Ný strætóleið tekin í notkun

Strætó gengur nú í Leivogstungu- og Helgafellshverfi.

Strætó gengur nú í Leivogstungu- og Helgafellshverfi.

Umfangsmiklar breytingar voru gerðar á leiðarkerfi Strætó um áramótin. Breytingarnar eru liður í að ná fram því markmiði sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að bæta þjónustu og fjölga þannig notendum.
Fyrir Mosfellinga ber helst að nefna leið 7 sem kemur ný inn í leiðarkerfið og gengur á 30 mínútna fresti. Leiðin eflir verulega þjónustu við íbúa og gesti Leirvogstungu- og Helgafellshverfis. Leiðin ekur frá Spöng, framhjá Egilshöll, í gegnum Staðarhverfi, inn í Helgafellshverfi, í Leirvogs­tunguhverfið og til baka.
Nánari upplýsingar um ferðir má finna á www.straeto.is.

Fulltrúum íbúasamtakanna boðið á rúntinn
Fyrsta ferð nýrrar leiðar var farin sunnudagsmorguninn
7. janúar og fóru nokkrir í vettfangsverð um nýju hverfin. Þar á meðal starfsmenn frá Mosfellsbæ, bæjarstjóri, framkvæmdastjóri Strætó og fulltrúar íbúasamtaka Leirvogs­tungu- og Helgafellshverfis.
Góður rómur var gerður að þessari nýjung í samgöngumálum í Mosfellsbæ og farþegar lukkulegir að sjá.

leid7kort

taflan