss og friðar er að ganga í garð er ekki úr vegi að staldra aðeins við, líta yfir árið og velta því fyrir sér hvernig það var og af hverju. Leið mér vel? Lagði ég rækt við sjálfa/-n mig og aðra? Var ég meðvituð/-aður um gerðir mínar og viðbrögð í hinu daglega […]

Lífið tók óvænta stefnu

Ísfold Kristjánsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í mars 2015. Ísfold leitaði til læknis eftir að hún fann fyrir hnúð í vinstra brjósti. Eftir skoðun var henni tjáð að líklega væri um mjólkurkirtil að ræða. Í mars 2015 greindist hún með brjóstakrabbamein og hefur síðan þá farið í þrjár aðgerðir og er á leið í þá fjórðu. […]

Öðruvísi jól

Við fjölskyldan höfum verið á ferðalagi síðan 1.desember. Í annarri heimsálfu þar sem jólin spila minni og öðruvísi rullu en hjá okkur á Íslandi. Við höfum lítið orðið vör við jólin á flakkinu, einstaka jólaljós og tré, en annars lítið sem ekkert. Jólin verða öðruvísi en venjulega og áramótin sömuleiðis. Við vitum í dag ekki […]

Bæjarbúar geta kosið Mosfelling ársins

Val á Mosfellingi ársins 2016 stendur yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Allir Mosfellingar koma til greina í valinu og er öllum frjálst að senda inn tilnefningar hér að neðan. Þetta er í tólfta sinn sem valið fer fram á vegum Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að […]