Umhverfisviðurkenningar veittar Í túninu heima
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar voru afhentar við hátíðlega athöfn í Hlégarði á bæjarhátíðinni „Í túninu heima“. Umhverfisviðurkenningarnar eru veittar þeim aðilum sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu. Flugklúbbur Mosfellsbæjar fær viðurkenningu fyrir snyrtilegt svæði þar sem umgengni og umhirða eru til fyrirmyndar. Erla Þorleifsdóttir og Sævar Arngrímsson fá viðurkenningu fyrir fallegan garð […]